Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Side 37
aðarráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma fyrir
nokkrum dögum og vildi vita hvort að hann teldi það
ekki „réttlætismál“ að ríkið heimti hærri skatta af
sjávarútveginum.
Gunnar Bragi sagði meðal annars í svari sínu: „Ég
hef gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og
fremst aukaskattur á ákveðna landshluta, sér í lagi
landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst
á fyrirtæki sem eru úti á landi.“ Gunnar Bragi benti
einnig á að það væri „engin sanngirni í því að taka
sérstakt gjald af einni atvinnugrein“ og nefndi í því
sambandi orku og vatn, auk ferðaþjónustu.
Oddný var ekki sátt við þessi svör og bætti um bet-
ur með því að spyrja ráðherra hvernig honum litist á
að úthluta mögulegri kvótaaukningu næsta haust
með öðrum hætti en nú er gert, og nefndi sérstaklega
að halda uppboð á aukningunni og færa hana hæst-
bjóðanda.
Ráðherra var sem betur fer ekki ginnkeyptur fyrir
þessari hugmynd og benti á að með henni gætu þeir
sem mesta fjármuni eiga safnað til sín aflaheimildum.
„Ég hefði áhyggjur af því að stærstu fyrirtækin gætu
boðið hæsta verðið og þar af leiðandi haldið þeim
minni sem hafa minna fé milli handanna frá því að fá
aflaheimildir. Ég held því að við hljótum að úthluta á
hefðbundinn hátt.“
Furðuleg hugmynd
Þetta er mikilvæg yfirlýsing og afstaða ráðherrans
skiljanleg um að yrði farið í útboð myndu þeir sem
mest fé hefðu handa á milli geta keypt mest. Þetta er
þó ekki meginástæða þess að hugmynd Oddnýjar er
afleit. Meginástæðan er sú að með því að fara þessa
leið væri verið að vega enn frekar að stjórnkerfi fisk-
veiða og skera af því einn helsta þáttinn í því að það
er jafn hagkvæmt og raun ber vitni. Því miður hafa
andstæðingar kerfisins átt erfitt með að skilja þetta,
en sá varanleiki sem felst í úthlutununum er ein
helsta forsenda þess að kerfið skili árangri. Væri tek-
ið upp á því að bjóða upp alla aukningu en láta
útgerðirnar taka á sig allar skerðingar, væri búið að
leggja af það kerfi sem við þekkjum og hefur reynst
svo vel og verið fyrirmynd annarra ríkja. Þá væri
óhjákvæmileg afleiðing að hagkvæmni í sjávarútvegi
myndi hrapa með tilheyrandi lífskjaraskerðingu
almennings.
Sjávarútvegur hefur vaxið og dafnað á Íslandi eftir
að skynsamlegt stjórnkerfi fiskveiða var tekið upp
fyrir rúmum aldarfjórðungi. Stöðugleikinn sem fylgt
hefur stjórnkerfinu, þrátt fyrir að reynt hafi verið
ítrekað að vega að því, ekki síst í tíð vinstri stjórn-
arinnar á síðasta kjörtímabili, hefur orðið til þess að
útgerðin hefur getað byggt upp tæki og tól í veiðum
og vinnslu og það hefur einnig ýtt undir nýsköpun
hér á landi á öðrum sviðum og skapað sjálfstæðan út-
flutning í tækni og iðnaði. Stöðugleikinn hefur einnig
orðið til þess að sjávarútvegurinn hefur getað farið
út í margvíslega nýsköpun og bætt nýtingu hráefn-
isins, sem er skynsamlegt og hagkvæmt á allan hátt.
Þá hefur stöðugleikinn og hagkvæmnin orðið til
þess að fyrirtækin hafa getað byggt upp sterka stöðu
á markaði erlendis, sem er sá þáttur í starfi sjávar-
útvegsins sem sennilega er hvað mest vanmetinn og
misskilinn í almennri umræðu. Það er ekki sjálfsagt
að íslenskum fyrirtækjum hafi tekist að byggja upp
öfluga markaði og tryggja sér gott verð þegar þau
standa frammi fyrir samkeppni við niðurgreiddan
sjávarútveg annarra ríkja. Þetta er engu að síður
staðreynd og það er furðuleg hugmynd, ekki síst við
þessar ósanngjörnu alþjóðlegu samkeppnisaðstæður,
að vilja skattleggja þennan atvinnuveg umfram alla
aðra.
Lögmálið er alltaf hið sama
Dapurlegt er að horfa upp á það þegar fólk vill ekkert
læra af sögunni en kýs þess í stað að láta kreddur og
fordóma ráða afstöðu sinni. Ísland nú á tímum lýtur
ekki öðrum lögmálum en önnur ríki gera og hafa gert
í gegnum tíðina um víða veröld. Þegar vel tekst til og
hugviti er leyft að njóta sín eru fólki allir vegir færir
og farsæld nánast vís. Ef menn á hinn bóginn líta svo
á að það að hafa aðgang að auðlind sé eina forsenda
velmegunar, og að ríkið geti lagt á þá atvinnugrein
sem auðlind nýtir klyfjar langt umfram aðrar at-
vinnugreinar, er voðinn vís. Íslendingar geta verið
auðug þjóð með þær auðlindir sem þeir hafa en þeir
geta einnig komið sér á vonarvöl þrátt fyrir auðlind-
irnar ef þeir ráðstafa þeim óskynsamlega, halda fyr-
irtækjum sem nýta þær í óvissu og skattleggja þau
langt umfram önnur fyrirtæki.
Morgunblaðið/RAX
’
Hlutdeild í aflamarki var gerð varanleg,
sem var afar mikilvæg ráðstöfun og einn
helsti grunnurinn að því að hægt var að
vinna að þeirri hagræðingu og hagkvæmni
sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi.
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37