Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 6
Vinningsnúmer Dregiö hefur veriö í jólnhuppdrætti Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum. Þeir lieppnu geta sótt vinninga sína í viökomandi verslanir og fyrirtæki gegn fraim ísun vinningsiniöa. París: Vöruúttekt fyrir kr. 4000.- nr. 3561 Gallery Förðun: Vömúttekt fyrir kr. 3.(KX).- nr. 0978 Mangó: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 2124 Persóna: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 3996 Rafhús: Geisladiskur fyrir allt að kr. 2.000.- nr. 5331, nr. 1609. nr. 4828, nr. 2675 Álnabær: Vömúttekt fyrir kr. 5.000. nr. 4678, nr. 3252 Ársól: Fataúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 1744 Áprentun Einars: Vömúttekt fyrir kr. 4.(XX).- nr. 2812, nr. 3282 Básinn/Olís: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.-(ekki bensín) nr. 6563, nr. 1228 BókabúÖ Keflavfkur. Lögmálin 7 um velgengni nr. 2628, nr. 0470 Draumaland: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.-nr. 1234 Dropinn: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 1885, nr. 4580, nr. 2568 Exo: Geisladiskastandur kr. 4.900.- nr. 1829, nr. 0314 Föndurheimar: Keramik jólatré nr. 4711. nr. 3392 Georg Hannah: Vömúttckt fyrir kr. 5.000.- nr. 6952, nr. 3750 Glóðin: 5 rétta kvöldverður fyrir tvo; nr. 4718 Innrömmun Suðumesja: Knssi af kristalsglösum nr. 0515. nr. 6526 K-Sport: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 1714, nr. 0004, nr. 0824 Kóda: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 2025 Kósý: Vömúttekt fyrir kr. 3.000.- nr. 6828, nr. 0290, nr. 3470 Ljósboginn: Samlokugrillair. 4712, Vöfflujám; nr. 5379 Matarlyst: Snittubakki með 60 snittum nr. 1501, nr. 4292 Pizza 67: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 4310, nr. 3921 Rafbúð R.Ó.: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 1801. nr. 3591 Versl. Sig. lngvars. Garði: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 1081, nr. 0799 Rúbín: Vömúttekt fyrir kr. 3.500.- nr. 7(XX). nr. 0044 Skóbúðin Keflavík: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.-nr. 3489 Snyrtistofa Hrannan Gjafabréf fyrir kr. 4.000.-nr. 1507 Sportbúð Óskars: Vömúttekt fyrir kr. 5.000.- nr. 3405. nr. 6987 Stapafell: Vömúttekt fyrir kr. 5.0(X).- nr. 5868. nr. 3032 Tölvuvæðing: Vömúttekt fyrir kr. 5.0ÍX).- nr. 2535. nr. 1830 Þristurínn: Kvöldverður fyrir tvo; nr. 6605 Aukavinningar: - Athugiö! (ijafabréf á aukavinninga skal sækja á skrifstofu Víkurfrétta í Sparisjóðshúsinu í Njarövík. Gisting á svítunni á Hótel Keflavík, aðgangur að heilsumiðstöðinni á hótelinu og ljósatímará Sólhúsinu; nr. 4045 Gjafakassi frá Kaffltár; nr. 0156 Boðsmiði fyrir tvo á Keflavíkumætur ásamt kvöldverði frá Veitingahúsinu Stapa; nr. 1179 Hjá Önnu: Vömúttekt fyrir kr. 3.000.- nr. 3205, nr. 5327, nr. 3347 12 manna marsipanterta frá Valgeirsbakaríi; nr. 4491 Frímiði í Nýja Bíó fyrireinn allan janúar; nr. 1296 Gjafabréf kr. 8.(XX).- frá Argentínu steikhúsi; nr. 2121 Víkurfréttir vilja þakka verslunum og fvrirtækjum fyrir gott samstarf og viðskiptavinum þeirra fyrirgóða þátttöku. VINNINGSHAFAR í JÓLAMYNDGÁTU Drregið hefur verið úr réllum lausnum í jólaniyndgátu Víkurfrétta 1996. Þrír heppnir vinningshafar fá bókaverðlaun frá Bókabúð Keflavíkur. 1. verðlaun: Helga E. Sigurðtudóttir, Heiðarbraut 9b Keflavík. 2. verðlaun: Bragi Eyjólfson, Greniteig 26 Keflavík. 3. verðlaun: Róbert Ólafsson, Hringbraut 76 Keflavík. Metþátttaka var í myndagátunni að þessu sinni, enda létt getraun sem flestir hefðu átt að ráða við. Víkurfréttir munu hafa samband við vinningshafa og tilkynna hvenær verðlaun verða afhent. t Minning Sigurjón Júníusson f. 23.9.1964-d. 1.1.1997 Mig langtu' með fáum orðum að minnast hans Sigga mágs míns. Við fengum þær sorglegu fréttir 1. janúar að Siggi væri dáinn. Eg ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, því ég. Tryggvi og Sandra dóttir okkar vorum hjá Sigga og Bám kvöldið áður. og áttum þar góðar stundir og biðum spennt eftir nýju ári. En það bytjaði með þessum hræðilegu frétt- um. Eg vil minnast [ressa góðhjartaða manns með því að rita niður nokkrar línur um hann. Siggi var mjög bamgóður. og öll bömin í tjölskyl- dunni voru mjög hænd að honum. Hann talaði mjög mikið um son sinn hann Stefán sem býr ásamt móður sinni erlendis, og hann beið alltaf spenntur eftir að fá hann á sumrin. því sonurinn var honum allt. Og alltaf gat hann gertgott úröllu. Elsku