Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 17
Það var enginn annar en Roy Hodgson, nú landsliðs- þjálfari Englands, sem fyrstur gaf Birki Bjarnasyni tækifæri í meistaraflokki. Sá enski var þá við stjórnvöl- inn hjá Viking frá Stafangri í Noregi. „Þetta var vetur- inn sem ég varð 17 ára, útileikur á móti Sofia í Búlgar- íu,“ rifjar Birkir upp. „Roy hafði orð á sér fyrir að vera mjög skapvondur og harður þannig að ég, ungur og feiminn strákurinn, var hálf hræddur við hann en hann var alltaf mjög almennilegur við mig og ég lærði hell- ing af honum þótt hann þjálfaði mig ekki nema í stutt- an tíma, bara í sex mánuði, því hann fór frá Viking eftir tímabilið.“ Birkir hrósar líka landsliðsþjálfurum Íslands, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni, í hástert. „Það er frábært að starfa með þeim. Þeir breyttu hugsunar- hætti hópsins; hugarfarið er orðið annað en það var og menn hafa miklu meiri trú á sér. Þeir hafa gert frábæra hluti, eru t.d. báðir frábærir í taktík.“ Hann segir mikla reynslu Lars skila sér. „Hann er alltaf rólegur og yfirvegaður, það skiptir mjög miklu máli og smitast út í hópinn. Þótt við séum að tapa í hálfleik er hann aldrei stressaður; segir bara það sem hann þarf að segja á sinn rólega máta en heldur okkur öllum alltaf vel á tánum.“ Hodgson, Heimir og Lagerbäck skorari en eftir sumarið flutti fjölskyldan aftur til Akureyrar. Bjarni gekk til liðs við Þór á ný en Birkir hóf að æfa með KA. „Ég man ekki hvort pabbi var mjög sáttur við það! Við bjuggum rétt við KA-svæðið svo það var ekkert vit í öðru.“ Hann þekkti svæðið reyndar vel. Móðir Birkis, Halla Halldórsdóttir, lék blak með KA í mörg ár. „Ég fór oft með henni á æfingar og lék mér með bolta úti í horni þegar ég var lítill. Ég fór líka oft með pabba á fótboltaæfingar og var þá líka að leika mér með bolta.“ Blak var reyndar ein margra íþróttagreina sem Birkir mátaði sig við á yngri árum. „Ég var til dæmis líka í handbolta og frjáls- íþróttum; maður elti hina krakkana og margir prófuðu fleiri greinar. Mér gekk til dæmis ágætlega í hlaupum og varð einu sinni í öðru sæti í einhverju Akureyrarhlaupi rétt áður en við fluttum til Noregs, ég hef líklega verið tíu ára þá. En fótboltinn var alltaf númer eitt hjá mér.“ Birkir á tvö systkini sem líka æfðu fótbolta og hann grunar að þar hafi hvatning foreldranna skipt miklu máli. „Það hlýtur að vera. Við horfðum á marga leiki með pabba á Þórsvellinum og þau mamma hafa bæði hvatt okkur og stutt mikið.“ Þakklátur foreldrunum Birkir er þekktur fyrir mikinn dugnað og baráttukraft og segir, aðspurður, að það hafi hann alveg örugglega úr móðurættinni! Karl faðir hans hefur reyndar haldið því fram að hann hafi verið lúmskt duglegur en fyrst og fremst var hann þekktur fyrir lipur- lega takta og útsjónarsemi í vítateig andstæðinganna. „Ég man lítið eftir honum sem leikmanni en hef heyrt af honum sögur. Ég hef mikið lært af honum og reyndar þeim báðum, pabba og mömmu, og pabbi hefur alla tíð sagt mér mikið til í sambandi við fótboltann og gerir enn.“ Birkir var ellefu ára þegar fjölskyldan flutti til Noregs, þar sem hún býr enn. „Það var mjög gott að vera í Noregi en ég fékk að vísu svolítið sjokk þegar ég byrjaði að æfa fótbolta þar. Var vanur að æfa fimm sinnum í viku á Akureyri en úti var bara ein æfing á viku, í mesta lagi tvær, og strákarnir sem ég æfði með ekki eins góðir og maður var vanur. Á Akureyri voru líka mjög góðir þjálfarar en í Noregi sáu pabbar eða mömmur strákanna um að þjálfa okkur.“ Þetta fannst okkar manni skrýtið og tók það m.a. til bragðs að æfa líka með eldri strákum til að fá nauðsynlega æfingu. Snemma kom í ljós hvað í honum býr og Birkir fékk ungur tæki- færi með stórliði Víkings í Stafangri, en fjölskyldan settist að í útjaðri borgarinnar. Birkir var seldur til Standard Liege í Belgíu 2012 en staldraði ekki lengi við. Útsendarar Pescara á Ítalíu hrifust af honum og keyptu nokkrum mánuðum síðar. „Mér gekk mjög vel í Belgíu og ætlaði mér að vera lengur. Belgarnir vildu halda mér en þegar tilboð kom frá Ítalíu leist mér mjög vel á það og ákvað að láta vaða. Það var eiginlega of gott tækifæri til að sleppa því.