Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Leið Andríkis gerir alla glaða:    Auðvitað detturstjórnarand- stöðunni ekki í hug að nú verði efnt til kosninga þótt hún flytji tillögu um slíkt.    Á kannski aðkjósa til þings í vikunni eftir forsetakosningar?    Það eru ekki nema tvö hundruðframbjóðendur komnir í for- setaframboð og ósanngjarnt að ætl- ast til þess af þeim að þeir keppi um athyglina við tvöþúsund frambjóð- endur til Alþingis.    Og af því að flestir þjóðmálaspek-ingar landsins eru sannfærðir um að atkvæði í forsetakjöri dreifist næstum því jafnt þá verður einhver þessara tvö hundruð frambjóðenda kosinn með 0,5% fylgi.    Sennilega væri best að sleppa öll-um þessum kosningum og halda bara í staðinn eina ógilda kosningu til stjórnlagaþings.    Fela svo Ómari Ragnarssyni ogÞorvaldi Gylfasyni að semja fjögurhundruð greina nýja stjórnar- skrá sem tekur á öllu sem getur komið upp.    Að því búnu myndi Þorkell Helga-son búa til einhverja snjalla reiknireglu í þrjátíu liðum sem Pétri Gunnlaugssyni yrði falið að bæta inn í stjórnarskrána þar sem hann teldi mikilvægast að hafa hreinar línur.    Svo geta allir flutt til Tortóla.“ Hvernig líst Tort Óla á þessa leið? STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 alskýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Akureyri 1 heiðskírt Nuuk -1 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 alskýjað Lúxemborg 6 alskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 6 heiðskírt Glasgow 6 upplýsingar bárust ek London 8 skúrir París 7 heiðskírt Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 6 skýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal -5 slydda New York 10 alskýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:44 20:20 ÍSAFJÖRÐUR 6:44 20:30 SIGLUFJÖRÐUR 6:27 20:13 DJÚPIVOGUR 6:12 19:51 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Páll Sævar Guðjónsson verður vallarkynnir Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á leikjum Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakk- landi í sumar. „Þetta er magnað tækifæri og mikil viðurkenning að fá að vera með í þessari sögulegu umgjörð,“ segir Páll, sem flýgur til Frakklands 11. júní og er með opinn miða heim, en hann verð- ur eins lengi í Frakklandi og íslenska landsliðið verður í keppninni. UEFA leggur áherslu á að framkvæmd EM í sumar verði eins góð og kostur er og sérstök áhersla verður lögð á öryggismál. Í fyrsta sinn verða vallarkynnar frá landi hvers liðs og tala þeir á móðurmáli sínu. Auk þess verður franskur kynnir og verða því allt að þrír kynnar á hverjum leik. „Hlutverk mitt verður að taka þátt í að búa til góða stemningu, jafnt innan vallar sem utan, auk þess sem ég kem mikilvægum skilaboðum á ís- lensku til Íslendinga,“ segir Páll. Skipunin kom Páli í opna skjöldu. Hann hafði hugsað sér að fara á einn leik í keppninni og ætl- aði að kaupa miða á leik Íslands og Austurríkis klukkutíma áður en miðasölunni lauk en var ekki með vegabréfið tiltækt og missti af tækifærinu. „Þá hugsaði ég með mér að þar með væri draum- urinn úti en daginn eftir hringdi Ómar Smárason hjá KSÍ í mig, sagði að UEFA hefði beðið um ís- lenskan kynni og spurði hvort ég væri tilbúinn að vera kynnir á leikjum Íslands. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar enda veit ég að þetta verður ógleymanleg keppni.“ Páll verður alfarið á vegum UEFA í Frakk- landi. Hann verður leiddur í gegnum vinnuferlið 12. júní og og síðan verður hann mættur á völlinn þremur tímum fyrir hvern leik Íslands. Boðið verður upp á skemmtun fyrir utan vellina þremur tímum fyrir leik og þar verður Páll í hlutverki. Síðan verður hefðbundin kynning inni á vellinum. „Starfi mínu lýkur klukkutíma eftir hvern leik.“ Reynslubolti í faginu Páll hefur verið „röddin“ í íslenskum fótbolta í aldarfjórðung. Á níunda áratugnum vann hann á útvarpsstöðvum og í kjölfarið byrjaði hann sem kynnir á leikjum KR í körfubolta 1988. Tveimur árum síðar tók hann að sér sambærilegt starf á heimaleikjum KR í fótbolta og hefur verið á hvor- um tveggja vígstöðvum síðan. Hann hefur verið kynnir á heimaleikjum karlalandsliðs Íslands frá árinu 2000 auk þess sem hann hefur sinnt starfinu á kvennalandsleikjum og leikjum yngri landsliða og í úrslitaleikjum bikarkeppni karla og kvenna. „Ég hef alltaf lagt mikinn metnað í að gera þetta vel og tala rétt mál,“ segir Páll. „Hins vegar kann ég ekkert í frönsku en Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Alliance Française á Íslandi, ætlar að taka mig í frönskunámskeið.“ Páll kynnir á EM í Frakklandi Morgunblaðið/Ómar Turnar Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Páll Guðjónsson vallarþulur ræða málin.  Sérlegur fulltrúi UEFA á leikjum Íslands Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus Aðalafundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldinn fyrir há- degi í dag, en eftir hádegi gangast samtökin fyrir ráðstefnu undir yfir- skriftinni: Sjávar- útvegur: Stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnu- lífs. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 13.00 til 16.30. Jens Garðar Helgason, for- maður Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, setur ráðstefnuna en síðan flytur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, ávarp. Frum- mælendur verða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, Lars Christensen, eigandi ráðgjafastofunnar Markets and Money Advisory, Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, Karen Kjartansdóttir, sam- skiptastjóri SFS, og Eyjólfur Guð- mundsson, rektor Háskólans á Akureyri og fyrrverandi aðal- hagfræðingur CCP. Verðlaun afhent Fundarstjóri verður Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Ein- hamars Seafood. Hvatningar- verðlaun sjávarútvegsins verða af- hent á ráðstefnunni auk þess sem úthlutað verður úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins. Vaxtartækifæri rædd á fundi SFS í dag Jens Garðar Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.