Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 18
Bubbi Morthens styður körfuknatt- leiksdeild UMFI\I Hubbi Morthens heldur tónleika í Stapa sunnu- dagskvöldið 30. nóvember í boði kdd. Njarðvíkur. Miðaverð er kr. 1000 og hefst forsala í Stapa kl. 16:00 á sunnudag en tón- leikarnir hefjast síðan kl. 21:00. Óhætt er að hvetja alla aðdáendur goðsins til að mæta sem og alla stuðn- ingsmenn UMFN en allur ágóði tónleikanna rennur til körfuknattleiks- deildarinnar. OPNUNARTIMI VERSLANA í DESEMBER Laugardagur29. nóv. kl.ll-Meða 10-12 Sunnudagur 30. nóv. Lokað Laugardagur 6. des. kl. 10-16 Sunnudagur 7. des. kl. 13-17 Laugardagur 13. des. kl. 10-18 Sunnudagur 14. des. kl. 13-18 Miðvikudagur 17. des. kl. 10-18 Fimmtudagur 18. des. kl. 10-18 Föstudagur 19. des. kl. 10-22 Laugardagur 20. des. kl. 10-22 Sunnudagur 21. des. kl. 13-22 Mánudagur 22. des. kl. 10-22 Þorláksmessa 23. des. kl. 10-23 Aðfangadagur 24. des. kl. 09-12 - opið í hádeginu í desember. - aðrir dagar eins og venjulega. - þessi opnunartími gildir fyrir flestar verslanir og var samþykktur á fundi kaupmanna i Reykja- nesbæ 11. nóvember sl. ■ Fyrsta frumsýningin í nýju leikhúsi: Keflavíkur Lið Sunddeildar Keflavíkur náði ágætis árangri er það hafnaði í öðru sæti í Bikarkeppni Islands 1. deild. Fyrir mótið var nokkuð Ijóst að sundsveit Hafnfirðinga myndi bera sigur úr býtum en að Keflvíkingar myndu lieyja liarða baráttu við Ægi um 2. sætið. Fljótlega sigu Keflvíkingar framúr og þegar uppi var staðið var 2000 stiga munur á félögunum. Fyrir utan persónulegar bætingar sundmannanna sem voru þó nokkrar var gaman að fylgjast með samstöðu sundmannanna sem fór vaxandi með hverjum deginum og náði hámarki á sunnudeginum. Það endur- speglaðist vel í því að sund- menn félagsins bættu sig í öllum sundum þess dags. Arangur sunddeildarinnar hefur verið með miklum ágæ- tum þetta árið. Liðið sigraði í Aldursflokkameistaramóti Islands en það er stærsta mót ársins. Tíu sundmenn kepptu fyrir hönd Islands á árinu og liðið hafnaði í 2. sæti í bikarkeppninni eins og fyrr greinir. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir n.k. laugar- dag kl. 21.00 í nýja leik- húsinu við Vesturbraut 17 söng og gleðileikinn „Leik- húslíf" sem er með sögulegu ívafi. Leikstjóri er Hulda Olafsdóttir sem oft hefur starfað með leikfé- laginu og gefur hún vinnu sína í tilefni af 30 ára afmæli leikfélags- ins og jreim tímamótum að L.K. er loksins komið í eigið húsnæði. Verkið er það fyrsta sem L.K. set- ur upp í nýja leikhúsinu sem var opnað formlega á haustdögum og gefst því leikhúsgestum tækifæri á að skoða leikhúsið og rifja um leið upp sögu Leikfélags Kefla- víkur í gegnum árin. ..Það er við hæfi núna á þessum tímamótum í sögu leikfélagsins að líta til baka“,segir Hulda og undir það tekur Guðný Kristjáns- dóttir formaður Leikfélags Kefla- víkur sem jafnframt tekur þátt í sýningunni. „Við emnt að vinna í fyrsta sinn slíka sýningu þar sem leikarar tengja með spuna saman gömul atriði sem sett hafa verið á svið hjá L.K. í gegnum árin“, segir Guðný., J>etta er alveg brjálæðis- lega mikil vinna og hefur hópnum tekist jretta mjög vel. Hann er vel samstilltur og hafa allir fengið að njóta sín jafnf'. Að sögn Huldu má líta á verkið sem forrétt og þar má ftnna efni úr revíum félagsins, söngleikjum og fleiri verkum. „Það er mikið sungið og lifandi tónlist verður einnig fyrirferðamikil". Ekki má líta á verkið sem sögu- lega uppfærslu segir Hulda. „Það verður tekið á ýmsum sögum og skemmtilegum uppákomun sem hafa gengið á miili félagsmanna". Undir þetta tekur Guðný „Verkið gerist á æftngu og fær fólk innsýn í það hvemig þær ganga oft fyrir sig hjá leikfélaginu" - ,,Þó með nokkmm ýkjum“, bætir Hulda við. Um 20 manns taka þátt í sýning- unni, bæði leikarar, tónlistarfólk. ljósamenn og aðstoðarfólk. Æf- ingar hafa staðið yftr í 4 vikur og má í raun segja að verkið hafa verið samið jafnóðum. Eins og áður segir er jretta fyrsta sýningin sem leikfélagmenn vinna að í hinu nýja leikhúsi sem enn hefur ekki fengið nafn og að- spurðar sögðu Hulda og Guðný að húsið hentaði ákaflega vel undir starfsemina. „Hér er mjög góður andi og jretta er eins og að vera heima hjá sér. enda ernni við búin að vinna í jressu húsi frá því í janúar", segir Guðný. „Við emm mjög ánægð með gjöf Huldu og er hún sú besta sem leikfélagið hefur feng- ið. Hún er leikstjóri með mikla reynslu og hefur hún m.a. unnið með okkur í Hjónabönd, Stöndum saman og Stígvélaða kettinum svo eitthvað sé nefnt. Samstarf okkar hefur alltaf verið mjög gott“. , J>að má geta jress að í fyrsta sinn sem ég leikstýrði fyrir leikfélagið þá var það í þessu húsi en þá setti leikfélagið upp verkið „skemmti- ferð á vígvöllinn““, segir Hulda. ,Æg er jafnframt að takast á við það að vinna slíka sýningu í fyrsta sinn eins og leikarar þannig að það em allir að prófa eitthvað nýtt - eins og hætir nýju húsi", bætir hún við. Aðalfundur GS á sunnudag Aðalfundur Golfklúbbs Suð- urnesja verður haldinn nk. sunnudag kl. 14 í golf- skálanum í Leiru. Eins og við greindum frá í síðasta tölublaði verður nýr formaður kosinn og sam- kvæmt heimildum blaðsins er vitað að uppstillingarnefnd „býður“ Særnund Hinriksson og er ekki vitað til þess að mótframkom komi. Þó var vitað að Logi Þormóðsson hafði áhuga á embættinu en hann mun ekki ætla að fara fram gegn Sæmundi. Suðumesjamenn geta átt skemmtilega stund í annriki jól- anna á „LeikhúshTi" í fylgd Leik- félags Keflavíkur þar sem skemmtilegarog á köflum fárán- legar stundir í sögu þess verða rifjaðar upp. Litið til baka með Leikfélagi 18 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.