Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 23
Góður ár- angur á unglinga- móti KR Sundmenn úr sunddeild Keflavíkur náðu afbragðs ár- angri á unglingamóti KR sem fram fór um síðustu helgi. Alls kepptu um 60 sundntenn frá félaginu á þessu móti og stóðu þeir sig all flestir með mikilli prýði og bættu fyrri árangur talsvert. I flestum aldur- shópum átti félagið einn eða fleiri fulltrúa sem öttu kappi um efstu sætin og fór það svo að lokum að félagið haf- naði í öðra sæti í stigakeppni félaga. Þrír sundmenn úr félaginu náðu tilsettum tímalágmörkum fyrir þátt- töku í verkefnum unglinga- landsliðs Islands. Það voru þær Karen Lind Tómasdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir og Eva Dís Heimisdóttir sern einnig átti stigahæsta sund mótsins og hlaut að launum veglegan bikar. Fyrir höfðu þau Rúnar Már Sigurvinsson og íris Edda Heimisdóttir áunnið sér unglinga- landsliðssæti. Um næstu helgi fer fram í Vestmannaeyjum Islandsmeistaramótið og verður fróðlegt að fylgjast með árangri okkar fólks sem setur markið hátl og hefur undirbúið sig eftir því. I Körfukiiattleikur DHL-deildin: Öll Suðurnesja- liðin komust áfram Njarðvík og Keflavík trvggðu sér sæti í undanúrslitum I)HL-dcildarinnar í körfuk- nattleik karla í gærkr öldi. l>á lögðu Njarðvíkingar Hauka en Keflvíkingar ÍR. Ljóst var á þriðjudag eftir sigur Grindvíkinga á Skallagrím að þeir léku þar einnig. Athvgli vakti að öll liðin unnu sínar viðureignir 2:0 og einnig (jórða liðið KR sem lagði ÍA 2:0. l>að verður því hart barist í 4-ra liða úrslitunum og Ijóst að annað liðið sem leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn veröur af Suörnesjum. I fjögurra liða úrslil- um mæta Keflvíkingar, KR og Grindavík, Njarðvík. Undanúrslitin hefjast á sunnudag en þá eiga Keflavík og Grindavík heimaleik, síðan verður leikið annan hvern dag. Njardvíkingar á réttri leið Ekki vom margir sem bjuggust við því að Njarðvík myndi leggja Hauka 2:0 í átta liða úrslitum og virðist sem allt sé að smella sariian hjá þeim á húrréttum tíma. Fyrri leikurinn sem lauk 88:83 fyrirNjarðvík, hálfleikstölur 45:49, varmikill baráttuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunni. Þá gerði Pétur Ingvarsson þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig, 82:81. Svenir svaraði fyrir Njarðvík, 84:81 og Sigfús minnkaði muninn aftur í eitt stig 84:83. Síðan bmtu þeir á Jóhannesi Kristbjömssyni sem setti bæði vítaskotin ofaní og Torrey John átti sfðasta orðið, 88:83. Stigahæstu menn Njarðvíkur: Friðrik Kagnarssun 21,Torrey John 19, Kristinn Einarsson 15. Stigahæstu menn Hauka: Shawn Smith 28, Sigfús Gizurason 16, Pétur Ingvarsson 15. Seinni Ieikurinn fór fram í Njarðvík á miðvikudagskvöld og sigraði Njarðvík 94:85, hálfleikstölur 46:45. Haukamir byrjuðu þó betur, Shawn Smith var þá óstöðvandi og gerði 10 stig strax í upphaft leiks og Haukamir vom skyndile- ga komnir með 9-stiga forystu 9:18. Þá gerðu Njarðvíkingar 10 stig í röð og breyttu stöðunni í 19:18. