Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 2
Fasteimasalan HAFNARGÖTU 27 ■ KEFLAVÍK O SÍMAR4211420 OG4214288 Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Smáratún 18, Kcflavík 98 ferm. einbýli ásamt 50 ferm. bflskúr. Eftirsóttur staður. Hagstætt lán Húsnæð- isstofn. áhvílandi kr. 5,4 millj. með 5,1% vöxtum. 9.400.000,- Sunnubraut 9, Kcflavík 123 ferm einbýli ásamt 28 ferm. bílskúr. Búið að skipta um skolplögn og flesta glugga á n.h. Skipti á minni fasteign koma til greina. 8.000.000,- s T—11, | É 31 10| 1 Hringbraut 77, Keflavík 196 ferm. hæð og kjallari. Rúmgóð 3ja herb. íbúð á hæðinni og 4 svefnherb. í kjal- lara. Þessi fasteign gefur ýmsa möguleika til breytinga. Skipti á 2ja eða 3ja herb. íbúð mögu- leg. 8.000.000,- Fífumói 5a, Njarðvík 2ja lierb. íbúð á 3. hæð. Mjög góðir greiðsluskilmálar. M.a. hægt að taka bifreið uppí útborgun. 3.900.000,- Hringbraut 44, Keflavík 2ja lierb. íbúð á 2. hæð. Stór glæsileg eign. Hagst. lán áhví- landi' 4.300.000,- Heiðarbraut 3d, Keflavík 170 ferm. raðhús ásamt 29 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi m.a. ný tekið í gegn að utan. Hellulögð sólverönd er VÍðhÚSÍð' 10.600.000,- Smáratún 41. Keflavík 132 femi. 4ra lierb. efri hæð ásamt 34 ferm. bílskúr. Ibúðin er nýmáluð og í mjög góðu ástandi. Eftirsóttur staður. Laus strax. Nánari uppl. um söluverð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Fastei vnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK Qj SÍMAR421 1420 OG 421 4288 Þórustígur 18, N jarðvík 63 ferm. n.h. með sérinngangi. Hagstæð Húsbréfalán áhvílan- di. Mjög góðir greiðslu- skilmálar. Utborgun kr. 200 þús. 4.500.000.- Hátún 4, Keflavík 3ja herb. n.h. Nýtt járn á þaki og húsið er klætt að utan með álklæðningu. Hagstæð Bygg- ingarsjóðslán áhvíl. Eftirsóttur staður. Mjög góðir greiðslu- skilm. Útborgun kr. 300 þús. 5.000.000,- ij/i/fieiji/ 'iminsi Heiðarbraut ld, Njarðvík 152 ferm. raðhús ásamt 30 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Laust strax. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Út- borgun kr. 500 þús. 10.500.000,- Ránarvellir 12, Keflavík 140 ferm. nýlegt raðhús. Skipti á minni fasteign koma til greina. Laust strax. Mjög hagstæð Byggingarsjóðslán áhvflandi með 4,9% vöxtum (4 millj.). 9.500.000,- Hæðargata 13, Njarðvík 136 ferm. einbýli ásamt 37 ferm. bílskúr. Góður staður. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Laust strax. 9.500.000,- Heiðarvegur 10, Keflavík 180 ferm. parhús ásamt 35 ferm. bílskúr. Húsið er ný- standsett m.a. ný teppi. dúkar, fltsar á anddyri og baðherb. Mjög vönduð eign. Skipti á minni fasteign koma til greina. Laust strax. Góðir greiðs- luskilmálar. 10.200.000,- I---------------------------------- | ll Þorsteinn GK strandar við Krísuvíkurberg: | Leit hafin að nýju skipi ! í stað Þorsteins GK Nú er ljóst að netabátnum Þor- steini GK 16 sem strandaði undir Krísuvíkurbergi sl. mánu- dag verður ekki bjargað en skipið lemst nú við bjargið. Eig- endur skipsins eru þegar byrjað- ir að leita að nýju skipi en Þor- steinn GK var tryggður fyrir 85 milljónir. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LIF bjargaði 10 manna áhöfn Þorsteins GK sl. mánudag þeg- ar skipið rak vélarvana að landi undir Krísuvíkurbergi eftir að hafa fengið net í skrúfuna. Björgunarmiðstöð Slysavama- félagsins kallaði út björgunar- sveitir á svæðinu og héldu fé- lagar úr Þorbimi í Grindavík og Mannbjörgu í Þorlákshöfn á staðinn auk Fiskikettar í Hafn- arfirði sem einnig skoðaði að- stæður á strandstað sl. þriðjudag í samráði við tryggingafélag skipsins. Skipstjóri tilkynnti að skipið væri vélarvana kl. 14.40 og þegar að annað akkeri skipsins slitnaði kl. 15.39 var ákveðið að flytja áhöfnina frá borði. Sex menn voru hífðir um borð í þyrluna en skipstjórinn og þrír til viðbótar freistuðu þess áfram að bjarga skipinu með aðstoð Freys GK sem var skammt und- an. Þegar að seinna akkerið slitnaði vom skipverjamir fjórir hífðir um borð í þyrluna. Björg- unarbáturinn Hannes Þ. Haf- stein var sendur frá Sandgerði og fékk hann á sig brot suður af Hafnarbergi. Ekki urðu þó stór- vægilegar skemmdir á bátnum og liélt hann aftur til hafnar þegar fréttist að skipsverjum hafði verið bjargað. Þorsteinn GK 16 er 179 brúttó- rúmlesta stálbátur sniíðaður í Noregi 1963. Hóp hf. hefur lengst af gert hann út en fyrir- tækið er með fiskvinnslu í Grindavík og hefur afli skipsins verið undirstaða hráefnisöflunar fyrirtækisins. Skipstjóri á Þor- steini GK er Asgeir Magnús- son, Sveinn Arnarsson fyrsti stýrimaður, Gunnar Einarsson yfirvélstjóri, Helgi Hrafnsson 2. vélstjóri, Árni Helgason mat- sveinn og hásetarnir Daníel Eyjólfsson, Þórarinn Sigvalda- son, Vilhelm Arason, Kistján Ásgeirsson og Olafur Vilberg Sveinsson. SKEMMTIKVÖLD Knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldið laugardaginn 15. mars í KK-salnum. Boðið verður upp á mat, drykk, skemmtidagskrá og happdrætti. Hjálmar Árnason verður veislustjóri. Leikmenn mfl. Keflavíkur verða á skemmtikvöldinu. Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð 2500.- Miðapantanir hjá Kjartani Mássyni í síma 421 5188 eða á kvöldin í síma 421 3996. AÐALFUNDUR Félags urigra jafnadarmanna í Reykjanesbæ verdur haldinn ad Hafnargötu 31, 3. hæð, laugardaginn 15. mars kl. 13:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.