Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 7
Börn á leikskólaaldri í Reykjanesbæ: Þriðjungur á biðlista -Abeins rúiri 20% starfsfóUts faglœrt Þriðjungur barna í Reykja- nesbæ voru á biðlista inn á leikskóla í desember á síðasta ári eða alls 275 böm og lýsti skólanefnd Reykjanesbæjar nýverið yfir áhyggjum sínum vegna þessarar stöðu mála auk þess sem mikill skortur er á fagfólki á leikskólum. Samkvæmt ársyfirliti yfir leikskóla Reykjanesbæjar voru börn á leikskólum í desember alls 521 eða 56% en börn á biðlista voru 29% prósent. Að sögn Guðríðar Helga- dóttur, leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar mun leik- skólinn að Vesturbraut 13 stytta biðlista eitthvað og verða þar starfræktar tvær deildar. Þörf er talin á nýjum leikskóla til viðbótar en taldi Guðríður þær hugmyndir ekki verða að veruleika í bráð. Börn í Reykjanesbæ eiga rétt á leikskólavist frá tveggja ára aldri og vildi Guðríður taka það fram að nú þegar hafa 47 böm á þeim aldri fengið inni á leikskólum. Börn einstæðra foreldra og börn með sérstakar aðstæður hafa for- gang. Félag einstœbra foreldra: Kaffikvöld í Stekk á föstudag Félag einstæðra foreldra heldur kaf- fikvöld föstudaginn 7. febrúar í Stekk kl. 20.30. Deild Félags einstæðra foreldra í Keflavík var stofnuð þann 27. mars 1994. Síðan þá hefur starfað 9 manna stjórn undir formennsku Katrínar Kristinsdóttur. Suðumesjadeild FEF hefur haldið félagsfundi á tjald- svæðinu Stekk og hefur mikið starf verið unnið á vegum félagsins og það tekið á dagvistarmálum. Nú hyggst félagið skoða ýmis mál sem varða einstæða foreldra í sveitar- félögum um land allt. Kristín Bragadóttir tók nýverið við foimennsku félagsins og á kafhkvöld- inu gefst færi á nánari uppiýsingum um hvar verði hægt að ná í formann og annað stjómarfólk ásamt öllum upplýsingum um félagsstarfsemina. Vestfirðingafélag Keflavíkur og nágrennis: SÓLARKAFFIÁ VÍKMIÁ LAUGARDAG í ár eru liðin 40 ár frá stofnun Vestfirðingafélags Keflavíkur og nágrennis. Það var stofnað 25. janúar 1957 af forvígismönnum ísfirðingafélagsins, eins og það hét þá, og öðrum aðfluttum Vestfirðingum. Aðalfundur félagsins var haldinn á Flug Café þann 12. janúar sl. Og var á fundinum kosinn ný stjóm og nýr formaður, Ævar Einarsson, og er ffáfarandi stjóm þökkuð frábærlega vel unnin störf. Gunnar Sveinsson hefur verið ritari félagsins frá stofnun 26. janúar 1957 og fram að aðalfundi. Hann hætti því eftir 40 ára starf á aðalfundinum. Á þessum tímamótum er ætlunin að glæða starfið enn frekar og eru allir sem áhuga hafa og vilja vera með, velkomnir og geta skráð sig í félagið hjá formanni í síma 421 -3230. Hið geysivinsæla Sólarkafft verður haldið að þessu sinni í húsi VSFK, Víkinni þann 1. febrúar nk. og vill stjóm félagsins hvetja alla til að mæta og fagna afmæli félagsins, nánari upplýsingar verður að finna í auglýsingu. sólarkaffi Púttað um Rastarskjöldinn Púttmót í Röstinni þar sem keppt var urn Rastarskjöldinn fór fram 16. jan. sl. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og urðu úrslit ftessi. Karlar 1. Þorgrímur Kjartansson 2. Högni Oddsson 3. -4. Margeir Jónsson 3.-4. Henning Kjartansson. Konur 1. Jónína lngólfsdóttir 2. Vilborg Strange 3. -4. Elísabet Halldórsdóttir 3.-4. Ólafía Sigurbergsdóttir. AFMÆLI Örn Erlingsson útgerðarmaðurog fyrrverandi skipsstjóri \ erður 60 ára 3. febrúar nk. Hann býður vinuni kunn- ingjutn að Ivfta með sér glasi á afmælis- daginn kl. 17:30 til 20.00 í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, Reykjavík. Reykjanesbær greiðir að hluta niður vistun hjá dagmæðrum í Reykjanesbæ samkvæmt tímafjölda og voru böm vist- uð hjá dagntæðrum í desem- ber 1996 132 talsins í mismunandi langri vistun. Mikill skortur er á fagfólki á leikskólunt Reykjanesbæjar og eru einungis 18 leik- skólakennarar af 102 starfs- mönnum. Hlutfall faglærðs starfsfólks á leikskólum Reykjanesbæjar er því 23,2%. Niðurrifsstarfsemi Leikfélags Kefiavíkur í kvöld kl. 20 ad Vesturbraut 17 verður verkáætlun vegna framkvæmda kynnt. Allir félagar í Leikfélagi Keflavíkur sem ætla að leggja hönd á plóginn mæti og skrái sig sem sjálfboðaliða. Niðurrif hefst um helgina. P.s. Allir vinnusamir leikhúss- unnendur eru velkomnir. Niðurrifsnefnd L.K. Menningarnefnd Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu Samkvæmt samþykktum nefndarinnar auglýsir nefndin eftir umsóknum um styrki í mars og september ár hvert og veitir þá eins fljótt og hægt er eftir það. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12. Umsóknir skulu hafa borist Menningarnefnd Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík fyrir 21. febrúar. Auglýsing um breytingu á umferð í Reykjanesbæ- Ákvedið hefur verið, að fella úr gildi tímabundnar breytingar á umferð frá 20. okt. 1995, sem gerðar voru vegna grjótflutninga frá Helguvík til Keflavíkurhafnar. Á eftirtöldum stöðum verðurumferð þvíþannig á nýjan leik: Á gatnamótum Grófar og Bergvegar gildir almennur umferðaréttur. (varúð til hægri) Tvístefna verður frá Duustorgi að smábátahöfn við Gróf og biðskylda á umferð frá smábáta-höfninni gagnvart Duusgötu. Biðskylda verðurá umferð af Básvegi gagnvart Vatnsnesvegi. Biðskylda verður á umferð af Bryggjuvegi gagnvart Vatnsnesvegi og Víkurbraut. Breytingar þessar taka gildi þriðjudaginn 4. febrúar 1997 kl. 8:00 Bæjarstjóri Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.