Víkurfréttir - 08.10.1998, Síða 26
-Sjóbirtingurinn lætur bíða eftir sér en menn vóna að hann mæti eftir mikla rigningu undanfarna daga
aö var ekkert líf en ég
á von á góðum kipp
næstu daga eftir þessa
miklu rigningu“, sagði
Magnús Haraldsson, stór-
veiðimaður úr Sparisjóðn-
um í Keflavík en hann og
félagar hans komu heim í
gær tómhentir úr Fossálum
á Síðu en þessar síðsum-
arsár fvrir austan hafa
ekkert gefið að undanförnu.
Sama saga var af hollinu á
undan í Fossálum og lítið
hefur heyrst af veiði í Vatna-
mótum og Geirlandsá. Þær
eru reyndar nú eftir hressilega
haustrigningu bakkafuilar og
komi ekki gott skot næstu
daga verður þetta rannsókn-
arefni, þessi litla veiði.
Kannski sjóbirtingurinn sé
bara að stríða veiðimönnum.
Páll bóndi á Síðu sagði við
síðustu veiðimenn að hann
skyldi ekkert í þessu ástandi.
Veiðisögur frá sumrinu em
kræsilegri en úr haustveiðinni.
Meðal stórfiska sumarsins má
nefna 21 punda hæng sem
Öm Bergsteinsson úr Kefia-
vík veiddi í Hafralónsá fyrstu
vikuna í september. Hann er í
virðulegu veiðifélagi sem
heitir því skemmtilega nafni
Laxfiskar. Hollið veiddi 37
laxa frá 5 pundum upp í 21
pund. Öm fékk hænginn
myndarlega á veiðistaö Tung-
árhyl (nr. 15). Einn veiðifé-
laga hans, Eiríkur Reynisson
fékk 18 punda hæng í Pott-
inum (veiðist. nr.4). Öm sagði
að sá stóri hefði tekið nokkrar
rokur, lagt síðan og gefist upp
eftir 50 mín. Öm veiddi
stærsta fiskinn í Hrollleifs-
dalsá sem Stangveiðifélag
Keflavíkur er með, 16 punda
fisk. Allir þessir stórfiskar
fengust á maðk.
Frændahollið úr Höfnum
gerði góða ferð í Langá
síðustu dagana í ágúst. Þeir
tóku að vísu við ánni eftir 400
fiska veiði fyrsta maðka-
hollsins sem reyndar svindlaði
140 fiskum sem þeir skráðu
ekki í veiðibækur. I ofanálag
var fyrsti dagurinn í „kakói“ '
vegna stómgningar. Hafna-
frændur voru með 8 stangir af
12 og veiddu 53 fiska, frá 2 til
15 punda, nánast alla á maðk.
Tveir tóku flugu. Stærsta
fiskinn fékk Ólafur Bjöms-
son, 15 punda Langár-hæng á
svæði 51. Geysifallegan fisk.
Nokkur umræða hefur verið
að undanfömu með svokölluð
fyrstu maðkaholl. Ingvi Hrafn
Jónsson Langárbóndi sagði á
Kiwanisfundi íKeflavík í
vikunni að það kæmi til
greina að róterta fyrstu holl-
unum milli ára. Góð hug-
mynd, ekki síst í Ijósi ofsa-
veiði þessara holla en hún
varð tilefni viðtals við stór-
veiðimanninn, Þórarinn Sig-
þórsson í Degi nýlega þar sem
hann segir nauðsynlegt að
setja kvóta. Hætta sér liein-
lega á því að eyðleggja ár
með þessum mokstri segir
veiðimaður sem kallar ekki
allt ömmu sína þegar mokstur
er annars vegar.
Sælirog glaðir
Á myndinni til vinstri má sjá þrjá sæla veiðimenn úr
Hafnahollinu sem veiddi í Langá nýlega., Valur Ketilsson held-
urá 5 punda laxi sem hann veiddi við laxastigann á svædi 90.
Med honum eru frændi hans Gardar K. Vilhjálmsson og
stórveiði-tollarinn Andrés Ari Ottósson. Að ofan má sjá inn í
setustofuna í glæsilegu og splunkunýju veiðihúsi við Langá.
26