Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Ríkisstjórn Bretlands er að gera „allt
sem hún getur“ til að aðstoða illa
staddan stáliðnað landsins eftir að
fyrirtækið Tata Steel ákvað að selja
verksmiðjur sínar í Bretlandi. Þetta
hefur AFP eftir David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands.
Neyðarfundur var haldinn í ríkis-
stjórn Camerons í gær þar sem ótt-
ast er að þúsundir manna missi vinn-
una verði af sölunni. Sagði hann
stöðuna afar slæma að loknum fund-
inum. „Við útilokum ekkert en ég tel
ekki að þjóðnýting sé rétta svarið.“
Indverski stálrisinn Tata Steel er
með rúmlega 15.000 manns við störf í
Bretlandi. „Störfin skipta sköpum
fyrir starfsmennina, fjölskyldur
þeirra og samfélögin og stjórnin ger-
ir allt sem hún getur til að vinna með
fyrirtækinu og reyna að tryggja
framtíð stáliðnaðarins um land allt.
Þetta er bráðnauðsynlegur iðnaður,“
sagði Cameron.
Þjóðnýti
ekki stál-
iðnaðinn
Óttast að þúsundir
manna missi vinnuna
Vegbrú sem var í byggingu í ind-
versku borginni Kokata hrundi í
gærdag. Samkvæmt frétt BBC eru
að minnsta kosti átján látnir og ótt-
ast er að margir liggi særðir undir
braki brúarinnar.
Slysið átti sér stað á einu af þétt-
býlustu svæðum borgarinnar en
skortur á eftirliti með byggingar-
framkvæmdum á Indlandi hefur
lengi verið gagnrýndur.
18 fórust þegar
vegbrú hrundi
INDLAND
Belgísk yfirvöld
hafa ákveðið að
framselja Salah
Abdeslam til
Frakklands en
hann er grun-
aður um aðild að
hryðjuverkárás-
unum í París í
nóvember þegar
130 manns létu
lífið. Abdeslam hefur samþykkt að
vera samvinnuþýður við yfirvöld og
mótmælir ekki framsalinu.
Abdeslam fram-
seldur til Parísar
Salah Abdeslam
BELGÍA
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip
Erdogan, sakaði Vesturlönd í gær
um að hafa hundsað ákall hans um að
grípa til sameiginlegra aðgerða gegn
hryðjuverkum og öfgaöflum í heim-
inum. Þá hefði leynilegum upplýs-
ingum um yfirvofandi ógn ekki verið
deilt á milli landanna. Þetta kemur
fram á fréttavef AFP en Erdogan er
staddur í Washington-borg í Banda-
ríkjunum á leiðtogafundi um kjarn-
orkumál.
Gagnrýndi hann Belga sérstak-
lega fyrir að hafa ekki brugðist við
upplýsingum sem stjórnin í Ankara
hafði látið þeim í té varðandi einn
árásarmannanna, Ibrahim El
Bakraoui.
Ósáttir við stuðning við Kúrda
„Vesturlöndin skildu okkur eftir.
Aldrei var orðið við beiðni okkar um
að samnýta leynilegar upplýsingar,“
sagði Erdogan í viðtali við CNN-
sjónvarpsstöðina. Einnig hefðu Evr-
ópusambandsríkjunum mistekist að
átta sig á mikilvægi ákalls Tyrkja
um sameiginlega stefnu og aðgerðir.
Bandaríkjamenn hafa lengi litið á
Tyrki sem mikilvægan bandamann í
málefnum íslams og hófsamt afl í
Miðausturlöndum. Deilur hafa þó
staðið á milli landanna vegna Sýr-
lands undanfarið en stjórnin í Wash-
ington hefur farið fram á það við
tyrknesku stjórnina að leggja meira
af mörkum í baráttunni gegn Ríki
íslams á svæðinu. Tyrkir hafa verið
ósáttir við stuðning Bandaríkjanna
við herlið Kúrda í Sýrlandi af ótta við
að það geti leitt til aðskilnaðar
Kúrdahéraða frá Tyrklandi.
Herinn hafnar ásökunum
Tyrkneski herinn hefur verið sak-
aður um að vilja steypa Erdogan af
stóli í heimalandinu á meðan hann er
í Bandaríkjunum á leiðtogafundin-
um. Herinn þvertók fyrir þessar
ásakanir í gær.
„Agi, undantekningalaus hlýðni og
virðing fyrir yfirmönnum sínum er
sá grunnur sem tyrkneski herinn
byggir á,“ sagði í yfirlýsingu frá
hernum í gær. Herinn hefur þó í þrí-
gang steypt kjörnum ríkisstjórnum
af stóli, eða á árunum 1960, 1971 og
1980.
Tyrkland mun einnig taka við
fyrsta hluta flóttamannahópsins frá
Grikklandi á mánudag í samræmi við
samkomulag sem landið gerði nýlega
við Evrópusambandsríkin. Fjöldinn
er ekki staðfestur en heimildarmað-
ur AFP sagði að líklega yrðu um 500
manns fluttir til Tyrklands.
„Skildu okkur eftir“
Tyrkir vilja berjast með Vesturlöndum gegn hryðjuverka-
ógninni Herinn segist ekki ætla að steypa Erdogan af stóli
AFP
Tyrkir Erdogan (t.h.) á fundi í Wash-
ington um kjarnorkumál.
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag
sýknaði í gær serbneska þjóðernis-
öfgamanninn Vojislav Seselj af níu
ákæruliðum vegna meintrar aðildar
hans að voðaverkum Serba í stríð-
unum í Bosníu og Króatíu á 10. ára-
tug síðustu aldar.
Segir í niðurstöðu dómsins að Se-
selj hafi hvorki borið ábyrgð á voða-
verkunum né hafi hann vitað um þau
eða stutt þau. Hann var ákærður fyr-
ir ofsóknir, þjóðflutninga, morð og
pyntingar og krafist var 28 ára fang-
elsisdóms yfir honum. Hann hefur þó
verið frjáls ferða sinna síðan 2014
þegar honum var sleppt af mann-
úðarástæðum eftir að hann greindist
með krabbamein. Seselj var ekki við-
staddur uppkvaðningu dómsins en
fagnaði niðurstöðunni og sagði hana
vera „vandaða og sanngjarna“.
Forsætisráðherra Króatíu sagði
dóminn hins vegar „skammarlegan“
og ósigur fyrir dómstólinn í Haag og
ákæruvaldið.
Saksóknarar geta áfrýjað dómn-
um. „Ég er þess fullviss að aðstand-
endur fórnarlambanna og fleiri sætti
sig ekki við niðurstöðuna,“ sagði
Brammertz, aðalsaksóknari málsins.
AFP
Dæmdur sýkn Seselj var sýknaður af voðaverkum í Balkanstríðum.
Vojislav Seselj sýkn-
aður af stríðsglæpum
Dómurinn sagður „skammarlegur“
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Gómsæt og skemmtileg
gúmmívítamín fyrir alla
fjölskylduna
Vítamín hafa
aldrei bragðast
svona vel...
Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjarðarkaupum,
verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla. balsam.is