“ Birkir lék um tíma með Sampdoria en fór svo aftur til Pescara og þaðan til Sviss. Allir vita að Birkir er mjög duglegur og kraftmikill leikmaður. Spurður um eigin styrkleika segir hann: „Já, ég er mjög dugleg- ur, vinn vel bæði í sókn og vörn, skora mörk, enda yfirleitt mætt- ur inn í teig þegar boltinn kemur þangað.“ Hann segir margumtalaðan dugnað líklega einhverja gjöf frá náttúrunnar hendi. „Ég hef heyrt að ég hafi alltaf verið svona. Man reyndar eftir því einu sinni að ég var rekinn af velli þegar ég var lítill; dómarinn vildi að ég tæki mér pásu, ekki vegna þess að ég hefði gert neitt af mér heldur fannst honum ég of grimmur!“ Í viðtali við þann sem þetta skrifar sagði móðir Birkis fyrir nokkrum árum að sonur hennar væri jákvæður, tilfinningaríkur og geðgóður. „Þetta er rétt hjá mömmu. Hún ætti að þekkja mig!“ Birkir getur ekki annað en játað þegar spurt er hvort EM í Frakklandi sé honum ekki ofarlega í huga þessa dagana. „Ég hef samt eiginlega varla gert mér grein fyrir því ennþá að við séum að fara þangað! En það styttist og nú getur maður farið að hlakka til þess að taka þátt í þessu verkefni.“ Deildarkeppninni í Sviss lýkur næsta miðvikudag en að því loknu skýst Birkir heim til foreldra sinna og hittir síðan lands- liðsfélagana í Ósló fyrir vináttuleik við Norðmenn. „Ég hef hugsað dálítið um EM undanfarið en við vitum auðvit- að ekkert hvernig þetta verður. Við höfum aldrei gert þetta áður og það eina sem við vitum er að þetta verður gríðarlega stórt dæmi fyrir okkur og reyndar Íslendinga alla. Ætli Ísland fari ekki á annan endann í júní? Heldurðu að nokkrir verði á landinu meðan EM fer fram nema erlendir túristar?“ Um þrjú þúsund Íslendingar fóru til Amsterdam í haust og sáu Ísland sigra Holland. „Það var ótrúleg tilfinning að upplifa þann mikla stuðning sem við fengum þar. Maður heyrði í Íslend- ingum nánast allan leikinn og löngu eftir leik. Það var frábært. Svona stuðningur gefur okkur mikið og við þurfum alla hjálp sem við getum fengið.“ Samstaða og viljastyrkur Birkir segir gríðarlegan vilja í landsliðshópnum. „Ég hef aldrei verið í hópi þar sem er svona góð samstaða. Við erum allir til- búnir að vinna hver fyrir annan og það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, við höfum alltaf trú á því að við getum unnið leikinn. Samt held ég að við verðum alltaf litla liðið í svona móti, sérstaklega á móti Portúgal og Austurríki, en held reyndar að við eigum góða möguleika á að standa okkur vel. Við vorum mjög heppnir með riðil þótt í honum séu sterk lið og ég held að byrjun- in skipti öllu máli. Ef við náum góðum úrslitum á móti Portúgal í fyrsta leik gætum við gert góða hluti. Við vitum sjálfir að liðið er sterkt en nú vita aðrir það líka. Það sem skiptir mestu máli er að halda sig við leikskipulagið; ef við gerum það og leggjum allir jafn mikið á okkur og við höfum gert hingað til eigum við séns í öllum leikjum.“ Birkir segist vissulega vera í draumastarfinu. „Mér finnst ég mjög heppinn að fá að vinna við að spila fótbolta í þessum gæða- flokki,“ segir hann. Vinnudagurinn hefst klukkan hálf níu að morgni þegar leikmenn og aðrir starfsmenn liðsins hittast og snæða saman morgunmat. Æfing hefst um klukkan tíu og stend- ur til tólf, að því loknu borðar hópurinn saman hádegismat og vinnudegi lýkur um eittleytið. Góður tími gefst því í að hugsa um annað en vinnuna þegar líður á daginn. „Ég geri dálítið af því að spila golf,“ segir Birkir spurður um áhugamál. Heima á Akureyri á hann hest og hefur afar gaman af því að ríða út. „Síðustu tvö ár hef ég reyndar ekki farið á hestbak, vildi ekki taka neina sénsa þegar ég var að skipta um lið og héðan af fer ég örugglega ekki á hestbak fyrir EM. Maður tekur enga áhættu!“ Birkir fagnar 28 ára afmæli í næstu viku. Hann samdi við Basel til þriggja ára síðasta sumar og verður því á sama stað næstu tvö ár. Enginn veit hvað tekur við að því loknu og hann segist raunar enn ekki vita hvað hann vilji verða þegar hann verði stór ... Birkir lætur vaða á markið á fimmtudaginn, á æfingasvæði FC Basel. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari gefur Birki góð ráð í leik. Ljósmynd/Kristján Bernburg ’Ég hef aldrei verið í hópi þar sem er svonagóð samstaða. Við erum allir tilbúnir aðvinna hver fyrir annan og það skiptir engumáli hver andstæðingurinn er, við höfum alltaf trú á því að við getum unnið leikinn. 22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.