Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 15
Keflavíkurkirkja ríður á vaðið fyrst kirkua með fræðslustundir um sjálfsímynd: Opmshá nnræða um sam- hynhneigð, sjálfsvíg og ..Þelta gekk mjög vel og ljóst að verkefnið var þarft“, sagði Lára G. Oddsdóttir, guðfræð- ingur og verkefnisstjóri með kyrrðar- og fræðslustundum sem voru í Keflavíkurkirkju undanfarin fjögur fimmtu- dagskvöld undir yfirskriftinni Samræða um sjálfsímyndina. Þessum fræðslustundum lauk með samræðu sex fyrirlesar- ara á laugardag sent allir höfðu tekið fyrir ákveðin mál- efni á fjórum fimmtudags- kvöldum á undan. Þetta voru þau Sigurlína Davíðsdóttir, háskólakennari sem fjallaði um fíkniefnavandann og sjálfsfmynd alkóhólistans, Sæmundur Hafsteinsson, sál- fræðingur ræddi um sjálfsí- myndina og Guðrún Eggerts- dóttir, djáknanemi um sjálfs- víg. Þær Jóna Lísa Þorsteins- dóttir, guðfræðingur og Mar- grét Pála Ólafsdóttir, leik- skólastjóri veltu upp ýmsum hliðum á samkynhneigð. Markmiðið með þessum fræðslustundum var að sögn Láru G. Oddsdóttur að fjalla um framangreind málefni á málefnalegum gmnni og auka skilning á margbreytileika lífsins og skapa umburðar- lyndi og einingu í margbreyti- leikanum. Atakið er unnið í samstarfi við Fræðsludeild og þjóðmálanefnd kirkjunnar og nefnd á vegum kirkjunnar um málefnið samkynhneigð og kirkja en á Kirkjuþingi 1996 var samþykkt að fela nefnd- inni áframhaldandi starf sem m.a. felst í því að „nefndin efni til nærfærinnar og ein- lægrar umræðu og fræðslu í kirkjunni um málefni sam- kynhneigðra". I samræðunum í Keflavíkur- kirkju á laugardag þökkuðu fyrirlesararnir Keflavíkur- kirkju fyrir að ríða á vaðið með þessum fræðslustundunt. Voru þeir almennt sammála því að kirkjan væri vel búin sem regnhlíf yfir svona mál- efni. „Það vantar stundum kjark til að takast á við ýmis mál í þjóðfélaginu. Þekking eyðir fordómum og því er öll umræða um þessi viðkvæmu mál af hinu góða“, sagði Sæ- mundur Hafsteinsson, sál- fræðingur. Félag einstœðra foreldra: Suðumesjadeild félags einstæðra foreldra á Suðurnesjum mun standa fyrir nántskeiði um með- virkni í Stekk við Samkaup á miðvikudagskvöldum. Leitast verður við að fara ofan í rót með- virkninnar og leiðir fundnar út úr vandanunt. Leiðbeinandi er Ragnheiður Óladóttir og verður boðið upp á fyrirlestra, hópa- vinnu, hugleiðslu og samskipta- ætingar. Ahugasamir eru beðnir um að snúa sér til formanns fé- lagsins á Suðumesjum Kristínar Bragadóttur í síma 421-3667 fyrir 20. mars. Félagsfundur verður haldinn í Stekk miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Gestir fundarins verða lögfræðingur félagsins Katrín Theódórsdóttir og félags- ráðgjafinn Oktavía Guðmunds- dóttir. Munu þær gefa upplýsing- ar um félagslega og lögfræðilega stöðu ýmissa málefna sem ein- stæðir foreldrar velta oft fyrir sér. Félag myndlistumanna í Reykjanesbw: Fundur um húsnæði *.' Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ heldur fund í Kirkjulundi fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30. Á fundinum verður væntanlegt hús- næði félagsins rætt. Kirkjuvegur 11 Húsrtæðisnefnd Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvær íbúðir fyrir aldraða að Kirkjuvegi 11. Um er ad ræða: Einstaklingsíbúð á 3. hæð, stærð 47 fermetrar. Hjónaíbúð á 2. hæð, stærð 81,9 fermetrar. íbúðirnar eru félagslegar kaupleiguíbúðir með 15% hlutdeildareign. íbúðirnar eru til afhendingar í apríl 1997. Umsóknir skulu berast Húsnæðisnefnd fyrir 20. mars 1997. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, sími 421-6700 Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar. fpFEB FÉLAG ELDRI BORGARA SUÐ URNESJUM ELDRI BORGARAR Á SUÐURNESJUMl FEB hefur samið við Kaupfélag Suðurnesja um 10% afslátt af öllum vörum í verslunum Kaupfélagsins á Suðurnesjum (nema KASKO) dagana 20. - 26. mars n.k. Afslátturinn verður veittur gegn framvísun félagsskírteinis FEB. Skráning nýrra félaga í FEB er á öllum afgreiðslustöðum Sparisjóðsins á Suðurnesjum. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Kaupfélag Suðurnesja. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.