Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Filippseyingar eignuðust nýjanforseta í síðustu viku. RodrigoDuterte hlaut 39% atkvæða og varð með því hlutskarpastur af fimm frambjóðendum. Duterte er fram- bjóðandi PDP-Laban, vinstriflokks sem stofnaður var árið 1982 til höf- uðs ríkisstjórn Ferdinands Marcos. Athyglivert er að Duterte hlaut eins hátt hlutfall atkvæða og raun ber vitni en PDP-Laban hefur ekki notið mikis fylgis í þingkosningum, er með engan fulltrúa í neðri deild og aðeins einn í efri deild þingsins. Hefð er fyrir því á Filippseyjum að litríkir og sérkennilegir ein- staklingar veljist til valda, og er Du- terte þar engin undantekning. Uppátæki hans í kosningabarátt- unni hafa orðið til þess að Duterte hefur verið líkt við bandaríska for- setaframbjóðandann Donald Trump. Er Duterte af allt öðru sauðahúsi en fyrirrennari hans, Benigno Aquino III, sem þykir frekar litlaus tækni- krati. Grófir brandarar Duterte slær um sig með brönd- urum sem eru í meira lagi karl- rembulegir, jafnvel meiðandi, og byrstir sig með hótunum um að láta glæpamenn finna til tevatnsins. Hann hefur sagst vilja siga dauða- sveitum á glæpamenn og kasta lík- um þeirra í Manila-flóa „til að fita fiskana“. Eftir að ljóst var að hann hafði náð kjöri fylgdust myndavélar fjölmiðla með Duterte þar sem hann brast í grát við grafhýsi foreldra sinna og bað móður sína um hjálp. „Ég er bara ómerkingur,“ sagði hann meðan tárin runnu niður kinn- arnar. Duterte er lögfræðingur að mennt, starfaði sem saksóknari á sínum tíma og hefur í 22 ár verið borgarstjóri Davao, þriðju stærstu borgar Filipseyja. Hann er 71 árs og verður því elsti maðurinn til að gegna forsetaembættinu. Skiptar skoðanir eru um hvort Duterte er sá trúður sem ætla mætti af kosningabaráttunni. Kosninga- stjórinn hans segir uppátækin undanfarna mánuði hafa verið „hluta af leiknum“ og til þess gerð að kom- ast á forsíður fjölmiðlanna. Tals- maður Duterte segir hann vilja fylgja fordæmi kanadíska forsætis- ráðherrans Justins Trudeau og manna ríkisstjórn sína með ungu og eldkláru fólk í jöfnum kynja- hlutföllum. Hann er kristinn, segist þó ekki lengur vera kaþólskur, kall- aði páfann „hóruson“ en nýtur samt hrifningar landsmanna sem flestir eru rammkaþólskir. Duterte hefur beitt sér fyrir réttindum hinsegin fólks, er hlynntur því að leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra og styður lög- gjöf sem bannar mismunun á grund- velli kynhneigðar. Um leið og Duterte montar sig af eigin kven- semi og Viagra-notkun hefur hann þótt sýna það í verki að hann sé kvenréttindasinni. Hengja frekar en skjóta Á sama tíma vill Duterte innleiða dauðarefsingar að nýju, en þær voru lagðar af í landinu árið 2006. Hann vill að notast verði við hengingar, til að spara byssukúlur. Meðal annarra fyrirhugaðra sparnaðarráða verður að selja forsetasnekkjuna og nota þyrlur ríkisstjórnarinnar til björg- unarstarfa. Duterte tókst að koma reglu á Davao og hann hefur ekki neitað ásökunum um að láta útsendara sína taka glæpamenn í borginni af lífi án dóms og laga. Morðtíðnin þar var eitt sinn sú hæsta í landinu en í dag þykir Davao öruggasta borg Filipps- eyja. Ærinn starfi bíður Duterte. Fil- ippseyingar eru hundrað milljóna manna þjóð og þrátt fyrir