Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 10
HOLLT OG GOTT í HOLTASKÓLA ■ Inn við beinið Lysi, vatttsgías og banatti t tttottjttttttta í Björn Herbert Guðbjörnsson er nýkjörinn formaður nýstofnaös bæjarinálafélags jafnaðar- og félagshvggju- manna í Reykjanesbæ sem hvggst bjóða frani til næstu sveitarstjórnakosninga. Björn er mikill dýravinur og meðal þeirra gæludýra sem hann hefur átt um ævina eru fiskar, kanarífuglar, páfagaukar, dúfur, hamstrar, mýs, kanínur, köttur og hestur. Núna er konan hans uppáhaldsgæludýrið og þolir hún að eigin sögn enga samkeppni. Björn var svo Ijúfur að sýna okkur hvernig hann væri inn við beinið. Nafn: Bjöm Herbert Guðbjömsson. Aldur: 42 ára. Fjölskylduhagir: Konan mín heitir Ing- | unn Ósk Ingvarsdóttir leikskólakennari og eigum við sarnan Ingvar 10 ára, Sindra 7 ' ára og Maríu Ósk 2 ára. Frá fyrri tíð á ég Ellen Mörk sem er í dag 24 ára og gerði hún mig að stoltum afa þegar Daníel Ingi kom í heiminn fyrir rúmum þremur árum síðan. Atthagar: Fæddur í Ketlavík en á ættir að rekja til Snæfellsnes og Landeyja. j Starf: Framkvæmdastjóri Rafmagnsverk- taka Keflavíkurehf. Bíll: Mitsubishi Pajero ttrgerð 1996. I.aun: Mjög góð. í uppáltaldi: Bömin mín. Besti matur: Gott lambalæri. j Besti drykkur: Gott rauðvín með lamba- lærinu en annars vatn. j Uppáhaldspersóna: Jón Baldvin Hanni- balsson. Tónlist: Hlusta á alla tónlist nema þung- arokk. Áhugamál: Fjölskyldan og útivera. Toppurinn er útivera með fjölskyldunni. íþróttafélag: Blakfélagið „Kátir Karlar" en það er topplið sem skipað er úrvali blakspilara í Reykjanesbæ ?? ára og eldri. Einnig æft ég „fílaballett" nteð stómm strákum í Perlunni en annars er auðvitað Keflavík mitt félag. Gæludýrið: Núna er það bara konan mín, hún þolir enga samkeppni. Eg er mikill dýravinur og hef átt mörg gæludýr um dagana. Má þar nefha allskonar fiska í búmm, kanarífúgla, páfagauka, dúfúr, hamstra, mýs, kanínur, kött og hest. Hvenær vaknar þú á morgnana: Virka daga kl. 7.30 þegar konan sparkar mér ffamúr en um helgar helst ekki fynr en að ganga 10 þegar litla dýrið mitt hún María Ósk nær að sparka mér framúr. Morgunmatur. Lýsi, vatnsglas og ban- ani. (í réttri röð). Heimilisstörf: Eg ernokkuð liðtækur í edhúsinu þótt ég segi sjálfur ffá. Viljugur að elda matinn og ganga frá. Einnig er ég nokkuð duglegur að koma bömunum í háttinn og lesa sögur fyrir þau en að öðm leyti sér konan að mestu um þessi störf. Pólitíkin: Harður jafnaðarmaður og fé- lagi í Alþýðuflokknum. Pað fyndnasta: Að sjá Halldór Blöndal réttlæta hækkun á afríotagjöldum Pósts og Síma. Bókin á náttborðinu: Hvemig elska eigi konu, en því miður er sú ágæta bók sem ég klára vonandi aldrei oftast undir haug af ýmsum blöðurn og pappímm. Helsti veikleiki: Á erfitt með að segja nei. Helsti kostur: Sanngjam. Besta sumarfríið: Síðasta sumar í sumar- húsi á Sp:íni. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir stóra Nemendur eru duglegir að aðstoða í eldhúsinu. Þær Álfhildur og Dagbjört í 9. bekk smyrja hér hrúgu af langlokum með skinku og osti. Arnar og Guðni í 10. bekk kusu að fá sér heitan mat. vtnninginn i Lottóinu: Borga upp skuldir og ef eitthvað væri eftir að bjóða konunni í sigl- ingu um Karabíska hafið. Fallegasti staður á Islandi: Suðaustur- landsundirlendið ffá Eyjafjöllum að Höfii í Homaftrði. Hvernig líst þér á komandi sveitar- stjórnakosningar: Mjög vel, ég er bjart- sýnn á að sameiginlegur listi jafríaðar- og félagshyggjufólks nái meirihluta í Reykja- nesbæ. Þetta er ótrúlega samstilltur hópur sem kenturekki eingöngu úr röðum Al- þýðuflokks- og Alþýðubandalagsmanna, heldur er mikið af fólki með okkur sem ekki tilheyrir neinum stjómmálaflokki en er sammála því að styrkja þurfi fjölskyld- una sem homstein samfélagsins, að allir hafi atvinnu sem sutndi undirnauðsyn- legri framfærslu og að leggja þurfi álter- slu á jöfríuð og félagslegt réttlæti. I Holtaskóla leggja matseljurnar þær Guðrún og Ástríður sitt afmörkum til að nemendum líði vel og uppskera ríkulega matarást að launum. í Holtaskóla er starfrækt öflugt mötuneyti nemenda, því heilbrigð sál í hraustum líkanta og södduni er forsenda framfara í náminu. Meðfylgjandi svipmyndir úr skólastarfmu fengum við sendar nú í vikunni frá Holtaskóla. Þessir krakkar völdu spónamat og samlokur. 10 Vílcnrfréti’r

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.