Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 15
dagsmorgun en þá kviknaði í íþróttahúsi bæjarins, skemmdir á húsnæðinu urðu mjög litlar. Þann 17. mars hlekktist tveggja hreyfla flugvél á í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og nauð- lenti hún við íbúðarbyggð í Njarðvík. Greiðlega gekk að ná fiugmanninum úr ttakinu og meiddist hann lítilsháttar. Mikil íkveikjuhætta var á staðnum. Þann 26. júní kom útkall í Fiskverkun að Hrannargötu 4. Þegar að var komið var mikill reykur í byggingunni og voru strax sendir inn reykkafarar. Mikill eldmatur var í húsinu og töluverður eldur í rusli á miðju gólfi sem logaði upp í þak. Eldurinn var fljótt slökktur og tjón óverulegt. Þann 29. júní kl 15.19 barst tilkynning um eld í bygging- arvöruversluninni Jám og Skip. Þegar komið var á vettvang var mikill eldur í timburporti, eld- tungur stóðu upp frá húsinu og greinilegt að eldurinn hafði haft tækifæri til að ná sér vel á strik. Allt tiltækt slökkviiið var sent á staðinn og kallað til aðstoðar nágrannaslökkvilið Kefla- víkurflugvallar og Sandgerðis. Slökkvistarf stóð yfir til miðnættis og varð fjárhagslegt tjón mjög mikið án þess að nokkuð væri við ráðið, þrátt fyrir mikinn liðsstyrk þriggja slökkviliða. Húsið var mjög stórt og mikið af brennanlegu efni þar innanhús. Fullvíst er að um íkveikju af mannavöld- um liaft verið að ræða. Þann 4. júlí kviknaði eldur í íbúð á neðri hæð í tveggja hæða íbúðarhúsnæði við Reykjanesveg í Njarðvík. Töluverður eldur var í herbergi þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykkafarar fóru inn en tbúðin var mannlaus. Var eldurinn fljótt slökktur og íbúðin reyklosuð. Kviknað hafði í rúmi og rúmfatnaði, töluverður reykur komst í íbúð efri hæðar. Þann 28. ágúst kom upp eldur í bílskúr við Móavegi í Njarðvík. Þegar slökkvi 1 iðið kom á vettvang var skúrinn nánast alelda. Ibúðarhúsið er sambyg- gt skúmunt og hafði eldur læst sig í baðherbergisglugga og þakkant hússins. Litlar skemmdir urðu á húsinu nenta hvað að baðherbergisglugginn og ytri klæðning þakkants brann. Töluverðar skemntdir urðu á skúmunt Þann 16. september gerðist sá hörmulegi atburður að maður brann inni í íbúð á neðri hæð í tveggja hæða íbúð við Ásabraut. Mikill eldur var í einu herbergi og fóru reykkaf- arar strax inn í íbúðina, þar fundu þeir húsráðanda látinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverðar skemmdir urðu af völdurn hita og reyks. Þann 20. nóventber var slökkvilið kallað að trésmiðj- unni Víkurás við Iðavelli, en sjónarvottar sögðust hafa séð eldglæringar frá afsagsbrennara sem er notaður til upphitunar hússins. Engin eldur var sjáan- legur í spónabrennaranum, en þar sem húsið er ein af mestu eldáhættuni sveitarfélagsins var ákveðið að hafa öryggisvakt við húsið alla nóttina. Ekki kom upp eldur þá nóttina en því miður var ekki liðin nema um einn mánuður þegar aftur kom brunaútkall að Víkurási og þá öllu alvarlegra. Þann 12. desember bámst eld- boð um Brunaviðvörunarkerfi tengt Vaktþjónustu Brunavama Suðurnesja frá Bambuskof- anum sem er veitingahús að Hafnargötu 26. Þegar slökkvi- liðið kom á staðinn var tölu- verður eldur og reykur í húsinu. Reykkafarar fóru inn og kont í ljós að rekstraraðili hússins var inni. Var eldurinn fljótt slökkt- ur, og viðkomandi fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja vegna reykeitmnar. Littlar skemmdir urðu á húsnæðinu, litlu mátti muna. Fullvíst er að viðvömn- arkerfi hússins hafi bjargað bæði manntjóni og miklu eignartjóni. Þann 29 desentber 1996 var slökkviliðið boðað að tré- smiðjunni Víkurás. