Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Page 34
FERÐALÖG Sædýrasafnið í Bristol er ævintýralegt safn þar sem börn og full- orðnir geta skemmt sér og fræðst. Mikið er lagt upp úr því að skapa dýrum safnsins umhverfi sem líkist sem mest þeirra náttúrulega umheimi. Þeir sem vilja dást að hákörlum, trúðfiskum, sæhestum og öðrum heillandi sjávardýrum ættu að skella sér í sædýrasafn Bristol. Ævintýralegt sædýrasafn 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Hver sem er getur þvegið og skammtað þvottaefni. Aðeins einn gerir það fullkomlega. Upplifðu sjálfvirka sápuskömmtun með innbyggðu þvottaefni. Í Miele W1 með TwinDos tækni. *Eirvík mun gefa þér fríar ársbirgðir af UltraPhase 1 og 2 þvottaefni, ef þú kaupir Miele W1 með TwinDos tækni á tímabilinu 7. mars 2016 til 7. mars 2017. Ársnotkun er miðuð við 250 þvotta á ári. Hafnarborgin Bristol erfjörug enda er hún önnurfjölmennasta borg Suður- Englands á eftir London, með um 442 þúsund íbúa, en Bath er rólegri með um það bil 90.000 íbúa. En hvað er hægt að gera í Bristol og Bath? BRISTOL FYRIR SÆLKERANN Í Bristol eru góðir veitingastaðir og skemmtilegir pöbbar sem bjóða upp á mat á hverju horni. Þeir sem vilja fá ensku menn- inguna beint í æð ættu að sjálfsögðu að fá sér böku. Pieminester er dæmi um skemmtilegan stað fyrir þá sem vilja fá sér góða böku og bjór. Þeir sem vilja eiga notalega kvöldstund í flottu umhverfi ættu að skella sér á veitingastaðinn Glassboat sem stendur í höfninni. Þar er boðið upp á dásamlegan mat og glæsilegt útsýni. LISTIR OG MENNING Götulista- maðurinn hæfileikaríki Banksy er frá Bristol. Borgarbúar eru afar stoltir af honum enda prýða verk hans veggi víða um borgina. Vönduð og flott vegglistaverk eru áberandi um borgina og því er hún tilvalin fyr- ir þá sem hafa áhuga á myndlist. Ég mæli eindregið með því að fá leið- sögn um borgina þar sem farið er yf- ir helstu vegglistaverkin. Á vefnum wherethewall.com er hægt að kynna sér slíka leiðsögn. Þetta er tilvalið að gera í upphafi ferðar því þannig fær maður menninguna beint í æð og lærir að rata um borgina á sama tíma. BÖRNIN Borgin er fullkomin fyrir barnafólk. Það er auðvelt að labba og rata um borgina fyrir það fyrsta og svo er nóg að skoða og gera. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Bristol er skipið SS Great Britain (1843), sem var fyrsta áætlunarskip heims. Í skipinu er núna safn sem er spennandi að skoða, fyrir fullorðna og börn. Í Bristol eru líka margir al- menningsgarðar og grænir blettir sem hægt er að nýta í notalegar nestisferðir. Og ekki má gleyma dýragarði Bristol sem getur ekki klikkað. SKEMMTANALÍFIÐ Þeir sem vilja sletta úr klaufunum í Bristol munu ekki eiga í vandræðum með að finna góða stemningu. Ég mæli með að byrja kvöldið á pöbbnum King Street Brew House, sá staður er full- kominn fyrir þá sem kunna að meta góðan bjór. Hann er á frábærum stað og það iðar allt af mannlífi í Nýverið hóf flugfélagið WOW air að fljúga til borgarinnar Bristol. Ljósmynd/Angharad Paull Clifton-hengibrúin er magnað mannvirki og eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Ljósmynd/Dave Pratt Bristol og Bath eru dásamleg tvenna Enska borgin Bristol iðar af lífi og er dásamlegur áfangastaður fyrir sælkera og þá sem vilja kynnast lif- andi skemmtanalífi. Frá Bristol er svo auðvelt að ferðast til borgarinnar Bath sem fullkomnar Bristol. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.