mjög góð- an hagvöxt að undanförnu býr stór hluti landsmanna enn við mikla fá- tækt. Íslamskir hryðjuverkamenn herja á suðurhluta landsins og nátt- úruhamfarir af ýmsum toga valda reglulega miklum skaða. Núningurinn við Kína Það gæti síðan reynst enn vanda- samara að takast á við tilraunir kín- verskra stjórnvalda til að auka ítök sín í heimshlutanum. Kínversk stjórnvöld hafa kastað eign sinni á sker og smáeyjar í Suður-Kínahafi, en Taívan, Víetnam, Brúnei, Malasía og Filippseyjar gera einnig tilkall til þessa stóra og fjölfarna siglinga- svæðis. Til að vega á móti áhrifum Kína hafði fráfarandi forsetinn breitt faðminn út á móti Bandaríkjunum. Bandaríkjaher hafði haft stórt herlið í landinu allt fram á 10. áratuginn þegar almennar óvinsældir varnar- liðsins urðu til þess að Bandaríkja- menn voru beðnir að hafa sig á brott. Núna vilja stjórnvöld á Filipps- eyjum endilega fá bandaríska her- menn aftur til landsins. Duterte virðist vilja semja við ráðamenn í Beijing og efla tengslin milli þjóðanna, sem höfðu kulnað í tíð síðasta forseta. Hefur Duterte ýj- að að því það myndi liðka fyrir samn- ingaviðræðunum ef Kínverjarnir taka þátt í lagningu nýrra lestar- teina og vega í suðurhluta landsins. Er hann Trump eða Trudeau? Nýr forseti Filippseyja vill siga dauðasveitum á glæpamenn. Hann talar eins og versta karlremba en hefur beitt sér fyrir réttindum hinsegin fólks og þykir kvenréttindasinni í verki. AFP Munnsöfnuður Rodrigo „Rody“ Duterte virðist hafa orðið til að afla honum stuðningsmanna frekar en fæla fólk frá. Jafnvel það að kalla páfann „hóruson“ gerði kjósendur ekki fráhverfa honum þó leitun sé að kaþólskari þjóð. ’Þið munuð ekki komast lifandi frá þessu. Þið getið annaðhvort farið héðan lóðrétt eða lárétt.“Tilmæli Duterte til þjófa sem rændu hjálpargögnum sem bárust eftir að hvirfilbylurinn Yolanda hafði valdið miklum skaða á Filippseyjum. ERLENT ÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is EGYPTALAND MIÐJARÐARHAF Farþegaþota EgyptAir hrapaði á miðvikudag. Flugvélin sást síðast á ratsjá miðja vegu milli Tyrklands og Egyptalands.Vélin var á leið frá París til Kaíró og um borð voru 66 manns. Að svo stöddu er ekki vitað með vissu hver orsök slyssins var en vélin tók krappar beygjur áður en hún hvarf af ratsjá. BRETLAND MANCHESTER Leik Bournemouth og Manchester United var frestað á sunnudag þegar grunsamlegur hlutur fannst á Old Trafford-leikvanginum. Leikvangurinn var rýmdur 20 mínútum áður en leikurinn átti að hefjast. Seinna kom í ljós að um var að ræða gervisprengju sem notuð hafði verið á sprengjuæfingu nokkrum dögum áður. BRETLAND LONDON Elísabet Bretadrottning flutti stefnu- ræðu bresku ríkis- stjórnarinnar við hátíðlega n í þinghúsinu í Lundúnaborg.athöf ÍhaldsflokksinsMeðal stefnumála dandi þingi er að ráðastá yfirstan í umfangsmiklar breytingar á fangelsiskerfi Englands og Wales. INDLAND PHALODI Nýtt hitamet var slegið í Indlandi á fimmtudag. Hitastigið í borginni Phalodi í Rajastan-héraði í norðurhluta landsins fór upp í 51°C. Áður hafði hitinn hæst mælst 50,6°C árið 1956. Miklir þurrkar auka á þann vanda sem bylgjan veldur.hita bylgja semHita gekk yfir landið á síðasta ári kostaði 2.300 mannslíf.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.