Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Page 4

Víkurfréttir - 22.05.1997, Page 4
STURLAUGS OLAFSSONAR Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr grasflötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 421-2794 og 893-7145 ÚDA SAMDÆGURS EF ÓSKAD ER... GOLFT7 Golfkennsla og leiðbeiningar fyrir byrjendur og lengra komna. Er með golfnámskeið fyrir hópa. Hjónatímar, einkatímar, vinnufélaga-hópar o.fl. Allar upplýsingar í síma 421 4100. Unglinganámskeið Barna og unglinganámskeið 7-13 ára hefjast mánudaginn 2. júní. Tveggja vikna námskeið í senn frá kl. 10-14. Hámark 20 saman í einu. Verð kr. 4500. Kennarar verða Sigurður Sigurðsson, golf- kennari, Örn Ævar Hjartarson, klúbb- meistari GS og fleiri. Skráning er hafin í síma 421 4100. Sigurður Sigurðsson, golfkennari Minnum fermingar- börn á gjafabréfin frá Golfklúbbi Suðurnesja. Skráning er hafin. Takið með ykkur gesti. Goifkiúbbur Suðurnesja r 1 Mánafélagar fjölmenntu í hestamessu ,.Ætli við stefnum ekki að þvf að þetta verði árlegt héðan í frá“, sagði Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvíkurprestakalli þegar hann kom í hlaðið við Njarðvíkurkirkju ásamt um fjörtíu hestamönnum en hópurinn kom ríðandi frá Mánagrund í sérstaklega auglýsta hestamessu .Auk sóknarprestsins var organ- istinn, Steinar Guðmundsson rneðal hestamannna. „Eg hef ekki farið á hestbak í fimmtán ár. Þetta var skemmti- leg upprifjun", sagði Steinar. Hestamir voru geymdir innan rafmagnsgirðingar sem sett var upp í einum hvelli norðan við kirkjuna. „Viltu fá hestalykt inn í kirkjuna?“, var sóknarprestur spurður. Hann svaraði að bragði með gamansömum tón: „Það er það eina sem vantar í kirkju- na“. Veðrið lék við kirkjugesti og hestamenn. A meðan Mánafélagar hlustuðu á guðsorð í tæpa klukkustund hvíldu þeir fjóifættu sig fyrir utan og voru síðan tilbúnir í hópreiðina til baka. Mánafélagar gerðu gaman að öllu saman eftir messuna og sögðu þetta vera eins og í gamla daga þegar menn riðu til messu. Hvað presturinn mess- aði yfir mannskapnum var hins vegar ekki gefið upp! ♦ Kvenfólkið í Mána lét ekki sitt eftir liggja. Hér er Erla Zakk með fák sinn á beit fyrir utan kirkjuna. ♦ fíúnni Brands slökkti á GSM símanum sínum áður en hann hélt inn í kirkju. Guð lilustar ekki á GSM! ♦ Hestarnir undu glaðir við sitt á meðan eigendur þeirra meðtúku guðsorð frá Baldri fíafni. VIKUR SÍMINM SEM ALDREI SEFUR! VÍKIJR FRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRIN6INN 898 ZZZZ ERÉTTIR 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.