Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.11.1997, Blaðsíða 1
§ -J c/i Uj cc Q Q Q co Q Q -J CQ O c/> í>. O Q CD O l 'í K. 'UJ cc u. h- CQ cc co FRETTIR 47. TÖLUBLAD 18. ARGANGUR FIMMTUDAGURIIMN 27. NOVEMBER 1997 Þeysti til þess að ná flugi Lögieglan í Keflavík tók alls 40 ökumenn fyrir fyrir of hraðan akstur og önnur umferðarlagabrot í síðustu viku en þar af var einn ökumaður sviptur ökuleyfi. Hann var á mikilli hraðferð ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði á 133 km hraða sl. þriðjudag þar sem hámarks- hraði er 70 km. Ökumaðurinn gaf þá skýringu að hann væri orðinn of seinn í flug á Keflavíkurflugvöll. Lögregl- an sá aumur á honum og mun hann því missa ökuleyfí sitt við komuna til landsins. Fjórir ökumenn voru einnig teknir fyrir of hraðan akstur sl. þriðjudag á Strandarheiði og tveir voru teknir fyrir ólöglegan framúrakstur. Vamarliðsmaður var jafnframt tekinn á brautinni á 149 km hraða. L J Kvikmyndafélagið ísfilm var við myndatökur við Ægissand í Grindavík á dögunum. Atriði í myndinni Her skal danses, eða Dansinn, var tekið í flæðarmálinu og var notuð öflug vindvél og slökkvibíll úr Grindavík sem sprautaði vatni yfír leikara til að gera ástandið eins og í„snarvitlausu veðri" en aðstæður á tökustað voru ákjósanlegar. VF-mynd: Grétar Sigurðsson, Grindavík. □ Glöggir lögregluþjónar Um þessar mundir stendur yfir átak lögreglu á suðvesturhom- inu þar sem fylgst er með ölv- unarakstri. Tilefnið er sá tími sem að jólaglöggin er vinsæl og ætti enginn að aka heim eftir slíkan fögnuð. Má því segja að lögregluþjónar á Suð- urnesjum verði „glöggir" á næstunni. Lögreglan í Keflavík tók þrjá ökumenn í síðustu viku fyrir meinta ölvun við akstur. □ Mikil ölvun unglinga Mikið annríki var hjá Lögregl- unni í Keflavík aðfaranótt laugardags. Dansleikur á vegum Fjöl- brautaskóla Suðurnesja var haldinn í Stapa þetta kvöld og á sama tíma var opið hús í fé- lagsmiðstöðinni Fjörheimum. Þurfti lögregla að hafa afskipti vegna mikillar ölvunar ung- linga. Lögreglan hafði afskipti af 11 unglingum vegna útivistar- brota. □ Vinnuslys hjá Happasæli Vinnuslys varð um borð í Happasæli sl. sunnudag og barst Lögreglunni í Keflavík tilkynning um að báturinn væri á leið til hafnar með slas- aðan skipverja kl. 16.50 en slysið átti sér stað kl. 14.00. Skipverjinn lenti með höndina í dráttarkarli þegar verið var að draga net og handleggsbrotn- aði hann illa. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja og þaðan á Sjúkrahús Reykjavík- ur. Maður sleginn í fótinn með hafnarboltakylfu Lögreglunni í Keflavík bárust alls 6 kærur um minniháttar líkamsárásir í síðustu viku. Tveimur mönnurn lenti saman fyrir utan Nýja bíó við Hafnargötu rétt fyrir fimm aðfaranótt laugar- dagsins. í hita leiksins hafði annar slegið hinn í fótlegginn með hafnar- boltakylfu en sá sem fyrir árásinni varð hlaut minni- háttar áverka og hyggst ekki kæra málið. Sá sem beitti kylfunni fékk að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Skipulagður sparnaður ðtSÞARISJÖOURIHH í KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.