Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Veturinn hefur verið dásamlegur, algjörlega frábær. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri vetur,“ sagði Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, þegar rætt var við hana í gær. „Það hefur verið lítið af stór- viðrum og mikið af stillum. Búið að vera bjart og kyrrt og fallegt veður heilt yfir.“ Svartárkot er innsti bær í Bárðardal að austan og stendur við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Aðeins var farið að hlýna þar í gær eftir kuldakast undanfarna daga. Um hádegið var frostið „aðeins“ -7,8°C. Það fór nið- ur í -16,8°C í fyrrinótt en nóttina þar á undan fór frostið í -23,2°C. Guðrún segir að vissulega geti af og til orðið kalt í Svartárkoti. Maður klæði sig þá bara bet- ur. Þótt mælirinn sýni mörg stig virðist ekki vera svo kalt sé stilla. Í gær var blankalogn og nánast hvítt yfir að líta í Svartárkoti eftir snjó- komu um páskana. Fyrir páska kom hláka og tók upp mikinn snjó. Þess vegna er nú allt fært og fínt, sem er ekki sjálfgefið á þessum árstíma. „Það er þvílík sól og allt svo fallegt að það eru ekki til orð að lýsa því,“ sagði Guðrún. „Ég sit hér við gluggann og horfi inn í Dyngjufjöll og suður á Vatnajökul. Þetta er óborganlegt.“ gudni@mbl.is Veturinn hefur verið stilltur í Svartárkoti Ljósmynd/Hafrún Huld Hlinadóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meðal þeirra fjölmörgu mála sem ríkisstjórnin skilaði inn til Alþingis í gær, fyrir lok framlagningar- frests, er frumvarp um lækkun tryggingagjalds. Gjaldið mun lækka um hálft prósent 1. júlí næstkomandi. Meðal annarra frumvarpa má nefna frumvarp um breytingar á stuðningi við ný- sköpun og rann- sóknir. Lækkun á tryggingagjaldi er í samræmi við yfirlýsingar sem ráðherrar gáfu í tengslum við gerð kjarasamninga, sérstaklega vegna væntinga at- vinnurekenda. „Við höfum áður sagt að við stefnum að frekari lækkun tryggingagjaldsins en er- um ekki að lögfesta það í þessu skrefi. Með þessu hefur gjaldið lækkað um 0,84% á kjörtíma- bilinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Aukinn stuðningur Meðal annarra mála sem ríkis- stjórnin leggur fram eru breyting- ar á reglum um stuðning við ný- sköpunarfyrirtæki og um rann- sóknarstyrki. „Það er mál sem lengi hefur verið kallað eftir að stjórnvöld hrindi í framkvæmd til að auka samkeppnishæfni Íslend- inga um störf á sviði rannsókna og til að efla nýsköpun í landinu,“ seg- ir Bjarni. Hann segir að með þessu sé ver- ið að bregðast við ábendingum þeirra sem mest hafi látið sig þessi mál varða, til dæmis smærri fyr- irtækja og þeirra sem vinna að ný- sköpun í atvinnulífinu. „Skattkerfið er ekki að styðja við þá starfsemi. Lagðar eru til breytingar á skatta- legri meðferð,“ segir Bjarni. Nefn- ir hann dæmi um að veittur verði tímabundinn skattaafsláttur til að laða til landsins erlenda sérfræði- þekkingu. Þá verði stóraukin heim- ild til frádráttar á skatti vegna rannsóknar- og þróunarstarfa. Lækkar um hálft prósent  Tryggingagjaldið lækkar 1. júlí í sumar samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi  Aukinn stuðningur við nýsköpun og rannsóknir  Aukinn skattafsláttur veittur Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsókn Veittir verða skattaafslættir til að styðja við nýsköpun og rann- sóknir í atvinnulífinu, samkvæmt frumvarpi frá ríkisstjórninni. