Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 H ann er ekki vel þekktur víða um heim þó að sennilega megi enn lesa um hann í þeim handritum í Timbuktu sem öfgafullir ísl- amistar okkar daga hafa ekki náð að eyðileggja, en Mansa Musa var á sinni tíð einn ríkasti maður veraldar. Mansa Musa ríkti í Malí og vakti mikla athygli í Norður-Afríku og Miðausturlöndum þegar hann á fyrri hluta 14. aldar lagði upp í pílagrímsför til Mekka eins og múslimum er uppálagt að gera. Malí var á ytri mörkum þess stóra svæðis sem áhrif kenninga Mú- hameðs spámanns náðu til á næstu öldum eftir fráfall hans. Pílagrímsferðin var gríðarlega fjölmenn, sennilega voru tugþúsundir í föruneytinu, bæði úlfaldar og menn klyfjaðir gulli. Á leið sinni gaf Musa gull á báð- ar hendur, jafnt þeim sem lægst voru settir í sam- félaginu og trúmaðurinn vildi aðstoða, sem og hinum sem hæst voru settir og þörf var á að njóta velvildar af á langri leið. Auðæfin voru slík og Musa svo eyðslusamur á leið sinni um Egyptaland að þar varð efnahagslífið nánast eins og eftir þekktasta engisprettufaraldur veraldar. Gullforðinn sem efnamenn þar höfðu safnað sér hrap- aði í verði og fjöldagjaldþrot og efnahagsöngþveiti fylgdu í kjölfarið. Auðæfi þá og nú, þar og hér Þó að mæling auðæfa sé vandmeðfarin, ekki síst á milli alda og ólíkra heimshluta, kann að vera mjög vægt til orða tekið að segja að Musa hafi á sinni tíð verið einn ríkasti maður veraldar. Hann var ef til vill ríkasti maður sem nokkru sinni hefur verið uppi. En hvernig gerðist þetta, hvernig varð hann svona ofboðslega ríkur? Vart þarf að taka fram að hann var að fara með fjármuni ríkisins, en á þessum tíma var ekki alltaf gerður skýr greinarmunur á eigum ríkis- ins og þess sem fór með stjórn ríkisins í það og það skiptið. Og sums staðar er svo sem ekki mikill munur á þessu enn þann dag í dag, en það er önnur saga. En hvernig varð Musa svona ríkur? Fyrir því er vitaskuld ekki aðeins ein ástæða, það lagðist margt á sömu sveifina. Malí var vel í sveit sett, á nokkurs konar krossgötum og hentaði vel til við- skipta með salt og gull, auk annarra náttúruauðlinda. Viðskipti höfðu sennilega mesta þýðingu. Náttúru- auðlindir höfðu einnig töluvert að segja, því að landið býr að þeim eins og mörg önnur lönd þó að misjafn- lega spilist úr. Hvorki auðlindir, staðsetning né við- skipti hefðu þó orðið til að skila Malí því ómælda gulli sem áður er lýst, eða tryggja því sess sem eitt af höf- uðbólum mennta og menningar, ef ekki hefði komið til hugvit þeirra sem landið byggðu, menning sem á þeim tíma var í hópi þeirra framsæknari og hagfellt skipulag. Sagan geymir fjölda dæma um ríki sem bjuggu yfir náttúruauðlindum og voru vel í sveit sett til að stunda viðskipti, en hafa vegna óvitagangs, stundum í nafni sósíalisma, komið sér á vonarvöl. Eitt nýjasta dæmið er Venesúela, sem á svarta gullið og raunar meira til, en stjórnendum tekst samt sem áður að steypa landinu í stórkostleg efnahags- vandræði. Olía og gull duga ekki ein og sér til að ríki verði auðug. Sama á við um aðrar náttúruauðlindir, til að mynda þær sem standa okkur Íslendingum næst, fiskinn, vatnsorkuna, jarðvarmann og náttúru lands- ins almennt. Hér hefur fjarri því alltaf verið velmegun Við höfum búið hér um aldir – að vísu er aðeins um það deilt nákvæmlega hversu lengi – en höfum ekki allan þann tíma búið við velmegun. Fjarri