Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 19
H Heiða Birna Guðlaugsdóttir fermist 16. mars: Hannaði fermingarkjólinn sinn sjálf Heiða Birna Guðlaugsdóttir býr í Keflavík og fermist í Keflavfkurkirkju 16. mars nk. Hún hefur sótt fermingar- fræðslu í vetur hjá sr. Olafi Oddi Jónssyni og Sigfúsi B. Ingvasyni og á aðeins eftir að Iæra trúarjátninguna að sögn. Heiða segist fermast til þess að játa trú sfna á Guð en hún bætir því við að sumir fennist líka til þess að fá gjafir. „Eg hef alltaf verið trúuð og trúi á Guð og Jesú krist“, segir Heiða ákveðin og segist hún oft fara með bænir. „Ég fer ekki með neina sérstaka bæn heldur bið ég oft fyrir fjöl- skyldu minni“. Þegar Heiða er spurð að því hvort hún sé komin í fullorðinna manna tölu eftir ferminguna segist hún ekki trúa að hún breytist mikið. „Mér finnst það ekki, mér finnst ég allavegana ekki vera fullorðin. En það eru ýmsir hlutir sem ég má gera eftir ferminguna eins og að Heida Birna Gudlaugsdóttir fermist 16. mars nk. setja strípur í mig og klippa mig. Svo má ég ekki setja fleiri eymalokka í mig íyrr en eftir ferminguna. Ég er með tvo núna og langar til þess að fá mér fleiri", segir Heiða og hlær. Kvíðir þú fyrir einhverju í fermingunni? „Já ég kvíði fyrir því að fara með trúarjátninguna því ég kann hana ekki ennþá. Svo kvíði ég fyrir því að ganga upp að altari því ég verð í síð- um kjól og ég er hrædd um að ég stígi á faldinn“, segir Heiða og brosir. „Svo fer ég bara alltaf að hlægja, ég ræð ekki við mig“. Heiðu langar í græjur í fenn- ingargjöf en auk þess langar henni í pening. Hún afsakar sig þó um leið og hún nefnir það og segir að það gæti kannski litið út eins og græðgi en peningana ætlar hún að leggja inn í banka til þess að nota í utanlandsferð. Heiða hefur gaman af mynd- mennt enda langar hana að læra fatahönnun í framtíðinni. Hún hannaði fermingarkjólinn sinn sjálf og er hann dökkblár og dragsfður, ermalaus og með stuttum kraga sem er vin- sælt hjá ungum fermingar- stúlkum í dag. Fermingarhárið í ár: Bnfaldar greiðslur -segir Hjördís Hilmarsdóttir á hárgreiðslustofunni Capello „Við bjóðum upp á einfaldar greiðslur. Það verða engar kmllur eða slöngulokkar í ár“, segir Hjördís Hilmarsdóttir sem rekur hárgreiðslustofuna Capello ásamt Svölu Ulfars- dóttur og Jóhönnu Oladóttur. „Hárið er ntikið tekið upp að framan og hluti hársins hafður sléttur. Vöfflur eru mikið not- aðar og settar í lokk sem ligg- ur niður að aftan. Skrautið sem notað er í hárið er mis- jafnt og er mikið að breytast. Það er orðið mikið meira um spennur, perlur og semalfu- steina í staðinn fyrir blómin sem hafa verið notuð. Ég tel að stelpumar eigi að fá að vera stelpulegar og reyni ég að hafa hárgreiðslunar lát- lausar og nota þá vöfflur í staðinn fyrir slöngulokka", segir Hjördís. Strákarnir verða heldur ekki útundan og að sögn Hjördísar fá þeir sér léttar stnpur og er hárið að lengjast. Auk þess eru bartamir vinsælir. Stúlkan á myndinni er með einfalda fermingarhár- greiðslu og hárid skreytt með perlum. Fermingar- feröalagiö ýkt gaman -segir Olafur Viggó Thordesen úr Keflavík eu hann fermist ót Pálmasunnudag Óafur Viggó Thordesen fer- rnist á pálmasunnudag og hefur líkt og Heiða sótt fermingarfræðslu í vetur hiá Olafi Jóns- syni og sr. Sigfúsi B. Ingvasyni. Að hans sögn hefur f e r m - ingarundir- búningurinn bæði verið fræðandi og s k e m m t i - legur og þegar hann er spurður að því hvað felist í fermingu svarar hann eftir stutta umhugsun „Maður gengur í gegnunt skírnina aftur og staðfestir að maður trúir á Guð“. Ólafur segir krakka líka fermast út af gjöfununt og af því að allir gera það. Femtingarböm fóm í fenn- ingarferðalag í Vatnaskóg sl. haust þar sem þau gistu í eina nótt og skipulögðu m.a. messu í Hallgríms- kirkju í Saurbæ. „Fenning- arferðalagið var ýkt gam- an“, segir Ólafur ákveðinn. Ólafur er trúaður og fer hann stund- um með faðir vorið að eigin sögn. Helst kvíðir hann fyrir því að ganga til alt- aris á ferm- ingardaginn og frnnst hon- um hann ekki verða fullorð- inn við það eitt að ferm- ast. Þó segist liann ekki niega lita á sér hárið eða eitthvað slíkt fyrr en eftir fermingu. Óskafermingargjöfin er græjur sem geta geymt 61 geisladiska með hátölurum og útvarpi „eins og ég sá auglýst í dagblaðinu á blað- síðu fjögur", segir Ólafur og hlær. Áhugamál Ólafs eru fþróttir og æfir hann körfubolta með 8. flokki Kefavik. Skeytasala Víkverja Skeytasala Víkverja verður starfrækt í húsvarðaríbúðinni í Stapa alla fermingardagana þ.e. 16, 23, og 27. mars frá kl. 10.00 til 19.00. Símaþjónusta verður í síma 421-5966. Eyðublaðið kostar 400 krón- ur og eru öll skeytin tölvuprentuð. Eins og flestum er kunnugt er joetta aðalfjáröflun fyrir skátafélagið og vonumst við til að svo rnegi vera áfram. Vonandi helst sú lietð áfram að fólk sendi bömum og foreldrum skeyti og kveðjur á ferm- ingardaginn. Öll eigum við fenningarskeytin okkar og gaman er að skoða þau eftir mörg ár og rifja upp minningar. Megi skátastarf dafna vel og lengi um ókomna tíð í bænum okkar. Ykkar stuðning- ur er okkar hvatning í starfi. Skátafélagið Víkverjar FRETTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ÍSÍMA 854 2917 AMERÍSK FERMINGARÚ TWIN 97x190 sm. kr. 24.600.- stálgr. 3.900.- TVIN XI 97x203 sm. kr. 29.100.- stálgr. 3.900.- FULL 135x190 sm. kr. 33.100.- stálgr. 4.900.- FULLXL 135x203 sm. kr. 39.100.- stálgr. 4.900.- QUEEN 152x203 sm. kr. 39.900.- stálgr. 5.600.- Fermingorgiölin' °| . er Senly omeriskt rum tr“ EX Vi»s«n,leg«st ge.» 1 ÖðbUuiti h ÚftjÖtjU Hafnargötu 57 - Kjarna sími 421 1099 Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.