Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
✝ Karl Einarssonfæddist í Bú-
landsseli í Skaft-
ártungu 24. júní
1928. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 22. mars
2016.
Foreldrar hans
voru Einar Gísli
Sigurðsson, bóndi,
f. 1887, d. 1932, og
Þuríður Anesdóttir,
f. 1892, d. 1970. Systkini Karls: 1)
Sigurður Anes, f. 1919, d. 1930.
2) Sólmundur Maríus, f. 1921, d.
1994, maki Rannveig Jónsdóttir,
f. 1924, d. 2007. 3) Elín Magnea,
f. 1923, d. 1980, maki Matthías
Ólafsson, f. 1915, d. 2012. 4)
Andrés Sigurður, f. 1929, d.
2015, maki Svava Ólafsdóttir, f.
1932, d. 2007.
Eiginkona Karls var Hulda
Karlotta Kristjánsdóttir, f. 1924,
d. 1989. Foreldrar hennar voru
Kristján Ágúst Kristjánsson, f.
1899, d. 1930, og Guðríður Krist-
insdóttir, f. 1897, d. 1970. Börn
Karls og Huldu eru: 1. Einar, f.
1953, maki Guðbjörg Jónsdóttir,
þau slitu samvistum. Dóttir henn-
ar og fósturdóttir Einars er Gyða
kvæntur Kristínu Sveinbjörns-
dóttur, f. 1950, og eiga þau þrjú
börn: a) Guðrún Kristín, f. 1973,
maki Smári Rúnar Þorvaldsson, f.
1973, börn þeirra eru Katrín Eir,
f. 1994 og Melkorka Sif, f. 2000; b)
Hulda Karlotta, f. 1976, maki
Hugo Alexandre Santos P. Poge,
f. 1974. Börn þeirra eru Alda Leo-
nor, f. 2009, og Vera Kristín, f.
2013; c) Steinar Karl, f. 1981,
maki Unnur Guðlaug Þorsteins-
dóttir, f. 1985. Börn þeirra eru
Isabella Lív, f. 2008, og Sunneva
Lára, f. 2012.
Hann gekk í skóla í Múlakoti á
Síðu og í Smíðaskólann í Hólmi í
Landbroti. Árið 1946 flutti hann
til Reykjavíkur og lærði húsa-
smíði hjá Magnúsi Jónssyni húsa-
smíðameistara. Hann fékk
sveinsbréf í húsasmíði 1950 og
fjórum árum síðar meistararétt-
indi í þeirri iðn. Fyrstu árin
bjuggu þau Karl og Hulda með
móður hennar í Hafnarfirði með-
an hann byggði, ásamt Andrési
bróður sínum, hús við Hlíðarveg
í Kópavogi. Eftir að hann hætti
störfum sem húsasmíðameistari
bjó hann í Lækjasmára. Hann
fékk vist á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í frábærri umönnun
starfsfólks þar.
Útför Karls fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 1. apríl 2016, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Magnúsdóttir, f.
1976, maki Jan
Arentoft, f. 1972,
barn þeirra er Teit-
ur Magnús Jansson
Arentoft, f. 2014. 2.
Sverrir, f. 1954. 3.
Birgir Þór, f. 1957,
maki Agnes Ray-
mondsdóttir, f. 1959,
börn þeirra eru: a)
Berglind Ósk, f.
1982, maki Darren
McNeilly, f. 1977, barn þeirra er
Kara McNeilly, f. 2014; b) Karl
Raymond, f. 1985, maki Fanney
Björk Tryggvadóttir, f. 1987,
börn þeirra eru Katrín Lilja, f.
2011, og Bjarki Már, f. 2014; c)
Ingvar Steinn, f. 1987, maki Sóley
Emilsdóttir, f. 1988, þeirra barn
er Emilía Sif, f. 2013. 4. Hrafn-
hildur, f. 1962, maki Tómas Hauk-
ur Tómasson, f. 1964. Börn þeirra
eru: a) Valgeir, f. 1987, maki
Bergrós Arna Jóhannesdóttir, f.
