Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 6
Félagastcirf ársins 7 PPó á SucSurnesjum: hæfi. Við vorum bara með kassagítar og hreyfisöngva sem þá var alveg nýtt en þetta er kontið allstaðar í dag". Hver er tilgangurinn með þessu starfi? „Hann er aðallega sá að bömin öðlist sína bamatrú. í sjálfu sér er þetta ekkert annað en kristiboð“, segir Málfnður, „Við viljum kenna þeim það að þau geti leitað í sfna kirkju og tengja þau við trúna þannig að þau fái eitthvað haldreipi í lífinu. Þetta á sérstaklega við um böm í dag sem fara ekki varhluta af öllu álaginu og stressinu sem fylgir nútíma samfélagi. Því er mikilvægt að þau haft einhvem bakhjarl sem þau geti leitað til og að þau geti öðlast og iðkað sína tni“. Hver er munurinn á barna- trúnni svokallaðri og trú full- orðinna? „Trúin þarf að vaxa og þroskast", segir Sigfús. Málfríður tekur undir það. „Maður getur átt einlæga barnatrú og böm spyrja mikils en þeim nægja jafnvel einföld svör. En þegar maður er eldri kafar rnaður dýpra og vill hafa meira til að halda í. Fá sann- anir og meiri rök“. Sigfús bendir á orð Páls post- ula „Páll postuli segir að |regar ég var bam þá hegðaði ég mér eins og bam og þurfti bara mjólk, en nú er ég orðinn fulltíða maður og þá þarf ég meira en bara mjólk. Eins og plantan þarf vökvun og vex þannig er eins með trúarlíf okkar. Undirstaðan er svo nauðsynleg, að hafa eitthvað til jtess að byggja á. Það er það sem hvetur mann áfram í sunnudagaskólanum, að sjá að foreldrar vilja líka gefa bömum sínum eitthvað sem þau geta byggt líf sitt á“. Texti: Dagný Gísladóttir. Myndir: Dagný og safn VF. Mikill fjöldi sækir sunnudogaskólo Keflavíkurkirkj u í hverri viku Víkurfréttir hafa útnefnt barnastarf Kefla- víkurkirkju athyglisverðasta félaaastarfib á síðasta ári. Mikil bátttaka hefur verib i sunnu- daaaskóla kirkjunnar oq hafa verið teknir upp nokkrir bættir fyrir Sjónvarpið. Þetta er niðurstaða sérskipaðrar dómnefndar blaðsins sem kom nvverið saman til að velja mann ársins, fyrirtæki ársins oa félaa eða félaga- samtök ársins á Suðurnesium. Umsjónarmenn sunnudaga- skólans eru tvenn hjón, þau Málfríður Jóhannsdóttir og Ragnar Snær Karlsson auk aðstoðarprests Keflavík- urkirkju Sigfúsar B. Ingva- sonar og Laufeyjar Gísla- dóttur. Sigfús og Málfríður gáfu sér tíma til þess að segja frá starfinu og bentu um leið á að foreldrar og böm séu einn- ig til aðstoðar í skólanunt. Organisti kirkjunnar Einar Örn Einarsson og Helga Bjarnadóttir meðhjálpari taka ávallt þátt í sunnudaga- skólanum. Aðsókn í sunnudagaskólann hefur farið ört vaxandi undan- farin ár og að sögn Sigfúsar hafa um 4 - 500 mans sótt skólann að undanfömu. Þar af eru um 300 börn og 200 foreldrar en þeir eru mjög virkir í starfinu. I kjölfar þes- sarar aðsóknar og þar sem starfið er rótgróið ákvað Sjónvarpið að taka sunnu- dagaskólann í Keflavíkur- kirkju upp og hafa tveir þættir þegar verið sýnir og bíða átta sýningar. Auk þess var sunnu- dagaskólanum útvarpað fyrir jól. Sunnudagaskólinn hófst árið 1975 með því formi sem er í dag en áður voru bar- naguðþjónustur hjá Sr. Birni Jónssyni. Málfríður og Ragnar Snær hafa verið umsjónamtenn frá byrjun en Sigfús og Laufey hafa staifað við skólann á fjórða vetur. Börnin sem sækja sunnudaga- skólann eru á aldrinum tveggja ára og upp í fermingaraldur að sögn þeirra Málfríðar og Sigfúsar. Sunnudagaskólinn hefst á því að kirkjuklukkum er hringt, þenta dagsins. Að sögn Málfríðar er hugmyndin sú að tengja bömin við kirkjuna og messu- formið. „Því byrjum við á kirkjuklukkunum og for- spilinu á orgelinu þannig að þau finni sig í kirkjunni og að þetta sé kirkjan þeirra. Aðalatriðið er að þau finni það að þau geti átt trú og iðkað hana þó að þau séu og glærusögur. Við notum þannig bæði heyrn og sjón. Efnið sem kennt er við sun- nudagaskólann kemur frá fræðsludeild þjóðkirkjunnar og núna fá bömin möppu með örkinni hans Nóa og geta þau límt dýrin framan á hana. Einnig fá þau blað með bæði mynd og verkefni." Hvort eru mömmurnar eða pabbarnir duglegri að koma Viljum að bömin fínni að þefta er kirkjan þeirra forspil er spilað og kveikt er á altariskertum. Leggja umsjón- armenn mikið upp úr söng og bænum. Kenna þau börnun- um bænavers og bænir frá þeim sjálfum. Tekið er fyrir sérstakt efni fyrir hvem dag og sögð saga í tengslum við börn. Að þau geti beðið til Guðs og haft samfélag við Guð rétt eins og fullorðnir". Sigfús segir skólann fjöl- breyttan og að þau noti mikið af hjálpaitækjum. „Við skipt- umst á að segja sögur, setjum upp leikþætti, notum brúður með bömin? „Það hefur aukist mjög mikið að pabbarnir komi líka með bömunum“, segir Málfríður, „en það er skemmtilegast þegar að öll fjölskyldan kemur. Svo er alltaf þó nokkuð af öfum og ömmum“. Að sögn þeirra Sigfúsar og Málfríðar sjá þau kynslóða- skipti í sunnudagaskólanum og segja þau það vera mjög ánægjulegt. „Eg er ekki í vafa unt það að í kynslóðirnar endurnýjast f sunnudagaskólastarseminni og nú eru fyrstu börnin að koma með sín börn. Þannig að við fáum þau til baka“, segir Sigfús. Málfríður samsinnir því og segir gaman að upplifa þessi kynslóðaskipti. „Þegar við vorum að byrja fyrir 20 ámm þótti þetta framúrstefnulegt og mörgum fannst það ekki við 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.