Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 11
Jólastundir fj ölskyldunnar^ Nú þegar aðventan gengur í garð viljum við í hinu ný- stofnaða Bæjarmálafélagi jafnaðar- og félagshyggju- fólks í Reykjanesbæ gera eitt- hvað skemmtilegt saman. Því höfum við ákveðið að þakka fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá bæjarbúum með því að bjóða til jóla- stunda fjölskyldunnar. Þessar jólastundir hefjast laugardaginn 29. nóvember nk. og verða svo alla laugar- daga fram að jólum. Munum við fylgja að mestu opnunar- tíma verslana við Hafnargöt- unafrákl. lOárdegis. Jólastundimar fara fram í As- bergi Hafnargötu 26 og verða með þeim hætti að gestum og gangandi er boðið í kaffi og piparkökur. Bömin eru boðin sérstaklega velkomin því dag- skráin verður fyrst og fremst ætluð þeirn. Við munum syn- gja saman, hlusta á sögur, fön- dra lítillega og fáum væntan- lega jólasveininn í heimsókn. Þessi dagskrá er öllum að kostnaðarlausu. Með þessu viljum við eingöngu þakka fyrir stuðning bæjarbúa. Með bestum óskum um fallega friðarhátíð og gleðileg jól. Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ VIKURAUGAÐ D A G N Y S L A D O Bjarni og Sigríður á tónleikum Styrktarfélags Islensku óperunnar Lj úft í eyrun Suðurnesjasöngfuglarnir Bjarni Thor og Sigríður Aðalsteinsdóttir munu koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku óp- erunnar n.k. sunnudag kl. 17.00 en slíkir tónleikar eru haldnir a.m.k. þrisvar sinnum á ári. Bjami og Sigríðurem bæði við nám og störf í Vínar- borg. Bjami er einn af aðal- söngvumm Wiener Volksoper og bæði stunda þau nám við óperudeild tón- listarháskóla borgarinnar. „Þessir tónleikar verða í létt- ari kantinum“ segir Bjami og undir það tekur Sigríður. A tónleikunum munu þau m.a. flytja íslensk sönglög, þýsk ljóð og síðan óperettu- og ópemtónlist eftir hlé. „Það má segja að þetta sé mjög fjölbreytt efnisskrá og aðgengileg. Við höfum próf- að þetta á Islendingum úti og líkaði öllum mjög vel“, segir Sigríður. Að þeirra sögn er eínisskráin bæði metnaðar- full og ljúf í eyru. Signður mun einnig frumflytja á tón- leikunum útsetningar Snorra Sigfúsar Birgissonar tón- skálds á þremur íslenskum þjóðlögum og mun tónskáld- ið sjálft annast undirleik við flutning þeirra. Með þeim á tónleikunum leikur ungverskur píanóleik- ari Thomas Koncz sem kem- ur sérstaklega til landsins vegna tónleikanna. Slíkt er kostnaðarsamt og hafa Hita- veita Suðumesja, Sparisjóð- ur Keflavíkur, Kaupfélag Suðumesja, Keflavíkurverk- takar og bæði Hótel Kefla- vík og Flug Hótel styrkt þau í því sambandi. Að sögn þeirra Sigríðar og Bjama er mjög mikilvægt fyrir söngvara og annað tón- listarfólk að hafa góðan meðleikara en jafnframt kom það sér vel fyrir þau að geta æft með Koncz í Vín fyrir tónleikana. Sigríður og Bjami em ekki ókunnug því þau hafa lengi verið samstíga í söngnum. Þau numu bæði við Söng- skólann í Reykjavík á sínum tíma og njóta leiðsagnar sömu kennara í Vínarborg. Þau hafa jafnframt sungið saman og tekið þátt í sömu verkefnum. Bjami býr í Vín og hefur að undanfömu sungið hlutverk Sarastro í Töfraflautunni eft- ir Mozart. Framundan er að sögn Bjama annasamur tími og stór hlutverk og fer hann utan strax eftir tónleikana en Sigríður er komin heim í jólafrí og verður heima fram yfir áramót. Það er mikill heiður að koma fram á tónleikum Styrktarfé- lags Islensku ópemnnar og þangað em aðeins þeir til kallaðir sem eiga erindi. Við hvetjum Suðumesjamenn til að mæta á tónleikana sem verða í íslensku ópemnni og eiga þar góða stund. Todmobile iSlapa 2. íjöMd hBOSKABJÁLP A SVBU&NESJOH Forstöðumaður Þroskahjálp á Sudurnesjum í Keflavík auglýsir laust starf forstödumanns í Ragnarsseli sem er dagvist fyrir fötlud börn. Óskad er eftir þroskaþjálfa, idjuþjálfa, leik- skólakennara eda starfsmann med adra uppeldisfrædilega menntun. Starfid er laust frá 7. janúar 1998. Umsóknum skal skilad fyrir 12. des. nk. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri á skrifstofu félagsins, Sudurvöllum 9, Keflavík, sími 421-5331. Agæta fröken/frú! Vid viljum endilega bjóda þér ad fá FRÍAN vörulista yfir EVORA snyrtivörur heimsendann. EVORA vörur eru einstakar. Náttúrvænar. Ekki prófadar á dýrum. Henta öllum konum. Einnig BRÁÐVANTAR okkur umbodsmann fyrir EVORA vörurnar. Vörurnar eru eingön- gu seldar í gegnum heimakynningar. Gód laun fyrir öfluga sölumanneskju. Skemmtileg vinna. Jafnframt sendum við þér verðlista yfir hreint frábæra nýjung til að eyða tóbaks- lykt og annarri ólykt úr fötum og íbúðum. Hringdu í síma 464 2353 milli kl. 8 til 12 og 13 til 17 og gefðu upp nafn og heimili og vid sendum vörulistana afstad samdægurs. ATH. Enginn kostnaður fyrir þig! SmartKaup, innflutnings & Póstverslun Hédinsbraut 1, 640 Húsavík, s. 464 2353 11 Vík’>rfrpttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.