1988, barn þeirra er Hafdís Birna,
f. 2015; b) Brynjar, f. 1990; c)
Andri Karl, f. 1992, unnusta Anna
Kristín Gunnarsdóttir, f. 1994; d)
Hulda Katrín, f. 2000. Fyrir átti
Hulda soninn Kristján Ágúst
Bjarnason, f. 1948. Hann er
Hann fæddist í torfbæ á Jóns-
messu. Þar höfðu afi og amma
byggt sér bæ um leið og fyrstu
stráin gægðust upp úr öskunni
eftir Kötlugosið 1918. Þetta var í
Búlandsseli á heiðunum norð-
austur af Mýrdalsjökli. Þeirra til-
raun til að verða sjálfstætt fólk.
En hann var aðeins á fjórða ári
þegar afi fórst við sjósókn. Það
var erfitt að lenda bátum í sand-
fjörunni við Vík í Mýrdal þegar
brimið var mikið.
En hann komst á legg ásamt
þremur systkinum sínum en elsti
bróðirinn Sigurður veiktist af
berklum og tapaði þeirri baráttu
ungur. Og berklar fylgdu ömmu
líka og þurfti hún að vera á Vífils-
stöðum um tíma vegna þeirra.
Eftir að hafa lært húsasmíði,
eins og Andrés yngsti bróðirinn,
byggðu þeir bræður hús við Hlíð-
arveginn í Kópavogi. Andrés bjó
ásamt fjölskyldu á efri hæð en við
á miðhæðinni. Í kjallaranum voru
þeir síðan með lítið trésmíðaverk-
stæði. Þar var nú heldur betur
gaman að vera fyrir okkur krakk-
ana. Andrés smíðaði fyrir okkur
strákana forláta riffilskefti þann-
ig að allur Hlíðarvegurinn öfund-
aði okkur.
Eitt sinn var ég einn með
pabba niðri á verkstæðinu – varla
nema 6 ára. Hann var nýbúinn að
límbera spón og plötur og þurfti
að koma þessu í þvingu. Þá fór
rafmagnið. Þetta var um vetur og
því niðamyrkur. Hann bað mig að
halda á kveikjara og lýsa upp
þannig að hann gæti klárað verk-
ið. Sem ég gerði og fékk að lokum
klapp á bakið. En hann beið fram
að kvöldmatnum með að segja frá
þessu og hrósaði mjög frammi-
stöðu minni við að bjarga verð-
mætum þegar allir heyrðu. Fæt-
ur mínir snertu ekki gólfið þetta
kvöldið. Bara lítið dæmi um
stuðninginn sem hann sýndi okk-
ur öllum alla tíð.
Við bræður lærðum allir hjá
honum húsasmíði og þegar hug-
urinn leitaði annað eftir það nám
sýndi hann aldrei annað en stuðn-
ing. Og þegar Hrafnhildur systir
mætti í jólaboð með hann Tomma
sinn, sem var líka smiður, var
ekki langt í að þeir færu að vinna
saman og þegar pabbi hætti sök-
um aldurs tók Tommi við rekstr-
inum.
Við Sverrir bróðir áttum okkar
verkstæði í kjallaranum í
Brekkutúni – ekki trésmíðaverk-
stæði – heldur hugbúnaðarverk-
stæði. Þangað kom pabbi í heim-
sókn til okkar reglulega og alltaf
á fimmtudagskvöldum því þá
reiknaði Sverrir fyrir hann laun
karlanna sem voru í vinnu hjá
honum og prentaði út launaseðla.
Hann hafði alla tíð mikið yndi
af stangveiði og stundaði hana
með vinum sínum eins og mögu-
legt var.
Eftir veikindi mömmu og frá-
fall hennar 1989 bauð hann okkur
öllum í veiði í Hvítá við Gíslastaði.
Þegar við vorum á heimleið og er-
um að keyra í gegnum Kiðjaberg
segir einhver að hér væri gaman
að eiga sumarhús. Þá segir sá
gamli að hann hafi verið að fá bréf
frá Meistarasambandinu um að
þeir hefðu keypt jörðina. Það var
sótt um. Bygging þess húss með
dyggri aðstoð pabba var einstak-
lega skemmtileg og batt okkur öll
betur saman.
Síðustu ár hafa verið honum
erfið vegna lungnaveiki. Hann
hefur verið á sjúkrastofnunum
frá júní 2014 og síðasta árið í
Sunnuhlíð þar sem einstaklega
vel var hugsað um hann og færum
við öllum þar okkar bestu þakkir.
