Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 11
Hvað segja stuðningsmenn? Jón Eysteinsson: Höfum Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR: Frábært að fá annað tækifæri „Úrslitaleikur Bikarkeppn- innar er stærsti einstaki leikur tímabilsins og það er frábært að fá annað tækifæri til að komast í hann, það eru ekki allir svo heppnir. Ég tel það mjög heppilegt að sömu lið í karla- og kvennaflokki leiki til úrslita upp á stemminguna að gera og það verður enn fjölmennara fyrir vikið og stemmingin eflaust gríðarleg. I þessum leikjunt gera allir sitt besta og það munum við san- narlega gera“, sagði Hrannar Hólm þjálfari KR sem „datt“ út úr bikarkeppninni þegar hann var þjálfari Njarðvíkur en er nú mættur galvaskur á ný með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Þegar Hrannar var spurður um Keflavíkurliðið sagði hann það vera besta liðið á Islandi í dag. Þar væri engan veikan hlekk að finna en þeir væru ekki ósigrandi enda hafí Njarðvík unnið þá í haust og sömuleiðis Haukar. „Þeir eiga eftir að tapa aftur og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur á laugardaginn. Hver veit nema við komum með eitthvað nýtt til að koma þeint úr jafnvægi. Við höfum ekki verið að fá á okkur mörg stig að undanfömu þannig að vörnin er góð en til þess að vinna Keflavík þuifum við að eiga toppleik og spila af fullri einbeitningu allan leikinn. Það þýðir ekki að leika þeina bolta sem er mjög hraður þótt við getum það einnig. Við verðum að stjóma hraðanum, sækja inn að körfunni og nota okkar hávöxnu, sterku menn en Jonathan Bow er enn ekki orðinn góður af meiðslum og það getur sett stórt strik í reikninginn." Að lokunt var Hrannar spurður út í kvennaleikinn og sagði hann ómögulegt að segja til um hvemig sá leikur færi. Sigurinn gæti hæglega lent hvorum megin sem er. Keflavík hefur verið sterkara en KR sækir mjög á og tímaspursmál hvenær þær röndóttu ná að vinna. Þetta getur ekki verið skemmtilegri úrslitaleikur í kvennakörfunni því þessi tvö lið em lang best. Þad mun mikió mæda á Damon Johnson á laugar- daginn en margir telja hann besta útlendinginn í DHL deildinni. miklu meiri breidd „Strákamir okkar vinna þetta 95-78. Við höfum miklu meiri breidd. Það skiptir ekki máli þó að lykilmenn eigi ekki góðan leik það koma bara aðrir í staðinn. Eins og á móti Njarðvík á sunnudag þá áttu Guðjón. Albert og Falur allir slakan leik en það kom ekki að sök.KR hefur á að skipa stórum og sterkum ieikmönnum en þeir ná ekki að nýta þá nógu vel þannig að ég held að þetta verði bamingur fram í miðjan seinni hálfleik en síðan einstefna á körfu KR. Kvennaleikurinn verður mikill baráttuleikur og þar næst ekki jafn auðveldur sigur en sigur þó. Við vinnum þann leik 55-52. Stelpurnar okkar ná góðu forskoti í byrjun en KR nær að saxa vemlega á það í seinni hálfleik en Keflavík verður sterkara á endaspret- tinum", sagði Jón Eysteinsson. Sýslumaður. Ætlum að gera góðan dag betrí Hér skorar Kiddi „Gun" að skora i Lengjubikarúrslitaleiknum fyrr í vetur. Á minni myndinni er Erla Reynis en hún er einn af mátt- arstólpum Keflavikurkvenna. „Lukkustrákar eru 30 manna hópur vaskra drengja sem kemur saman einu sinni í viku, á sunnudagskvöldum og tippar á leiki vikunnar í DHL-deildin- ni. Fyrir hvern rangan leik greiðir maður 100 kr. sem er settur í pott. Þetta er ekkert há upphæð hverju sinni, svona u.þ.b. 200 kr. á mann. I lok tímabilsins er síðan valin besti leikmaður Keflavíkur og Njarðvíkur og þeim boðið út að borða og skemmta sér með Lukkustrákum fyrir andvirði pottsins auk vaxta. Auk alls þessa gefum við út blaðið Lukkupésinn sem dreift er á leikjum Keflavíkur", sagði Sigtryggur Steinarsson for- maður Lukkustráka. Nú standið þið fyrir sætaferð á Glaumbar fýrir leikina? ,Já, þá verður dagurinn tekinn snemma. Lagt verður af stað frá S.B.K. kl. 10.00 og kostar u.þ.b. kr. 500 og öllum frjálst að mæta. Við ætlum að vera á Glaumbar til svona hálftvö og horfa á gamlan Bikarúrslitaleik með Keflavík svo maður verði nú orðinn vel heitur þegar fjörið byrjar en stefnt er að því að fara í Höllina um hálftvö. Við gerðum þetta þegar Lengju- bikarúrslitin voru og þá tókst -segir Sigtryggur Steinarsson formaður Lukkustráka þetta mjög vel og það verður án efa ekki minna fjör nú.“ Verður fjörið nokkuð svo mikið að þið verðið Suðumesjamönn- um til skammar? „Nei, nei, alls ekki þetta er ein- ungis gert til að gera góðan dag enn lengri og skemmtilegri, ekki til að vera með eitthvað Að lokum hverjir vinna? „Keflavík vinnur báða leikina það er öruggt en þó ekki stórt, þetta verða jafnir leikir, svona alveg eins og bikarúrslitaleikir eiga að vera“, sagði Sigtryggur Lukkuformaður að lokum. HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA I HOLLINA - ÁFRAM KEFLAVÍK! Rafbuð RÓ Tannlæknasipfa Jóns Björns Tjarnargötu 2 <Ö S.B.K. Tannlæknastofa Einars og Kristínar Skólavegi 10 Víkurfréttir BLAÐAUKI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.