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn í dag, 1. apríl, og hefst hann kl. 17, samkvæmt auglýsingu sem HB Grandi birti hér í Morg- unblaðinu í gær. Athygli vekur að í fundarboðinu er sérstaklega tilgreint að „fund- urinn fer fram á íslensku“. Kristján Loftsson, stjórn- arformaður HB Granda, var í gær spurður hverju þetta sætti, þar sem einboðið væri að eintómir Íslend- ingar myndu mæta til fundarins. „Það er komið í gang svo mikið af alls kyns þvælu hér á Íslandi að það hálfa væri nóg. Þetta er ein krafa vitringanna hjá Viðskiptaráði Ís- lands, Nasdaq Iceland og Sam- tökum atvinnu- lífsins í bæklingi sem heitir Leið- beiningar um stjórnarhætti fyr- irtækja,“ sagði Kristján sposkur í bragði. Hann segir að það sé búið að gefa svona bækling út fimm sinnum á nokkrum árum og sá nýjasti sé upp á 42 síður. „Fyrst þessi er svona spyr ég bara: Var fyrsti bæklingurinn hjá þeim ekki bara tómt píp?“ segir Kristján. „Á blaðsíðu 11, sem heitir Hlut- hafar og hluthafafundir, kemur fram undir lið 1.1.4. eftirfarandi: „Í fundarboði skal tilgreina á hvaða tungumáli fundurinn mun fara fram svo og tungumál fund- argagna.“ Rammíslenskt fyrirtæki Það er eitthvert voðalegt vitr- ingalið sem hefur samið þetta og ég get ekki skilið það öðruvísi en það sé ætlast til þess að við, þetta ramm- íslenska fyrirtæki, auglýsum það sérstaklega að við ætlum að tala ís- lensku á fundinum og að öll gögn sem lögð verða fram verði á ís- lensku,“ sagði Kristján Loftsson jafnframt. Tala íslensku á fundinum  Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda talar um „vitr- ingaliðið“ hjá Viðskiptaráði, Nasdaq og SA  „Alls kyns þvæla“ Kristján Loftsson „Allan mars- mánuð hafa verið fréttir um stíg- andi í heims- markaðsverði á olíu. Hækkan- irnar nú eru í samræmi við það. Eigi að síður eru umframbirgðir af eldsneyti miðað við eftirspurn og því má gera ráð fyrir að verðið lækki aftur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Í gærkvöldi kostaði bensínlítrinn á þjónustustöðvum á höfuðborgar- svæðinu 194,40 kr. eftir tveggja kr. hækkun á miðvikudag. Verð á sjálfs- afgreiðslustöðvum var gjarnan 192,30 kr. Reyndar fékkst lítrinn á 180,30 kr. hjá Orkunni X við Skemmuveg í Kópavogi og var verð- ið hvergi lægra. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, að engar meiriháttar verðsveiflur á eldsneyti virtust í kortum. Heimsmarkaðsverð hefði aðeins hækkað í vikunni en gengi íslensku krónunnar styrkst á móti að nokkru leyti þó það jafnaði hækkunina samt ekki út að öllu. „Ég býst ekki við miklum verðbreyt- ingum,“ sagði Magnús. sbs@mbl.is Gengið jafnar út hækkun Runólfur Ólafsson  Stígandi á heims- markaði eldsneytis Af samþykktum áformum um bygg- ingu alls 969 íbúða í höfuðborginni í fyrra voru einbýlishúsin aðeins sjö. Þetta kemur fram í ársskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík sem kynnt var í borgarráði í gær. Flestar íbúðirnar eru í fjölbýlis- húsum eða 926, í raðhúsum 30 og í tvíbýlishúsum sex. Stúdentaíbúðir voru 202. Í ársskýrslunni kemur einnig fram að á árinu 2015 hafi smíði 926 íbúða hafist. Til samanburðar voru aðeins tíu íbúðir byggðar árið 2010. Samþykkt byggingarmagn í Reykjavík í fyrra var fyrir um 235 þúsund fermetrar. Áform um smíði íbúða voru um 64% þess, eða 51 þúsund fermetrar. Þá voru sam- þykktir tæpir 14 þúsund fermetrar hótel- og veitingahúsnæðis af ýms- um stærðum og gerðum. sbs@mbl.is Sjö einbýlis- hús í borginni kvika.is Stjórn Kviku banka hf. minnir á að framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn á skrifstofu þess að Borgartúni 25, 105 Reykjavík, 8. hæð, þann 1. apríl nk. kl. 12.00. Ítarlegt fundarboð var sent hluthöfum með tölvupósti þann 18. mars sl. í samræmi við ákvæði samþykkta félagsins. Framhaldsaðalfundur Kviku banka hf. 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.