Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1998, Page 31

Víkurfréttir - 08.10.1998, Page 31
Fjarnám í ferðamálafræðum erstundað um alltland. Nemendur símenntunar á Suðurnesjum fylgjastmeð lelðbeinanda í nýju sjónvarpsbúnaði sem er einnig á fleiri stöðum úti á landi. Þetta er ný aðferð í kennslu sem hefur gefist vel og á án efa eftir að verða meira notuð í framtíðinni. Að neðan má sjá hópinn á Ijósmynda- námskeiðinu hjá Mogga-séníunum, Rax og Einari Fal. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:_______ Um tvöhundruð manns á haustnámskeiöum Unclanfarnar vikur hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum staðið fyrir námskeiðum af ýmsu tagi. Meðfylgjandi niyndir voru teknar á þremur þeirra. Einar Thoroddsen leiðbeindi áhugafólki og starfsfólki af veitingahúsum um notkun borðvína. Ragnar Axelsson og Einar Falur Ingólfsson, Ijósmvndarar á Morgunblaðinu, leiðbeindu áhugafólki og atvinnumönn- um á Ijósmyndanámsekiði og fyrir nokkru hófst fjarkennsla í ferðamálafræðum í samstarfi við Háskóla Islands og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Revkjanesbæjar. „Eg er mjög ánægður með viðtökurnar. Það hafa um tvöhundruð og fimmtíu manns sótt námskeið okkar en við erum að auglýsa fleiri núna og munum bæta við aftur í nóvember og svo aftur eftir áramót“, sagði Kjartan Már Kjartansson, forstöðumaður Fleiri námskeið hefjast á næstu dögum og eru nokkur þeirra kynnt í auglýsingu hérá síöunni. Námskeið í innra eftirliti Miðstöð símenntunar á Suð- umesjum stendur fyrir nám- skeiði í HACCP eftirlitskerf- inu (GAMES á ísl.) dagana 26.og 27. okt. n.k. í samstarfi við Skoðunarstofu Suður- nesja. Námskeiðið er ætlað sem starfa við matvæla- vinnslu. 1 lögum unr meðferð sjávarafurða er kveðið svo á um að forsenda fyrir vinnslu- leyfi hjá fiskvinnsluhúsum sé að til staðar sé starfsmaður með sérþekkingu. Fiskistofa hefur skilgreint þessa grein laganna þannig að í hverri vinnslustöð þurfi að vera til staðar starfsmaður sem sótt hefur námskeið og staðist próf í HACCP eftirlitskerfinu. Brynjar Gunnarsson hjá Skoðunarstofu Suðurnesja hefur réttindi til að halda slflct námskeið. Skráning fer fram í síma 421-7500 (sjá auglýs- ingu annars staðar í blaðinu). MlÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR ÁSUÐURNESJUM Námskeið á næstunni Exel 97 fyrir fjármálafólk Fjarnám á Internetinu á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands hefst 19. okt. grun- nþekking á Exel skilyrði kennari: Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur. Islensk listasaga (1008) 12 kennslustundir í lok október kennari: Sigrid Österby Ættfræði (1009) 24 kennslustundir, hefst 20.okt. kennari: Magnús Ó. Ingvarsson Lög um fjöleignarhús (1011) 6 kennslustundir, 20. og 21. október kennari: Selma Baldvinsdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 421-7500 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ______Http://www. mss. is____ Víkurfréttir 31

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.