Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.03.1997, Blaðsíða 10
Hliómskálakvintettinn leikur fvrir 2500 nemendur Hljómskálakvintettinn byrjar tónleikasyrpu í Reykjanesbæ nk. þriðjudagsmorgun 11. mars í Holtaskóla í Keflavík á veguni verkefnisins Tónlist fyrir alla. Hann mun flytja um 2500 grunn- og framhalds- skólanemendum fjölbreytta efnisskrá og kynna þeint um leið hljóðfæri málmblásarak- vintettsins. Margir nemenda jressara skóla |rekkja hljóðfær- in af eigin raun og taka nem- endur tónlistarskólanna í Keflavík og Njarðvík virkan þátt í tónleikunum. Málm- blásarakvintett skipaður nem- endum Holtaskóla og Fjöl- brautaskóla Suðumesja leikur með á tónleikunum þar og í Njarðvíkurskóla. Yngsta deild lúðrasveitar Tónlistarskóla Keflavíkur leikur á tónleikun- um í Myllubakkaskóla og Margeir Hafsteinsson, tromp- etnemandi í Tónlistarskóla Njarðvíkur, leikur á öllum tónleikunum. Allir taka svo þátt í fjöiskyldutónleikum sem verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardac 15. mars kl. 16.00. Nýir eígendur aö flpoteki Keflavíkur -mörg fyrirtæki á Suðurnesjum liafa skipl All mörg fyrirtæki á Suður- um eigendur að undanförnu, m.a. tvær bílasölur og veilingastaður nesjurn hafa skipt um eigend- ur á undanfömum vikum. Þau Benedikt Sigurðsson og Heiðrún Þorgeirsdóttir sent rekið hafa Apótek Keflavíkur undanfarna tvo áratugi hafa selt lyfjafræðingunum Asgeii'i Asgeirssyni og Sigurði Gests- syni apótekið. Þeir eru ekki ókunnir í Apóteki Kettavíkur því Asgeir hefur undanfarin tíu ár starfað þar en Sigurður starfaði í apótekinu unt árabil en er nú apótekari á Hellu. Hyggst hann selja rekstur sinn fyrir austan áður en hann kemur til starfa á Suðurnesj- um á nýjan leik. „Við erum búin að vera í þessum lyfja- bransa í fjörtíu ár og kominn tími til að breyta, leyfa öðrum að komast að“, sagði Bene- dikt Sigurðsson, apótekari í samtali við blaðið. Tvær bílasölur hafa skipt um eigendur að undanförnu. Ævar Ingólfsson úr Njarðvík keypti um áramótin Bílasölu Brynleifs og hefur m.a. hafið byggingu á nýju húsnæði á Fitjurn f Njarðvík. Þá hafa þeir Smári Helgason og bræð- urnir Ingvar og Hjalti Garð- arssynir sem í sameiningu hafa rekið Bifreiðagæsluna við Leifsstöð, Gamla Gljáa og heildsölufyrirtækið Hjördísi Björk tekið við Bílasölu Keflavíkur af bræðrunum Eyjólfi, Sverri og Sævari Sverrissonum. I framhaldi af þeim viðskiptum eignuðust þeir húsnæði það sem Bílasalan Bílanes hefur verið í undanfarin ár og þar hyggja þeir setja á stofn bílaleigu. Randver Ragnarsson eigandi Bílaness þarf því að flytja sig um set. Hann hefur m.a. skoðað þann möguleika á að byggja húsnæði í Njarðvíkum fyrir bílasöluna. Verulegar hræringar hafa verið á bílasölumarkaðnum. Á síðasta ári flutti Ingvar Helgason hf. bílaumboð sitt úr Bílakringlunni. Þarer nú sölu- umboð fyrir Susukibíla og Bílabúð Benna sem m.a. selur Muzzo jeppa. Jöfur bættist í Bílakringluna fyrir nokkrum dögum. Fleiri umboð munu vera hugsa sinn gang um að vera með söluumboð í Bílakringlunni. Eigendaskipti hafa orðið á einum elsta skyndibitastað á Suðurnesjum en Ingólfur Karlsson hefur keypt rekstur veitingastaðarins Langbest af Gunnari Friðrikssyni sem rek- ið hefur staðinn mörg undan- farin ár. Þá seldu eigendur Efnalaugar Heiðu við Tjarnargötu í Keflavík reksturinn Sigurði Jónssyni sem áður rak m.a. Þvottahöllina í Ketlavík. Góð aðsókn í strætó „Strætóferðirnar liafa gengið ljómandi vel. Aðsókn er góð og fólk er ánægt með þessa nýju þjónustu í bæjarfélaginu. Þetta hefur eiginlega gengið miklu betur en við þorðum að vona“, sagði Steindór Sig- urðsson, framkvæmdastjóri SBK hf. en I. mars sl. voru hluthöfum, fjármögnunaraðil- um og fleirum sýndur nýr bílafloti fyrirtækisins sem var keyptur sérstaklega vegna þessarar nýju þjónustu. Fyrstu vikurnar var frítt í strætó og kunni fólki greini- lega að meta það að strætó var nú farinn að ganga um allan bæ. Fyrir u.þ.b. einum og hálfum mánuði hófst síðan gjaldtaka fyrir alla nema skólakrakka í Reykjanesbæ í 1.-3. bekk. Steindór segir að þrátt fyrir liana Itafi aðsókn haldist mjög góð. Sá tími sem frítt hafi verið í strætó hafi Itins vegar veriö mjög góður fyrir bílstjóra og starfsmenn fyrirtækisins á meðan allir voru að venjast nýjum hlutum og aðlagast breyttum starfs- háttum. Steindór segir að með tilkomu strætó hafi t.d. orðið breyting á hálkueyðingu á götum í bænum en Áhaldahús bæjarins sér um þann þátt. Hálkueyðing er nú meiri svo strætó eigi auðveldara um vik. Allir vagnarnir sem sinna strætóferðum hafa verið merktir með auglýsingum frá Sparisjóðnum í Keflavík og verða þannig næstu tvö árin. Er óhætt að segja að þeir séu áberandi og skrautlegir en fyr- irtækin BB skilti og B. Pálma- son sáu um að merkja bílana. Ekki alls fyrir löngu urðu breytingar á áætlunarferðum SBK milli Keflavíkur og Reykjavíkur og ferðum fækk- að en þeim var fjölgað á síð- asta ári í tilraunaskyni. Fækk- að var um eina morgun- og kvöldferð og síðasta kvöld- ferðin færð framar. Örlítil breyting varð á helgaráætlun en þar var einni ferð bætt við kl. 10 á sunnudagsmorgun frá Keflavík. Þrátt fyrir þessa fækkun ferða hefur farþegunt tjölgað á nýjan leik. Þai spilar rysjótt veðurfar eitthvað inn f að sögn Steindórs. Apótekarahjónin Heiðrún Þorgeirsdóttir og Benedikt Sigurðsson liafa selt Apótek Keflavikur. Nýir eigendur taka við 1. ágúst nk. Sviftingar hafa verið hjá bílasölum á Suðurnesjum. Ævar Ingólfsson hefur m.a. keypt Bílasölu Brynleifs. Gunnar Friðriksson hefur selt veitingastðinn Langbest. Allir strætóar SBK eru vel merktir auglýsingum frá Sparisjóðnum í Keflavík og verða þannig næstu tvo árin. Til hliðar má sjá stjórn SBK hf. f.v. Steindór Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Reynir Ólafsson, Sturla Eðvarðsson og Stefán Jónsson.. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.