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks skiptust Iiðin á að leiða en Njarðvík var yfir 46:45 í hálfleik. í seinni hálfleik var sem örvænting bry- tist út hjá Haukum og þeir fóm að taka ótímabær skot. A sama tíma gengu Njarðvíkingar á lagið og unnu nokkuð sannfærandi. Stigahæstu menn Njarðvíkur: Páll Kristinsson 2(1, Kristinn Einarsson 18. Sverrir Þór Sverrisson 18. Stigahæstu mcnn Hauka: Sahvvn Smith 32, Pétur Ingvarsson 15. Öruggt hjá Keflavík IR-ingar vom lítil fyrirstaða fyrir bikarmeista Keflavíkur eins og margir hölðu spáð. Fyrri viðureignin sem háð var í Keflavík á mánudagskvöld var algjör einstefna að körfu IR og urðu lokatölur 107:69, hálfleikstölur 53:32. Keflavík yfirspilaði IR gjörsamlega og allir fengu að spreyta sig og allir stóðu sig vel. Það var þó Damon Johnson sem átti bestan leik og gerði hann 38 stig þrátt fyrir að hafa hvílt síðustu 8 mínútumar. Næstur kom Guðjón Skúlason með 18 stig og Albert Óskarsson gerði 16. Einu mennimir sem létu eitthvað að sér kveða í liði ÍR vom þeirTito Baker (30 stig) og Eiríkur Önundarson (15 stig). I seinni leiknum sigmðu Keflvíkingar einnig, iokatölur urðu 92:79 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46:34. Hann var leikinn í Seljaskóla í gærkvöldi og var heldur meiri barátta í honum heldur en f jreim fytri, þó var sigur Keflvíkinga nokkuð ömggur. Þeir náðu fjótlega forystunni og héldu henni út leikinn. I seinni hálfleik tókst IR að minnka muninn niður í 6 stig en nær komust þeir ekki. Stigahæstu menn Keflavíkur: (lUðjón Skúlason 23, Damon .lohnson 18. Kristinn Eriðriksson 19. Stigahæstu menn IR: Tito Baker 32, Eiríkur Önun- darson 20. íslandsmeistarar Grindavíkur til alls líklegir Grindvíkingar komust í undanúrslit eftir að hafa lagt Skallagrím létt í átta liða úrsiitum. Fyrri leikinn sem háður var í Grindavík á sunnudag sigruðu Grindvíkingar 111:68, hálfleikstölur 52:37. Eins og tölumar gefa til kynna var sá sigur aldrei í hættu. Bestur í jöfnu liði Grindvíkinga var Herman Myers sem sýndi oft skemmtileg tilþrif. Stigahæstu menn Grindavíknr: Herman Myers 30, Unndór Sigurðsson 20, Marel Guðlaugsson 16. Stigahæstu menn Skallagríms: GrétarGuðlaugsson 16, Tómas Holton 15. Seinni leikurinn fór fram í Borgamesi á þriðjudagskvöid og vom Borgnesingar þá staðráðnir í að láta ekki valta yftr sig aftur sem þeim reyndar tókst en ekki meir því Grindvíkingar sigmðu 66:80, hálfleikstölur 33:49. Eins og áður segir mættu Borgnesingar ákveðnir til leiks með baráttuna í lagi en það dugði ekki til því Grindavíkingarem einfaldlega með sterkara lið og gaman verður að fylgjast með Islandsmeistumnum það sem eftir lifir móts. Stigahæstu menn Grindavíkur: Herman Myers 27, Helgi Jónas Guðfinnsson 21, Pétur Guðmundsson 10. Stigahæstu menn Skallagríms: Joc Rhett 26, Grétar Guðlaugsson 13. SKAGFKSfU SVEIFUNI FtSTI Geirmundur Vdltysson og félagar spila á stórdansleik i Festi föstudaginn 14. mars kl. 23-03 ALDURSTAKMARK 18 ÁR Midaverb kr. IOOO.- Já abeins 1000.- kronurl Víkurfréttir SUÐURNESJAMENN! Sjáumst í Festi 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.