Hvíl í friði, kæri pabbi okkar.
Einar.
Elsku afi Kalli.
Nú þegar þú hefur kvatt okkur
eftir löng veikindi, þá koma upp í
hugann margar góðar og fallegar
minningar um stundirnar sem við
höfum átt saman í gegnum tíðina.
Við minnumst sunnudagsheim-
sóknanna í Hrauntunguna, þegar
amma Hulda stóð vaktina í eld-
húsinu og bakaði kökur og aðrar
kræsingar handa okkur á meðan
við sátum saman við borðstofu-
borðið og lögðum kapal. Alltaf
fannst okkur krökkunum jafn
gaman að fá að glamra á orgelið,
leika saman úti í garðinum og
borða ísblóm sem alltaf var til í
frystinum.
Við minnumst einnig allra
notalegu heimsóknanna til þín í
Lækjasmárann, eftir að við urð-
um eldri. Það var alltaf gaman að
koma til þín, leggja stundum sam-
an kapal eins og í gamla daga og
ræða við þig um heimsfréttir,
pólitík og íþróttir en þú fylgdist
alltaf svo vel með öllu og hafðir
allt á hreinu. Við erum mjög
þakklát fyrir allar þessar yndis-
legu stundir sem við áttum sam-
an. Þú varst góður maður og okk-
ur góð fyrirmynd. Ekki síst erum
við þakklát fyrir það að börnin
okkar, Katrín Lilja, Emilía Sif,
Kara Laing og Bjarki Már, fengu
að kynnast þér þrátt fyrir ungan
aldur. Myndirnar sem voru tekn-
ar af okkur öllum saman á Landa-
kotsspítala síðastliðið sumar eru
okkur einstaklega dýrmætar og
verða vel varðveittar. Elsku afi
okkar, þín verður sárt saknað.
Berglind Ósk, Karl Ray-
mond og Ingvar Steinn.
Karl Einarsson
✝ Margrét Ing-ólfsdóttir fædd-
ist í Vælugerðiskoti
í Villingaholts-
hreppi 9. janúar
1934. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 19. mars 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ingólfur
Gísli Brynjólfsson,
f. 28.11. 1895, d.
24.11. 1952, og Gróa Jón-
asdóttir, f. 14.1. 1905, d. 17.9.
1975. Systkini Margrétar eru
Hrefna María, f. 1981, Jóhannes
Karl, f. 1984, og Margrét Helga,
f. 1990. 2) Hildur Jóhann-
esdóttir, f. 1958, sambýlismaður
hennar er Björn Mikkaelsson og
börn þeirra eru Íris Aníta, f.
1983, og Viktor Örn, f. 1988. 3)
Jóhanna M. Jóhannesdóttir, f.
1962, gift Jóni Óskari Jónssyni,
dóttir Jóhönnu úr fyrri sambúð
er Berglind Þóra Björgvins-
dóttir, f. 1979, dætur Jóhönnu
og Jóns eru Stefanía Björk, f.
1990, og Birgitta Hrönn, f. 1995.
Margrét vann ýmis störf, t.d.
sem kaupakona hér á árum áður
en í seinni tíð við ræstingar í
fyrirtækjum og í heimahúsum.
Síðustu starfsárin starfaði hún
sem skólaliði í Seljaskóla.
Útför Margrétar fer fram frá
Áskirkju í dag, 1. apríl 2016,
klukkan 13.
Hulda Jósefsdóttir,
f. 1930, sammæðra.
Ragnheiður, f.
1932, Brynjólfur, f.
1935, Einar, f.
1936, d. 2012, Garð-
ar, f. 1940, Sig-
urður, f. 1937, d.
2012, Unnur, f.
1941, Sigurbjörn, f.
1945, og Eyþór, f.
1946.
Börn Margrétar
eru: 1) Lilja Björk Hjálm-
arsdóttir, f. 1957, gift Hagbarði
Ólafssyni, börn þeirra eru
Í dag kveðjum við elsku móð-
ur okkar í hinsta sinn.
Margs er að minnast, og með
söknuði og hlýhug viljum við
þakka henni fyrir allt.
