Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Starf verkfræðingsins getur verið mjög fjölbreytt og stundum veit maður ekkert í hverju maður er að lenda,“ segir Guðbjörn Gústafsson, verkfræðingur hjá Verkís. Hann starfar mikið erlendis við virkj- anagerð og oft við framandi að- stæður. Guðbjörn mun halda er- indi í dag á Degi verkfræðinnar um útflutning orkuþekkingar og fara yfir hvað verkfræðingar eru að gera erlendis í kringum raf- orkuframleiðslu. Verkís er núna með fjögur verk- efni í gangi erlendis, í Georgíu, Tansaníu, Tyrklandi og Eþíópíu. „Við erum minnst í nágrenni við Ísland en mest í Austur-Evrópu og Afríku. Við erum kannski þar sem enginn annar vill fara, mig grunar það stundum,“ segir Guðbjörn kankvís. Fjöldi erlendra verkefna hefur verið stöðugur undanfarin tíu ár hjá Verkís en hvert þeirra tekur yfirleitt um tvö til fjögur ár í framkvæmd og er unnið mismikið í þeim á hverjum tíma. „Hjá Verkís hefur þetta verið á milli 5 til 10% af veltunni í nokkur ár. Þetta er ekki stór hluti en menn koma reynslunni ríkari frá svona verk- efnum og sjá hlutina frá öðru sjón- arhorni, sem er öllum til góðs.“ Hvert er hlutverk íslenskra verkfræðinga í þessum löndum? „Við erum í hönnun og að að- stoða við uppsetningu og gang- setningu. Í rauninni er þetta allt frá því að einhver kemur með kort og segist vilja byggja virkjun og þangað til virkjunin fer í gang,“ segir Guðbjörn og bætir við að þetta séu yfirleitt virkjanir sam- bærilegar þeim sem eru hér á landi og því komi Íslendingarnir svo sterkir inn. Guðbjörn segir að aðstæðurnar sem þeir þurfi að vinna við erlend- is séu oft framandi. „Við höfum verið svo langt frá öllum manna- byggðum á Grænlandi að það þarf flugferð og sjóferð til að komast inn á virkjunarstað og þar er mað- ur innilokaður, með 99% karl- mönnum, þar til einhver hleypir okkur út. Svo fer maður til Afríku þar sem er sofið undir neti og ap- arnir hlaupa uppi á bílþakinu. Tungumálaerfiðleikar geta líka sett strik í reikninginn og þá er stuðst við einhverskonar táknmál. Við erum t.d. í Georgíu núna þar sem enskukunnátta er mjög lítil og þá notum við túlk, hann er ekki endilega tæknimenntaður og þýðir ekkert nákvæmlega það sem mað- ur segir þannig að þetta getur orð- ið áskorun,“ segir Guðbjörn sem hefur starfað sem verkfræðingur í tólf ár og þar af verið átta ár á flakki milli landa, mest á Græn- landi, Tyrklandi og í Tansaníu. „Þetta er pínulítið ævintýri,“ segir hann að lokum. Verkfræðingur við framandi aðstæður  Guðbjörn Gústafsson, verkfræðingur hjá Verkís, ferðast á milli Grænlands, Tyrklands, Tansaníu og Georgíu  Fjallar um útflutning orkuþekkingar á Degi verkfræðinnar í dag  Reynslunni ríkari Í vinnunni Guðbjörn Gústafsson, verkfræðingur hjá Verkís, við vatnsaflsvirkjun sem heitir Kidatu í Tansaníu 2015. Dagur verkfræðinnar er haldinn í dag á Hótel Reykjavík Natura. Í þetta skipti verður horft til framtíðar og veitt yfirsýn yfir líklega þróun verkfræðinnar á Íslandi næstu árin. 23 erindi verða flutt í þremur sölum. Á dagskránni eru meðal annars erindi Eggerts Þorgríms- sonar sem fjallar um róbóta í raforkukerfum, Sæmundar Þor- steinssonar um fimmtu kynslóð farsímakerfa, Ásgeirs Bjarna- sonar um hjartsláttarmælingar í stórum og smáum villtum dýr- um og þá verður þema um ofur- tölvu Íslands og gagnaver á Ís- landi í tilefni af 75 ára afmæli Rafmagnsverkfræðingadeild- arinnar. Horft til framtíðar DAGUR VERKFRÆÐINNAR Necklash -Ekta silfur -Aska úr Eyjafjallajökli Frábær gjöf við öll tilefni! Finnið okkur á: Facebook: Necklash Instagram: Necklash_ símanúmer: 661-5900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.