Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 32
TÍSKA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Sunnudaginn 22. maí verður haldinn fata- og flóamarkaður í Iðnó, Vonarstræti 3, á milli klukkan 13 og 17. DJ Eva Einars mun sjá um tónlist ásamt því sem Pop-Up kaffihús verður á staðnum. Fata- og flóamarkaður í Iðnó Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er orðinn rosalega sportlegur upp á síðkastið, kannski vegna þess að ég er meira að átta mig á hvað þægindi eru næs! Ég myndi segja að hann væri blanda af sportý, afslöppuðum og áberandi flíkum og hvítu – svo er einhver súperskvísa þarna inni á milli sem vill stundum bara vera í þröngu og flegnu – þannig að þetta blandast allt saman. Ég er algjör andstæða hinnar íslensku konu að því leyti að minn svona „go-to“ litur er hvítur – ekki svartur. Svo sæki ég líka mjög oft í karladeildirnar eða „unisex“ föt – finnst eitthvað svo fallegt við það í bland. Hvað heillar þig við tísku? Tíska er eiginlega auðveldasta tjáningin – sú tjáning sem er næst öllum. Þú getur einhvernveginn byrjað að sýna öðrum hver þú ert um leið og þú stígur upp úr rúminu með því að velja þér fatnað fyrir daginn. Ég klæði mig mjög oft eftir skapi og þess vegna má lesa utan á mér hvernig mér líður. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Ray ban Wayfarers-sólgleraugun mín eru í algjöru uppá- haldi. Ég á gömlu, upprunalegu týpuna og þau eru tímalaus og ótrúleg hönnun. Þau gera öll dress tafarlaust meira töff. Ég hef allavega ekki ennþá fundið „outfit“ sem varð ekki 90% meira töff eftir að ég setti sólgleraugun á mig. Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir sumarið? Ég er óð í strigaskó. Ég braut á mér bein í ökkla fyrir akkúrat ári og þá neyddist ég eiginlega til að hætta að vera í hælum og upp frá því hófst ást mín á strigaskóm. Mér finnst ég samt ekki eiga nógu marga til skiptanna og langar í einhverja nýja, jafn- vel í einhverjum sumarlegum lit eins og ljósbleika eða nude – svona til að sporta þessa 2 mánuði á ári sem veðrið „sökkar“ minna. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst Rihanna alltaf svaka flott og ég fíla stílinn hjá Ellie Goulding og Halsey. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Ég er að reyna að hætta að kaupa mér föt bara fyrir eitt tilefni. Það getur verið hættulegt að kaupa sér mjög áberandi föt fyrir eina tónleika eða veislu því að þá finnst manni maður vera „búinn“ með þá flík. Þann- ig að ég reyni að kaupa flíkur með það í huga að ég geti einhvern veg- inn klætt flíkina upp og niður og í margar áttir. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nú verð ég að vera alveg heiðarleg og segja bara nei. Ég spái ekki það mikið í sérstökum fatahönnuðum, en ég elska reyndar að fylgjast með japanskri tísku. Það eru svo margir klikkaðir fatahönnuðir þar og ég náttúrlega varð heltekin af japanskri tísku þegar ég bjó þar. Hvar kaupir þú helst föt? Á Íslandi versla ég mest í uppáhaldsbúðinni minni Einveru eða þá Spúútnik og Zöru. Annars er ég netverslunarfíkill í endalausu kaup- banni. Ég þarf að skammta mér hversu oft ég má kaupa á netinu því ann- ars missi ég mig. Þá eru uppáhaldsnetbúðirnar mínar Missguided, Boohoo, Asos og Ebay. Hvað er í snyrtitöskunni? Meik og bb-krem, hyljari, sólarpúður, kremkinnalitur í frískandi lit, maskari, augnahárabrettari, blautur eyeliner og svo a.m.k. ein augnskuggapalletta. Þetta er svona mesta „möstið“ dagsdaglega. Ég sko elska að mála mig þannig að ég væri helst til í að hafa snyrtiferðatösku með mér í allt. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Ég gerði mörg frábær tískukaup þegar ég bjó í Jap- an, bæði út af því að þar var svo margar ótrúlegar flík- ur að finna og oft voru þær á góðu verði. Gott dæmi er þegar ég keypti nokkra vintage japanska kimono- jakka á innan við 2.000 kr. sem ég hef notað mikið síð- an – en séð selda á næstum 20.000 kr. annars staðar. Hvaða tískutímaritum eða bloggum fylgistu með? Ég skoða meira tískublogg heldur en blöð en eiginlega mest fylgist ég með tísku gegnum Instagram. Ég fylgist með ansi mörgum tísku- skvísum úti í heimi sem eru misfrægar en flestar þeirra eru bara frægar fyrir að vera töff á Instagram. Mér finnst það eitthvað svo þægilegt, að fá bara innblástur á „instagram-feedinu“ mínu milli kattamynda frá vinum mínum. Dæmi um nokkrar flottar: Nyanelaba- joa, Katiekuips og greyandnoir. Hildur Kristín Stefánsdóttir heillaðist af japanskri tísku þegar hún bjó þar. Morgunblaðið/Eggert Óð í strigaskó Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona gaf nýverið út vinsæla lagið I’ll Walk with you. Hildur, sem starfar hjá Quiz UP og er einnig meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró, segir fatastíl sinn blöndu af sportlegum fatnaði, þægindum, áberandi flíkum og hvítum lit. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ljósir eða ljósbleikir stigaskór eru á óskalistanum fyrir sumarið. Ray Ban Wayfarers- sólgleraugun eru í mestu uppáhaldi hjá Hildi. Augnhára- brettari er nauðsynlegur í snyrti- töskuna. Rihanna er alltaf smart. Hildur heldur upp á stíl insta- grammarans @Katiekuips.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.