Víkurfréttir - 29.01.1998, Side 13
ÞORRAÞANKAR
Við hjónakomin brugðum
undir okkur betri fætinum nú í
Þorrabyrjun og gistum m.a. á
hóteli í Reykjavík eina nótt.
Þar var okkur dreifbýlingun-
um boðið upp á sértilboð á
„skáldaherbergi“ og gistum
þann merka mann Einar Ben.
Pistlaskrifari er enn ekki laus
við forvitnina og las þvf fróð-
leik um skáldið, sem skráður
var þar á veggi, og einnig
enska þýðingu hótelsins á
upplýsingunum. Mér til undr-
unar mátti þar lesa að Einar
heföi ætlað að reisa „sex
power stations" á landinu
kalda. Væntanlega bregður
túristum eitthvað við þær upp-
lýsingar að kynlífsorkustöðv-
ar haft átt að rísa hér. Þarf þó
ekki að koma á óvart þegar
Gullfoss og Geysir hafa ekki
aðdráttarafl heldur streyma
hingað erlendir karlmenn í leit
að ljóshærðum, hispurslaus-
um ungmeyjum. Vonandi
helst ákveðið kynjajafnvægi í
eftirspuminni þegar hin lima-
fagra Mel B. hefur tíundað
kosti íslensks karlpenings í
fjölmiðlutn. Einhvem veginn
finnst mér þó það ekki geðs-
leg framtíð að taka á móti
hópum ferðamanna í leit að
sex power stöðvunum.
Trúlega er umgjörð míns síð-
asta pistils alveg í stíl við
þetta. (Ég les alltaf pistlana
mína í Víkurfréttum, enda em
þeir langbesta efnið sem þar
birtist.) Síðasti pistill deildi
dálkum með auglýsingu unt
símaþjónustu. Þar var boðið
upp á að lesnar væm fyrir
mann nætursögur. Ég ímynda
mér að einhver góð kona lesi
fyrir mann Rauðhettu og
úlfinn eða Þymirós svo maður
nái að sofna á kvöldin. Þetta
kostar að vísu nokkuð hver
mínúta enda veitir blessuðum
konunum ekki af smá pening,
þær sem auglýstu þjónustuna
höfðu greinilega ekki efni á
að kaupa sér skjólgóðar flíkur.
Afgangur blaðsíðunnar var
lýsing ljósmóður á ágæti þess
Hrafnkell Óskarsson
pistlahöfundur
að fæðjng færi fram í vatni.
Blaðsíðan gegnt okkur var
síðan lýsing núverandi yfír-
læknis Sjúkrahússviðs Heil-
brigðtsstofnunar Suðumesja,
Reykjanesbæ eða er það
HeiIsustofnun...osfrv. ég er
ekki alveg viss. Hvað um það,
greinin fjallaði um fæðingu í
vatni á Fæðingardeild Sjúkra-
hússviðs Heilbrigðisstofnunar
Suðttmesja í Reykjanesbæ...
og greinilegt að enginn sem
reynt hefur heldur vatni yfir
þessari nýju aðferð. Mér brá
síðan lítillega þegar flett var
áfram og þar stóð „Vatnaver-
öld, nýtt fyrirtæki" eða eitt-
hvað í þeim dúr. Mér datt
fyrst í hug að hér væri lýsing
arkitekts á uppsetningu vatns-
fæðingarbúnaðar á Fæðingar-
deild Sjúkrahússviðs Heil-
briðgisstofnunar Suðumesja
Reykjanesbæ eða að hér væri
búið að stofna fyrirtæki eða
stofu kvenskjúkdómalækna er
ætluðu að keppa í einkageir-
anum við fæðingardeildina og
bjóða upp á vatnsfæðingar
„úti í bæ“. Það var ákveðinn
léttir að uppgötva að hér var
verið að fjalla um nýja gælu-
dýrabúð. Nákvæmlega hvem-
ig gæludýr tengjast nætursög-
um, vatnsfæðingum og Einari
Ben, hef ég ekki alveg áttað
mig á enn.
Reyndar hafa athugulir les-
endur spurt mig um skrýtna
stafi og og bandstrik í síðustu
pistlum. Þar er um að kenna
að ég hef skrifað á PC tölvu
en Víkurfréttir nota Mac.
Því er um að ræða mismun-
andi kynþætti talva, sem ekki
tala sama tungumál og vill því
ýmislegt skolast til líkt og í
hinni ensku þýðingu á ævi-
starfi Einars Ben. Og þar með
erum við mjög snyrtilega búin
að tengja pistilinn í hring.
Með „sex power“ kveðju,
Hrafnkell
Opið öl! kvöld frá ki 18:00
Tuðmundur Hermannsson
leikur föstudag og laugardag.
Opið alla daga kl. 19-23 um helgar ki 19-01
Súpa og salat
öll hádegi
Sérréttamatseðill
OaÍí fctut °p/ð alla daga
kL JJ tjj20
SIMI 421 5222
nær:
Njóttu lífsins - veldu rétt
NICORETTE
innsogslyf
Reyklaus
stáðreynd
sem stendur
upp úr
KYNNING
RÁÐGJÖF
AFSLÁTTUR
föstudaginn
30. janúar Id. 14-18
Apótek
Keflavíkur
Suðurgötu 2 • Kejlavík • sími 421 3200
Opið virka daga kl. 09-19
Laugardaga kl. 10-13 og 16:30 til 18:30
Sunnudaga kl. 10-12 og 16:30 til 18:30
Helgidaga og aðra frídaga kl. 10-12
FRÍAR HEIMSENDINGAR
Víkurfréttir
13