Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 15
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 risa tösku,“ segir hún en í henni eru föt til skiptanna, nesti, drykkir, tölva og bækur til að stytta stundirnar. „Ég hef lengst þurft að bíða frá sjö um morguninn til fimm um daginn og þá fékk ég að fara inn í tvær mínútur. „Ég er þá bara í tölvunni og er að sækja um fleiri hlut- verk á meðan ég er að bíða.“ Hringir daglega í mömmu Þegar Unnur flutti til New York fyrir tveimur árum var hún 21 árs og hafði aldrei búið ein. „Ég hafði búið hjá mömmu og pabba alla ævi. Og við fluttum mikið á milli landa. Ég hef alltaf verið mjög háð þeim en þegar við vorum að flytja voru þau og litli bróðir minn mitt akkeri. Þannig að ég hef alla tíð verið háð þeim og er enn,“ segir Unnur sem bjó fyrsta hálfa árið á skólavistinni. „Ég flutti eftir hálft ár því það var ofboðslega dýrt og rottur þar,“ segir hún í ofur rólegum tóni. Hún er í miklu og nánu sambandi í gegnum Skype og Facebook síma við fjölskylduna. „Mamma fær alveg daglega símtöl með spurn- ingum eins og hvernig á að sjóða grjón...eða hvað gerist ef ég þvæ þetta saman í þvottavél- inni?“ segir hún og hlær. Ferillinn ofar djammlífi Unnur býr nú með bestu vinkonu sinni úr leik- listarskólanum en íbúðin er það lítil að þær deila svefnherbergi. Hún segir þær stöllur heimakærar og setja ferilinn framar öllu djammlífi en nóg er af því í stórborginni. „Hvaða djamm?“ svarar hún hlæjandi þegar ég spyr um það. „Jú, það er auðvitað mjög mikið djamm hérna í New York en nú er til dæmis sunnudagur og síðustu tvö kvöld hef ég verið farin að sofa klukkan ellefu,“ segir hún. Unnur segist að sjálfsögðu fara út ef tilefni er til en annars vera mikið heima. „Ég finn bara að það hefur áhrif á líkamann og röddina og ég bara tími því ekki. Að fórna næstu dögum fyrir eitt kvöld. Þetta er hljóðfærið mitt,“ segir Unnur og bendir á líkamann. Þær vinkonur horfa mikið á kvikmyndir og æfa rullur fyrir framan hvor aðra í stofunni en eru líka dugleg- ar að sækja leikhúsin. Fá að leika á íslensku Unnur nýtur lífsins í New York. „Það er alltaf eitthvað hægt að gera og innblásturinn sem maður fær eftir að hafa farið á sýningu er bara stórkostlegur. Mér finnst fólkið hérna sem maður kynnist svo duglegt af því að það er svo mikið hark. Það eru allir svo tilbúnir til að eign- ast nýja vini og ég kynnist oft fólki jafnvel á kaffihúsum. Borgin er svo lifandi og ég fæ svo mikið út út því að vera hér. Ég elska að vera hérna en hlakka alltaf til að koma heim. „Mér finnst magnað hvað leikhúslífið á Íslandi er stórkostlegt, miðað við hvað við erum fá. Ég fór á Njálu um jólin og þetta var alveg epísk sýn- ing. Við eigum svo góða leikara,“ segir hún og nefnir einnig gróskuna í íslenskri kvikmynda- gerð. „Það væri draumur að geta tekið þátt í einhverju af þessu og fá að leika með þessu fólki. Og að fá að leika á íslensku. Draumurinn er að geta unnið bæði hér og heima einhvern tímann. Ef það er einhver að ráða heima á Ís- landi er ég til!“ segir hún og skellihlær. Unnur segist ekki vera komin með banda- rískan kærasta. „Nei, það væri samt ótrúlega hentugt upp á græna kortið,“ segir hún og hlær. „En nei, ég þarf að leita að honum!“ Unnur Eggertsdóttir hefur fundið sína hillu í lífinu sem leikkona. Hún nýtur lífsins í New York og er bjart- sýn á að fá góð hlutverk þar í borg og skapa sér nafn sem frábær leikkona. Morgunblaðið/Ásdís ’ En þegar ég hugsaum stóru myndinaþá snýst þetta ekki umhversu fræg ég get orð- ið á sem skemmstum tíma. Það er meira að mig langar að vinna sem leikkona þar til ég dey. Ég þarf ekkert að komast í stærstu Hollywood-myndina næsta sumar. Ég er ennþá ung og það sem skiptir mig mestu máli er að verða besta leik- konan sem ég get orðið. Unnur lék Sollu stirðu 500 sinn- um víða um heim. Unnur sést hér í hlutverki í útskrift- arsýningunni sinni, From Up Here eftir Liz Flahive.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.