því. Í seinni tíð hefur okkur hins vegar tekist að beisla nátt- úruöflin, vatns- og jarðvarmaorku, og hefur það lyft lífsgæðum landsmanna til mikilla muna. Við erum einnig farin að nýta náttúruna með nýjum hætti í seinni tíð. Áður létum við nægja að reka fé á afréttir og þar gekk það laust og jók fallþunga sinn yfir sumarið landsmönnum til hagsbóta. Þetta er sem betur fer enn gert, en nú hafa bæst við tvífætlingar víða að, sem fara um landið þvert og endilangt og sækja ekki síst í þær perlur þess sem við höfum hvað mest dálæti á. Gengur þetta svo langt að landinn glímir nú við svokallaðan lúxusvanda á þessu sviði, en sá vandi er óneitanlega skemmtilegri við að eiga en andstæðan. Fiskveiðar hafa einnig tekið miklum stakkaskiptum frá því sem var þegar hver reri sem betur gat en þá hamlaði mjög að sá guli er utar eins og það var orðað. Við tóku vélbátar og eftir heimsstyrjöld gátu Íslend- ingar stækkað skipin og svo fjölgað þeim þangað til sá tími kom að sá guli átti í vök að verjast. Hugvitið réð niðurstöðunni Á níunda áratug síðustu aldar sáu þeir sem hugðu að hag landsins að við svo búið mátti ekki standa og hófu að takmarka veiðar. Sem betur fer fékk hugvitið að ráða niðurstöðunni og í ákveðnum áföngum tókst að koma á skynsamlegu og hagkvæmu stjórnkerfi fyrir fiskveiðar. Þeir sem veiddu fengu að veiða áfram, eins og eðlilegt var, en veiðar þeirra voru takmark- aðar með aflamarkskerfi, eða kvótakerfi eins og það er gjarnan kallað. Hlutdeild í aflamarki var gerð varanleg, sem var afar mikilvæg ráðstöfun og einn helsti grunnurinn að því að hægt var að vinna að þeirri hagræðingu og hagkvæmni sem náðst hefur í íslenskum sjávar- útvegi. Önnur forsenda þeirrar hagræðingar var að aflahlutdeildin var gerð framseljanleg, sem felur í sér að þeir sem veitt geta á hagkvæman hátt kaupa hina út og þannig verður hagkvæmnin smám saman meiri í greininni. Margir muna ítrekuð vandamál sem upp komu í rekstri sjávarútvegsins í heild sinni áður en þetta far- sæla fyrirkomulag við stjórn fiskveiða var tekið upp. Sjávarútvegurinn var ítrekað á brauðfótum og efna- hagslífið tók skellinn með útgerðinni, sem von var þegar um svo mikilvæga grein atvinnulífsins er að ræða. Þá var mikið rætt um vanda sjávarútvegsins og stöðug fundahöld um það á æðstu stöðum hvernig leysa mætti þennan vanda. Allt skammtímalausnir sem engu skiluðu til framtíðar. Jafn farsælt og stjórnkerfi fiskveiða hefur verið við að halda uppi gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og stuðla að velferð í landinu á þetta kerfi sér fjandmenn. Þeir hafa ekki síst komið úr stjórnmálaflokki sem um langa hríð hefur unnið mjög að því að stuðla að eigin andláti og gengur prýðilega. En þessir baráttumenn hafa áhrif þó að minnkandi séu og hefur tekist að halda þessari undirstöðuatvinnugrein í óvissu og hafa ennfremur náð því fram með ýmsum aðgerðum að draga úr hagkvæmninni í kerfinu. Þar með hafa þeir dregið úr velsæld í landinu. Enn ein óundirbúin spurningin Og þeir hafa ekki lagt árar í bát þó að ýmsar sneypu- farir ættu að kenna þeim að kynna sér málin betur áður en lagt er úr vör. Þannig vék Oddný G. Harð- ardóttir, þingmaður Samfylkingar, spurningu að Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbún- Svarta gullið og silfrið hafsins þurfa atbeina mannsandans Reykjavíkurbréf20.05.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.