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, logaði mikill eldur í suðuhlið hússins og inní viðgerðarrýnti. Gríðarlegur hiti myndaðist fljótlega og urðu því reykkaf- arar að flýja norðurhluta vélarsals, einn slökkviliðsmaður Aáhonuw oij Sldp líeíiar lyrstu slölikvilids- weiiii l(omii ,i vettvamj. brenndist í andliti. Eldurinn magnaðist og varð vélasalurinn alelda í yfirtendrun með þeim afleiðingum að gluggar í austurhlið spmngu. Kallað var til allt tiltækt slökkvilið og fengin aðstoð nágranna- slökkviliða, slökkviliðs Kefla- víkurflugvallar og slökkviliðs Sandgerðis. Slökkviliðsmenn fengu aðstoð björgun- arsveitarmanna og lögreglu í baráttu við eldinn alla nótti- na en urðu því miður að viðurkenna sig sigraða gegn , þessum mikla eyðilegging- armætti. Húsið gjöreyðilagðist í brunanum svo og vélar og framleiðsla fyrirtækisins. Fullvíst er talið að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða. Útkallstyrkur Slökkviliðsins Slökkvilið Brunavarna Suð- umesja er rekið af sameiginlega reknu sveitarfélögunum á svæðinu og ákvarðast út- kallsstyrkur þess af eign- araðilum. Að staðaldri er þriggja manna vakt hjá Bruna- vömum Suðumesja þar sem að tveir menn ásamt slökkviliðs- stjóra, eða f>eim stjómenda sem er á bakvakt fara af stöð í brunaútkall. Þegar um stærri elda er að ræða verður að kalla út viðbótarmenn. Þeir mæta þá á stöð og taka viðeigandi búnað til starfsins og lengir þetta útkallstímann. í tilfellum þar sem mannfæð er, skipta eld- varnir í byggingunni sem og fyrstu mínútumar í slökkvistarfi höfuð máli og er tvímælalaust vendipunktar svo vel fari. Tilgangur eldvamareftirlits og brunareglugerða er forvarnir með áherslum á björgun mannslífa, hindrun útbreiðslu elds með bmnaltólfun og útlof- tun byggingar. Því miður er viðhorf margra þess eðlis að vanvirðing er borin fyrir kröf- um og ráleggingum Eid- varnareftirlits. Vonandi sjá menn að góðar eldvarnir eru gmndvallaratriði í slökkvistörf- um og þá sérstakelga þegar um mennt slökkvilið er að ræða. Við getum skoðað marga stór- bruna á svæði Brunavarna Suðumesja sem og á landsvísu, þar blasa við staðreyndir um vanefndir í eldvömum. Hér er um háalvarlega hluti að ræða sem verður að taka á, það er aldrei of seint og hvet ég ykkur til þess! Meö fyrirfram þökk og samstaifskveðju, Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Opinn fundur Brunavarna Suðurnesja Slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja boðar til opins fundar föstudaginn 31. jaúnar frá kl. 14:00 til 17:00 á Glóðinni, Keflavík. Markmið fundarins er að ná athygli forráðamanna fyrirtækja og bæjarbúa um áhrif, samvirkni eldvarna og slökkvistarfa þar sem teknir verða fyrir stórbrunar á svæði Brunavarna Suðurnesja 1996. Dagskrá fundarins: Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri setur fundinn og felur Ellert Eiríkssyni bæjarstjóra fundarstjórn. Mælendur verda: Starfsemi Víkurás. Eldvarnir í Víkurási og Járn og Skip Fyrsta adkoma að eldstað (Víkurás) Frammkvæmd sl.starfs í stórbruna Bruni í trésmiðju í Hafnarfirði. Brunarannsóknir. Samstarfssamn. slökkviliða á Suðurnesjum Slökkvilið Reykjavíkur, stórbrunar. Brunatæknileg hönnun í verksmiðjuhúsn. FuHtrúi Vátryggingafélags Öslands Pallborðsumræður (30-40 mínútur) Benjamín Guðmundsson framkv.stjóri Víkurás Örn Bergsteinsson, vara.sl.stjóri Baldur Baldursson aðalvarðstjóri Sigmundur Eyþórsson sl.stjóri Helgi Ævarsson sl.stjóri Hafnarfirði Ranns.lögreglan í Keflavík. Haraldur Stefánsson slökkviliðstjóri Keflavíkurflugvelli. Hrólfur Jónsson sl. stjóri Reykjavíkur Guðmundur Gunnarson, tæknifr. frá Brunamálastofnun Ríkisins. Tjónamat og þáttur tryggingafélaga. Mælendur sitja fyrir svörum. Forráðamenn fyrirtækja og stofnanna eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri B.S. Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.