Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 19
Kefhríkingar ætla sér titlana í kvennaboltanum Keflavíkurstúlkur tóku á móti efsta liði kvennadeil- darinnar í körfu, KR-ingum, á laugardag og unnu 89-69. Bandaríska stúlkan Jennifer Bouced, sem Keflvíkingar fengu til liðs við sig í vikunni, lék best allra á vellinum og dreif liðið áfram. Þvílíkur munur var á leik liðanna að ekki má sjá hvemig KR-ingar fá brúað bilið aftur á þessu tíma- bili. Keflvíkingar áttu harma að hefna eftir tap í Vesturbænum fyrir nokkru og hljóta að hafa sent landsliðsmennina 8 í Vesturbæjarliðinu áhyggjufulla til síns heima. Keflvíkingar léku allir vel en ljóst er að verka- skiptingin innan vallar breytist allnokkuð með tilkomu Bouced. Stigahæstar voru Bouced 22, Kristín Blöndal 18 og Anna María 15. Lína leiksins: Stjóm Kvennadeildar Keflavflcinga fyrir að hafa dug og þor til styrkja liðið í topp- baráttunni með erlendum leik- manni. Grindavíkurmeyjar mættu Stúdínum sama dag og sigmðu örugglega 88-67. Barátta grind- vískra var geysileg og varnarleikurinn eftir því. Sólveig Gunnlaugs fór á kost- um í sókninni og skoraði 5 þrig- gja súga körfur úr 8 tilraunum. Lína leiksins: Anna Dís Sveinbjöms 26 stig, 3 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolnir boltar. Eitthvað virðist gæfuhjólið vera farið að snúast fyrir Suðurnesjaliðin í toppbaráttu deildarinnar og er hver innbyrðissigur toppliðanna fjögurra dýrmætur. Keflvíkingar hljóta þó að vera í öku- mannssætinu, með tilkomu Bouced, og hin liðin að velta því fyrir sér hvert förinni sé heitið. Fjármögnun erlends leik- manns er kostnaðarsöm og þarf töluverða vinnu og mikinn met- nað fyrir kvennaliðin, sem una verða við miklu minni fjárstuðning en karlamir, til að reikningsdæmið gangi upp. Jennifer Bouced, hinn bandarís- ki nýliði Keflvíkurstúlkna, er 24 ára gömul og 173 cm á hæð. Hún nam við Tennessee háskólann og lék með körfuk- nattleiksliði skólans sem er í fremstu röð í Bandaríkjunum. Síðastliðið sumar lék hún í WNBA sem er efsta deild kven- na í heiminum, sambærileg NBA deild karlanna sem allir kannast við. Keflvikingar fyrstir til að leggja Grindvíkinga því bakverðir Grindvíkinga treystu um of á að Kostas red- daði málunum þeim megin. Kvörtuðu Grindvtkingar yfir dómgæslunni og segja mætti að hallað hafí á þá en svo er oft að liðið sem sýnir heil- steyptari baráttuviljann eignast, ómeðvitað, virðingu dómara leiksins. Byrjunarlið Keflvíkinga, Dana, Birgir, Gunnar, Falur og Guðjón, bar uppi leik liðsins að þessu sinni og skal engum hrósað á annars kostnað. Pétur Guðmundsson var langbestur Grindvíkinga en Darrel. Kostas og Helgi skoruðu flest stigin. Lína leiksins: Pétur Guðmundsson 10 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 5 stolnir boltar og óteljandi smáatriði sem ekki koma fram í tölulegum upplýsingum. Njarðvíkingar á sigurbraut Njarðvíkingar tóku á móti Tómasi Holton og læri- sveinum hans úr Borgamesi á j föstudagskvöld og sigruðu j 106-80. Fyrri hálfleikur Jennifer Bouced, hinn nýi leikmadur Keflavíkur. einkenndist af góðum sók- narleik beggja liða og misstu langskyttur Borgnesinga vart marks allan fyrri hálfleikinn. Njarðvíkingar léku hratt og sáust oft skemmtileg tilþrif. Varnarleikurinn leit aftur á móti ekki dagsins ljós fyrr en í seinni hálfleik og þá bara hjá heimamönnum sem völtuðu yftr gestina sem skoruðu ekki langtímum saman. Allir leik- menn Njarðvíkurliðsins léku vel. Akkilesarhæll Eggjabik- arsins, sendingarnar,. var styrkur liðsins að þessu sinni. Lína leiksins: Undibúningur Friðriks Rúnarssonar, þjálfara liðsins. Af öðrum leikjum deildarin- nar er það helst að segja að Haukar töpuðu fyrir Sauð- kræklinum 63-48, ísftrðingar fyrir Skaganum 90-88 og KR- ingar fyrir Valsmönnum 60- 76. Erfitt að ákveða hver á mestar þakkir skilið en KR- ingar mega fara neðarlega áður en maður ftnnur hvarm- ana fyllast tárum. Verst er að Reyknesbæingurinn Hrannar Hólm geldur fyrir slæmt gengi liðsins. Grindvíkingar og Haukar töpuðu fyrstu stigum sínum í DHL-deildinni í körfu- knattleik í síðustu viku. Keflvíkingar urðu fyrstir til að leggja Grindvíkinga í vetur 85-80. Keflvíkingar sigla fyrir þön- dum seglum þessa dagana og skín af liðinu sjálfstraustið og ákveðnin. I uppgjöri bestu sóknarbakvarða deildarinnar var það varnarleikur þeirra Keflvísku sem bar á milli í J fyrri hálfleik 42-36. f upphaft seinni hálfleiks rauk Helgi Jónas í gang og jafnaði leikinn á mjög skömmum tíma. Voru grindvískir með yfirhöndina allt þar til Gunnar Einars og Guðjón Skúla settu niður 2 þriggja súga körfur f röð en þá brotnaði toppliðið og greip til ásetningsbrota á síðustu sekúndunum. Þrátt fyrir endurkomu Grikkjans Kostas mátti sjá augljós veik- leikamerki á leik Grind- víkinga strax í upphaft leiks- ins. Sóknarleikurinn gekk stirðlega enda lítið samvinna milli leikmanna og bakverðir | Keflvíkinga áttu auðvelda leið j í sóknarfráköstin vamarmegin Viðar kom sá og sigraði Jón Ingi Ægisson sigraði í tíunda ásamótinu í snóker sl. þriðjudag. Hann lagði Jón Olaf Jónsson í úrslitaviður- eign 3:1. Jón Ingi er efstur í stiga- keppninni með 650 stig, Kristján Kristjánsson er með 485. Guðmundir St. 395 og Jón OIi er 4. með 345 stig. Mikið fjör var í Flug- hótelsmótinu sl. helgi. Viðar Arason, sem ekki hafði snert kjuða í hálft ár kom sá og sigraði. Hann vann Adam Ingason í úrslitum 5:2. Jón Ingi vann Gunnar Guð- björnsson 3:1 í leik um 3. sætið. Jón Ingi Ægisson varð stiga- hæstur í 1. flokkskeppninni í íslandsmótinu og er kominn í meistaraflokk. Þar er hann í hópi átta bestu snókerleikara á landinu. Jón Ingi náði 106 stigum í „breiki" í ásamótinu sl. þriðjudag. V íkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.