Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1998, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 08.10.1998, Qupperneq 10
Agætu Suðurnesjamenn. Skólastarf hér í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja er nú komið á fullt. Kennarar skólans eru frískir og ferskir eftir námskeið sumarsins og nemendur mættir kappsfullir og metnaðargjarnir til leiks. Því þykir okkur við hæfi að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðastliðið vor og kynna fyrir ykkur skólastarf- ið, félagslífíð og annað markvert í FS. FS - fréttir eru aftur komnar á kreik. Spunningakeppni Framhaldsskólanna Undirbúningur fyrir Spumingakeppni Framhaldsskólanna er nú hafinn í FS. A undirbúningsfundi sem haldinn var á dögunum mætti góður hópur nemenda sem hyggst leggja metnað sinn í að keppa fyrir hönd skólans. Þorvaldur Sigurðsson kennari hefur yfimmsjón með undirbúningi. Óskum við þeim góðs gengis. Framtíðarlid FS í spurningakeppninni. >eiðafærasýningu Netagerðarbrautar 1997 Sérgreinar netagerðar kenndar á vorönn Sérgreinar námsbrautar í neta- gerð verða kenndar í FS á vorönn 1999. Áfangamir sem um er að ræða em efnisfræði netagerðar, enska fyrir neta- gerð, fagleg netagerð (iðn- reikningur netagerðar), haf- og fiskifræði, lög og reglu- gerðir um gerð og umbúnað veiðarfæra, veiðar og veiðar- færi sem skiptist í 3 einingar bóklegt nám og tvær í líkana- gerð og iðnteikning sem skiptist í fimm einingar í handteikningu og tvær í tölvu- teikningu. Nám í netagerð (veiðarfæragerð) er 3ja ára samningsbundið nám hjá meistara sem lýkur með sveinsprófi. Náminu er skipt- ist í tvo hluta, verklegan þátt sem svarar 2ja ára vinnu á netagerðarverkstæði undir handleiðslu meistara og bók- legan þátt sem saman stendur af almennum bóknámi og námi í sérgreinum brautarinn- ar. Fjölbrautaskóli Suðumesja er eini skólinn á landinu sem býður upp á menntun til sveinsprófs í netagerð. Nem- endur geta þó tekið verklega þátt námsins og almennu námsgreinarnar heima í hér- aði en nám í sérgreinum brautarinnar þurfa þeir að sækja til F.S. Netagerð hefur verið löggilt iðngrein hér á landi síðan 1928. Aðeins í einu öðru landi, Japan, er þessi iðn er löggilt en þeir hafa einnig komið á fót námi í verkfræði veiðarfæra. Starf netagerðarmanns felst í hönnun veiðarfæra svo og uppsetningu þeirra. Atvinnu- möguleikar hafa verið nokkuð góðir undanfarin ár bæði hér heima sem og erlendis. VERSLUIXIIIXI VEIÐISLOÐ Aðeinðá i Hau ttW- 25-50% afsláttur af etangveiðivörum 20-40% afðláttur af reiðvörum 50% afðláttur af gönguekóm 15% afðláttur af gæðaekotum haustdagar í Rafbúó RÓ 10% afsláttur af nýjum vörum og allt aó 70% afsláttur af eldri vörum OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 14 RAFBÚÐ. HAFNARGOTU 52 K.E F LAV í K. SÍMI 421 3337 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.