Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 14
évalt hjá évölu! Svala Georgsdóttir úr Grindavík lét jboð ekki á sig fá þó svo hann blési hressi- lega um síðustu helgi og gengi á með blindbyl. Hún og stílistinn okkar, Kristín Stefánsdóttir, völdu fatnaðinn fyrir myndatökuna. Þar átti að ögra veður- guðunum... Anna Kr. Hjálmarsdóttir (sími 426 7340) sá um förðunina og Hársnyrtistofan Rossini í Grindavík sá um hárgreiðsluna, áður en hún fauk út í veður og vind i suð-vestan stormi... Hilmar Bragi var á bakvið myndavélina og þetta er árangurinn. Fleiri myndir af Svölu birtast síðar... Annáll ársins 1996 hjá Brmvornm Suiurnesjo Inngangur Arið 1996 var viðburðarríkt hjá Brunavörnum Suðurnesja. Miklar framfarir urðu hjá slökkviliðinu í kjölfar skipu- lagsbreytinga sem gerðar voru á rekstrinum. Markviss stefna var tekinn í þjálfun, 250 kennslu- stunda Neyðarflutningsnám- skeið var haldið hér í heima- byggð fyrir slökkvi 1 iðs- og sjúkraflutningamenn sem upp- fyllir ýtrustu gæðastaðla. Starfsemi Brunavama Suðurnesja Hjá Brunavörnum Suðumesja em 15 stöðugildi auk 11 manna varaliði til stuðnings. Útkallssvæði er ffá Reykjanes- vita til Lónakots í Hvassa- hrauni, utan Keflavíkurflug- vallar, Grindavíkur og Sand- gerðis. Einnig halda Bruna- vamir Suðumesja uppi eldvam- areftirliti. Brunavamir Suðumesja sinna einnig sjúkraflutningum um öll Suðumes utan Grindavíkur og vom um 1150 sjúkraflutningar á svæði Brunavama Suðumesja árið 1996. Þá er rekin í umboði Bruna- vama Suðumesja Vaktþjónusta fyrir brunaviðvörunarkerfi, þjófaviðvörunarkerfi og neyð- arhnappa. Mikil aukning varð hjá Vaktþjónustu í byrjun árs 1997 þegar samningur við Reykjanesbæ var gerður um vöktun á 27 fyrirtækjum Reykjanesbæjar. Skipulagsbreytingar Þær breytingar urðu á rekstr- inum á árinu að ráðinn var nýr slökkviliðsstjóri. I kjölfar ráðningar hans voru gerðar innanhússkipulagsbreytingar. Með aukinni hagræðingu og til- færslum starfsmanna var fjölg- að um einn mann á hverri vakt og ráðið innanhúss í tvö stöðu- gildi, aðalvarðstjóra og þjálfun- arstjóra. Þetta er fyrsta íslenska slökkviliðið sem ræður til sín þjálfunarstjóra. Sjúkraflutningar Sjúkratlutningar á Suðumesjum eru reknir í samvinnu við Rauðakross deild á Suður- nesjum sem leggur til þrjár sjúkrabiffeiðar og búnað í þær. Farnir voru 1149 sjúkraflutn- ingar og var um fjórðungur þeirra bráðaflutningar og slys. Áföll ársins En ekki var árið alveg áfalla- laust, má þar helst nefna mann- tjón þegar eldur kom upp í íbúð að neðrihæð við Ásabraut í Keflavík. Einnig áttu sér stað tveir stórbmnar þetta ár og er það mjög svo óvenjulegt að tveir stórbmnar beri upp sama ár hjá sarna bæjarfélagi. Þetta voru brunar í Byggingar- vömverslun Kaupfélagsins Jám og Skip og nú rétt fyrir áramót bmninn í Trésmiðjunni Vflcurás. Mikið fjártjón varð hjá báðum þessum fyrirtækjum og varð þetta mikill missir fyrir bæjar- félagið. Fljótlega varð húsnæði kaupfélagsins endurbyggt og rekur Byko þar byggingarvöru- verslun. Það varð einnig öllum bæjarbúum mikill missir þegar eitt stærsta iðnfyrirtæki á Suðurnesjum trésmiðjan Vík- urás brann. En vonast er til að eigendur þess nái að hefja sam- bærilegan rekstur að nýju og kentur það okkur ekki á óvart, þar sem þeir hafa sýnt það undanfarin ár að dugnaður er þeirra aðalsmerki. Brunaútköll Brunaútköll vom samtals 163 á árinu, þar af var eldur í 61 til- felli. Hér er gert grein fyrir þeim helstu:. Fyrsta brunaútkall ársins 1996 varð kl. 6:49 á Nýárs- Svona var aðkoman aó Víkurási þegar fyrstu menn komu á vettvang. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.