Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 15
/ Skátar í meistarakeilu Sunnudaginn 17. nóvember 1996 fóru tveir hópar frá Vík- verjum á Islandsmeistaramót skáta í keilu sem var haldið í keiluhöllinni í Öskjuhlíð af skátafélaginu Garðbúum. Mótið hófst kl. 11.00 og stóð til 14.00. 1 liði f'oringja voru Einar, Ásta, Anna, Gæsi og Begga. í liði Úlfa voru Matti, Bjami, Óli og Vignir. Bæði liðin kepptu í fyrstu og þriðju umferð og var keppni jöfn og hörð. Strákamir í Úlf- um slógu á létta strengi á milli leikja og skoðuðu leikjasalina í höllinni. Eftir nokkra leiki í spilakössum, eitt Mars og glas af Egils appelsín hófst þriðja umferð. Þeir höfðu ekki glóru um að ein stærsta stund þeirra væri að ganga í garð. Þar sem foringi þeirra (Einar) átti eftir að gera ritgerð á mánudaginn þurftu kappamir að halda heirn á leið og töldu keppnina tapaða. En þegar all- ir voru heim komnir og í hversdagverk, svoldið sárir yfir mótinu, birtist Einar í úti- dyrahurðinni og tilkynnti að þeir Matti, Bjarni, Óli og Vignir liefðu unnið Islands- meistaratitil skáta í keilu 1996. En nú er mál að endurtaka leikinn og voru það Úlfar og Refur sem tóku þátt fyrir hönd Víkverja. Keppendur voru þeir Matthías Sigbjörsson, Bjami F. Borgarsson, Vignir Jónsson, Amar Steinn og Pét- ur Ingi Sigbjörsson. Við lögðum af stað frá skáta- húsinu (húsi björgunarsveit- arinnar Suðumes) um hálf tíu á bíl sveitarinnar, Stapa 2, og vomm komnir á mótsetningu á síðustu stundu undir stjórn Matta, flokksforingja hjá fé- laginu og nú var að berjast með kjafti og klóm til að halda tillinum í Njarðvík. Þetta gekk brösuglega en nokkuð vel á þessunr tveimur umferðum sem við spiluðum. Eftir að við klámðum að spila fómm við í Perluna og svo á verðlaunaafhendinguna. Víkverjar unnu önnur verð- verður haldið í Festi í Grindavík mánudaginn 1. des. kl. 20.30. Kvenfélag Grindavíkur. laun í sínum aldursflokki en til að toppa ferðina var farið á pizza 67 áður en farið var heim í fjörið. Svo frá með þeim 16. nóvem- ber eiga Víkverjar, Njarðvík eina bestu keiluskáta á íslandi. En þetta hefði ekki tekist án hjálpar Einars Karlssonar, Ragnars Sigurðsonar og fleiri. Notum við þetta tækifæri til að þakka þeim fyrir alla hjálp- Tónleikar og kaffi í Grindavík Laugardaginn 29. nóvem- berki. 15.00 verða haldnir tónleikar í Kvennó. sem er m e n n i n g a r m i ð s t ö ð Grindavíkur. Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar vegna þess að þenn- an dag verður tekinn í notkun nýr flygill sent bærinn hefur fest kaup á. Hljóðfærið verður staðsett í Kvennó og notað við tónleika og kennslu fyrir nemendur Tónlistarskól- ans í Grindavík. Hins vegar eru tónleikamir liður í tónleikaröð Tónlist- arskólans í Grindavík en Itann á 25 ára starfsafmæli á þessu skólaári. Munu fleiri afmælistónleikar skólans fylgja í kjölfarið. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt tónlistar- dagskrá af nemendum og kennurum skólans. Eftir tónleikana verður boöið upp á kaffisölu í efri sal hússins en þar er Kaffi Kvennó til húsa. Hefur salurinn verið innréttaður og skemmtilegan hátt og þar sett ný húsgögn. Fiskverkafólk Verkalýðsfélagi Grindavíkur Áformað er að halda fiskvinnslunámskeið fyrir fiskverkafólk á vegum Verkalýðsfélags Grindavíkur í byrjun janúar 1998 ef næg þátttaka fæst. Rétt til að sitja námskeiðið hafa þeir sem eru með fast- ráðningarsamning og atvinnulausir sem hafa sótt um fiskvinnslustörf. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins alla virka daga frá kl. 11:00 til 12:00 til 5. desember 1997. Stjórnin Menning á www.mb.is UPPLYSINGAKERFI REYKJANESBÆJAR TJARNARGÖTU 12 • 230 KEFLAVlK SÍMI421 6700 www.rnb.ls 'ic- REYKJANESBÆ * - kjólar, skyrtur,; buxur, pils, vesti og draktir. - stœrðir 12-24 Sjón er sógu ríkari...! Hufiiargötu 24 • liojhivík • Sími 421 3255 Suðurnesin á myndband Verkefnið snýst um að varðveita eldri heimildir sem til eru á filmu. Leitað er eftir gömlum myndum sem teknar voru á filmu og sýna byggð og félagslíf á Suðurnesjun- um á árum áður. Ef þú getur lagt málefninu lið hafðu þá samband og við skráum efnið. Bókasafn Reykjanesbæjar sími 421-5155 Byggðasafn Suðurnesja sími 421-3155 Viðar Oddgeirsson sími 892-2792 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.