Siggi okkar, þín verður sárt saknað og við munum sjá til [tess að Sandra muni alltaf eftir þér, og eins hann Stefán þinn. Ég bið góðan Guð að geyma þig og um leið að styrk- ja okkuröll hin. Meðan veðrið er staett berðu höfuðið hátt og hræöstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar hertirkjans Ijóð upp við Ijóshvolfin björt og heið. Þó stevpist í gegn þér stormur og regn og þó bvrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fvrir vísk Þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. ók.) Vertu sæll að sinni elsku Siggi ntinn. Þín mágkona. Sigrún Lína Ingólfsdóttir. Nýr pylsuvagn við Tjarnargötutorg -takmarkamr á opnunartíma rœddar í bæjarstjóm Vilberg Skúlason eigandi pylsu- vagnsins sem er staðseltur við Tjamargötutorg hefur óskað eftir leyfi til að byggja nýjan pylsuvagn á sama stað. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag og kom þar frarn að byg- gingin sem verður kjallari og hæð mun stækka pylsuvagninn um 99 fermetra. Verður þar m.a. gert ráð fyrir vörumóttöku og aðstöðu fyrir starfsntenn sem hefur verið ábóta- vant. Samkvæmt umsögn skipulags- og tækninefndar var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 23. maí 1996 tillaga að skipulagi á Tjamaigötutorgi þar sem gert ei' ráð lyrir að pylsuvagninn verði endur- reistur þar sem hann er nú. Tillaga að útliti liins nýja pylsu- vagns var unnin af Ögmundi Skarphéðinssyni FAI sem starfar á þeiiri arkitektastofu sem vann að skipulagi torgsins. Er það mat nefndarinnar að tillagan falli í aðal- tatriðum að hugmyndum um skip- ulag svæðisins. Misjafnar skoðanir voru meðal bæjarfulltrúa um bygginguna og lýsti Sólveig Þórðardóttir (G) sig andvíga staðsetningu lians. Kristján Gunnarsson (A) gagnrýn- di á fundinum að ekki hafi verið gerð ný grenndarkynning vegna byggingarinnar og sagði íbúa hafa lýst yfir óánægju yfir þeirri ákvörðun að breyta lóðarsamningi frá tímabundnu leyfi í varanlegt. Gerði hann það að tillögu sinni að takmarkanir yrðu gerðar á opnunartíma pylsuvagnsins eins og tíðkast m.a. í Reykjavík. Meirihluti tók vel í þá tillögu Kristjáns að takntarka nætursölu að einhverju leyti þar sem mikið ónæði hljótist af því og var málinu vísað til bæjarráðs þar sem ein- hverskonar takmarkanir á opnunartíma verða skoðaðar. Véjf/eg aöstaöa fyrir „pylsuvagn ÆÆ Hvað segja verslunareigendur við Hafnargötu. sem borgað hafa stór- fé fyrir bílastæðin við Tjarnar- götu, um |x’ssi not á bílastæðun- um sínum? Er Ellert Ga, Ga? Undanfarin ár hafa allir nágrannar Tjamargötutorgs ítrekað mótmælt veru svokallaðs „pylsuvagns" á torginu og þá sérstaklega að þar sé opið nánast allan sólarhringinn þegar henta þykir. Þessi mótmæli náðu hámarki eftir kosningarnar 1994 þegar Ellert bæjarstjóri ætlaði að láta bæinn byggja yfir „pylsuvagninn" og útibú frá áhaldahúsinu ofl. á Skrúðgarðssvæðinu. Mótmælunum svaraði Ellert með grein í Víkurfréttum í nóvember 1994. Allt svarið byggði Ellert á hálf lygum um samþykki skipu- lagsnefndar á fundi þann 12. des- ember 1991 á tillögum frá „sí- grænni umhverfishönnun" eins og hann kallar það. Það sanna er að skipulagsnefnd haföi rætt þessar tillögur á einum fundi en enga formlega samþykkt gert í málinu samkvæmt því sem bókað var. Eins og bæjarstjóri væntanlega veit hafa hugleiðingar fegrunar- nefndar ekkert með skipulagsmál að gera. Eun er Ellert kominn á stað fyrir vin sinn. Nú á að stækka „pylsuvagninn" sem þegar er all- stór, sem slíkur. og hjólin löngu farin. Ein hæð og kjallari skal hann verða. Það ég best veit er leyfi fyrir margnefndum „pylsuvagni" til eins árs í senn. uppsegjanlegt mcð árs fyrirvara. Það er nýmæli ef hægt er að gefa byggingarleyfi út á þennan lóðarsamning. ef hægt er að nefna liann því nafni. Það hlýtur því að verða næsta skref bæjarstjórans í málinu að fffla bæjarstjóm til þess að úthluta vini sínum lóð á Tjamargötutorginu og hún þarf að vera nokkuð rúm því vart verður veitt undanþága um bílastæði, þessi em meira að segja fullffágengin. Varla er þessi vinur Ellerts svo „grænn" að ráðast í |ressar fram- kvæmdir án þess að hafa alvöru lóðasamning. Ellert og Drífa munu ekki ríkja að eilífu. En mót- mælum mun ekki linna og fyrr en síðar verður á þau hlustað. Geti þessi vinur Ellerts, ég veit ekki hvað hann heitir, ekki rekið þennan „pylsuvagn" á öðmm stað í bænum, ætti hann að snúa sér að öðru það bráðasta. Olal'ur Björnsson. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.