Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 9
Todmobile IX REYKJANESBÆR BREYTINGAR Á UMFERÐ Samþykktar hafa verið eftir- taldar breytingar á umferð í Reykjanesbæ. Efstaleiti og Vatnsholt verða gerðar að botnlangagötum þannig að tengingu milli þeirra verður lokað við núverandi hraðahindrun. Umferð að og frá Efstaleiti verður um Flugvallarveg en umferð að og frá Vatnsholti um Aðalgötu. Breyting þessi er tímabundin til eins árs. Helguvíkurvegi verður lokað, þó þannig að honum verður haldið opnum timabundið meðan loðnu- vertíð stendur ár hvert. Lokun að sunanverðu er við gámasvæði á Bergi, en að norðanverðu við Helguvíkurnef. Aðkoma að Helgu- vík verður því einungis um Stakksbraut. Breytingar þessar taka gildi þriðjudaginn 2. des. næstkomandi kl. 13.00. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ Hlutavelta Þessar ungu hnátur héldu ný- verið hlutaveltu til styrktar Sjúkrahúsi Suðumesja. Þær söfnuðu kr. 1.573 og heita Ester Anna Albertsdóttir og Katrín Sigrún Agústsdóttir. Hana- kamburinn Yflrheitan hanakamb hleypur dauöhrœdd hœna. A eftir kemttr kolsvart lamb sem kannski þarf að sprœna. Nemendur í 5 BS sömdu þessa vísu en þau vom að æfa sig í gerð stuðla og höfuðstafa í Njarðvíkurskóla. Jólahandbók Víkurfrétta kemur út næsta fímmtudag. Opib um helgina! Sölustarf í Njarðvík Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í mótttöku og afgreiðslu viðskiptavina, símasölu og tiltekt pantana, tilfallandi starfa á lager auk annars. Vinnutími 9:00-18:00. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaust vinnustaður. Umsækjendur sendi eiginhandar umsóknir til Víkurfrétta merktar „Besta" fyrir 3. des. nk. Ekki er tekið við umsóknum í síma. Besta ehf., Brekkustíg 39, 260, Njarðvík. Framsóknarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna AFMÆLISFA GNADUR Framsóknarfélag Keflavíkur verður 60 ára 5. desember nk. og Félag ungra framsóknar- manna varð 40 ára 19. júní sl. Af því tilefni efna félögin til fagnaðar í Félagsheimilinu Stapa föstudaginn 5. desember nk. Á fagnaðinn mæta góðir gestir svo sem ráðherrar flokksins, fyrrverandi og núverandi þingmenn og svo við framsóknarmenn af Suðurnesjum! Húsið verður opnað kl. 19. Dagskrá hátíðarinnar: 1. Kvöldverdur kl. 20. 2. Rædur og ávörp. 3. Aldnir félagar heidraðir. 4. Jóhannes Kristjánsson skemmtir. 5. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi til kl. 03. Tilkynningar um þátttöku á afmælisfagnadinn þurfa að berast sem fyrst til Ara Sigurdssonar í síma 421-2377 eða til Gylfa Guðmundssonar í síma 421-4380. Framsóknarmenn: Mætum vel og skemmtum okkur saman. Það er vissulega ástæða til að fagna merkum áfanga í sögu félagsins. Stjórnin. Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.