Mamma bjó okkur systrum
fallegt heimili, okkur skorti aldr-
ei neitt. Þegar við vorum litlar
stúlkur saumaði hún falleg föt á
okkur. Þjóðhátíðardagurinn var
í sérstöku uppáhaldi, þá fengum
við alltaf ný föt sem hún hafði
saumað á okkur. Einnig nutu
vinkonur okkar góðs af sauma-
áhuga hennar. Mamma var alltaf
ósérhlífin og vann mikið úti,
ásamt því að sinna okkur systr-
um og heimili. Bakstur, matar-
gerð og saumaskapur, sama
hvað það var, mamma gat allt.
Mamma elskaði að halda fjöl-
mennar veislur, sem hún gaf allt
í, og voru brauðterturnar hennar
lagaðar og skreyttar af mikilli
natni. Alltaf var mamma boðin
og búin til aðstoðar við kökugerð
fyrir afmæli barnabarna sinna.
Mamma elskaði að spila á gít-
ar í góðra vina hópi og minn-
umst við systurnar þorrablót-
anna á heimili okkar, þar sem
systkini hennar og vinir okkar
skemmtu sér konunglega.
Mamma var alltaf heilsu-
hraust og kom það sem reið-
arslag fyrir okkur öll þegar hún
greindist með krabbamein fyrir
ári. Síðastliðið ár var henni erf-
itt, en hún tók veikindum sínum
með miklu æðruleysi. Mömmu
hrakaði ört síðustu vikurnar, en
hún lá á líknardeild Landspít-
alans og lést í faðmi okkar
systra.
Elsku mamma, þín verður
sárt saknað.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju
fyrir allt og allt
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þínar dætur,
Lilja, Hildur og Jóhanna.
Allar minningar sem við eig-
um um hana ömmu eru hlýjar og
góðar. Hún var alveg eins og
ömmur eiga að vera og hugsaði
vel um sig og sína. Hún var al-
gjör húsmóðir í sér og við mun-
um hélst eftir henni með tusk-
una í annarri hendi og sópinn í
hinni. Hún var ekki lengi að
koma yfir til okkar og búa til
eitthvað gott handa okkur að
borða þegar við vorum einar
heima. Við kunnum að meta allt
sem þú gerðir fyrir okkur, elsku
amma, og við munum sakna þín
mikið.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Kveðja,
Stefanía og Birgitta.
Margrét
Ingólfsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Takk fyrir allar góðu
minningarnar sem við
systkinin áttum með þér.
Það var alltaf gott að koma
til þín í Kambaselið og
kemur söknuðurinn alltaf
betur og betur í ljós með
hverjum deginum. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Hrefna María, Jóhannes
Karl og Margrét Helga.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF RUNÓLFSDÓTTIR,
lést á Sóltúni 20. mars. Útför hennar fer
fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 1.
apríl klukkan 11.
.
Lillý Valgerður Oddsdóttir, Ingimar Jónsson,
Runólfur Oddsson,
Vala Agnes Oddsdóttir, Georg Kr. Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
UNNUR EBENHARÐSDÓTTIR,
Hamragerði 4,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 17. mars síðastliðinn.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hennar. Þökkum starfsfólkinu
á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
EYRÚN HULDA MARINÓSDÓTTIR
frá Hjálmholti, Vestmannaeyjum,
Smárabarði 2b, Hafnarfirði,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19.
mars sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 8. apríl klukkan 13.
.
Guðjón I. Ólafsson, Hildur Hauksdóttir,
Birna Ólafsdóttir,
Viðar Ólafsson, Halldóra S. Sigvarðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
LÁRUSAR VALDIMARSSONAR,
fv. bónda, Kirkjubæjarklaustri II.
Bestu þakkir til starfsfólks Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Klausturhólum fyrir alúð
og umönnun síðustu ára.
.
Sólrún Ólafsdóttir,
Guðrún Lárusdóttir, Þórarinn Leifsson,
Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sverrir Gíslason,
Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA HELGA VIGFÚSDÓTTIR,
Bergþórugötu 27, Reykjavík,
sem lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn
22. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. apríl klukkan 13.
.
Bjarni Þór Þorvaldsson,
Kristín G. Sigurðardóttir, Aðalsteinn Þ. Sigurjónsson,
Vigfús Már Sigurðarson,
Linda Ósk Sigurðardóttir, Georg Páll Skúlason,
Ágúst Arnar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.