Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 43
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Frískandi húðvörur úr suðrænum sítrusávöxtum Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaíslandÚtsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Á náttborðinu hjá mér núna er bók- in Central America on a Budget af því að við hjónin erum að plana að fara til Hondúras á næsta ári. Þetta er bók um þau sjö lönd sem teljast Mið-Ameríka, saga landanna og praktískir hluti allskonar eins og hvert maður á að fara og hvert maður á ekki að fara til dæmis, en Hondúras er með hæstu morðtíðni í heiminum. Við skiptum á húsi við fólk og ætlum að reyna að gera eitt- hvað úr þeirri ferð. Þetta er bók sem maður flettir annað slagið og les tvær til þrjár blaðsíður í einu. Mér fannst til dæmis mjög fyndið að lesa um fót- boltastríðið sem Hondúras og El Salvador háðu eftir fótboltaleik 1969. Svo er ég að lesa Hotel New Hampshire eftir John Irwing af því að hann er einn af mín- um eftirlætis eftirlætis- höfundum. Ég hef lesið The World According to Garp og A Prayer for Owen Meany og fleiri bækur eftir hann en aldrei Hotel New Hampshire og hún er náttúrlega frábær. Þriðja bókin er svo Hilling 38 eftir finnska rithöfundinn Kjell Westö. Ég byrjaði á henni fyrir stuttu, en lagði hana frá mér um tíma, en er svo búin að taka hana upp aftur. Rannveig G. Halldórsdóttir Jessie Burton tók ritlistina fram yfir leiklistina. Ljósmynd/Harry Borden BÓKSALA 11.-18. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 KakkalakkarnirJo Nesbø 2 Dalalíf IGuðrún Árnadóttir frá Lundi 3 Þjóðaplágan ÍslamHege Storhaug 4 Hugrekki - Saga af kvíðaHildur Eir Bolladóttir 5 Dalalíf IIGuðrún Árnadóttir frá Lundi 6 Iceland In a BagÝmsir höfundar 7 30 Uppgötvanir sembreyttu sögunni Kolbeinn Óttarsson Proppé 8 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 9 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 10 Skúli skelfir og bölvunmannætunnar Francesca Simon 1 KakkalakkarnirJo Nesbø 2 Dalalíf IGuðrún Árnadóttir frá Lundi 3 Dalalíf IIGuðrún Árnadóttir frá Lundi 4 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 5 VinkonurRagna Sigurðardóttir 6 JárnblóðLiza Marklund 7 IrénePierre Lemaitre 8 Smásögur heimsins - Norður Ameríka Ýmsir höfundar 9 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 10 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin Allar bækur Íslenskar kiljur MIG LANGAR AÐ LESA Bandaríska leikkonan, handrits- höfundurinn og leikstjórinn Lena Dunham gaf óforvarandis út bók í vikunni. Bókin, sem heitir Is It Evil Not to Be Sure? var gefin út á þriðjudagskvöld, rafrænt og í takmörkuðu upplagi á pappír, en áður en sólarhringur var liðinn frá útgáfunni var pappírsútgáfan uppurin. Bók Dunham byggist á dagbók- arbrotum hennar frá 2005 og 2006 sem hún segist hafa rekist á í gömlu tölvuafriti. Í fyrstu hafi hún farið hjá sér við að lesa hve hún hafi verið mikill kjáni og hve upp- tekin hún hafi verið af því að finna hinn eina rétta. Við nánari skoðun hafi henni þó þótt persón- an sem birtist í textanum vera heiðarleg og einlæg og því rétt að leyfa fleirum að lesa. Pappírsútgáfan er 56 síður og aðeins gefin út í 2.000 árituðum eintökum. Ekki stendur til að prenta fleiri eintök á pappír, en ágóði af bókinni rennur til átaks í að hvertja stúlkur til að skrifa. Síðasta bók Dunham var Not That Kind of Girl. Lena Dunham ákvað að gefa út gömul minningarbrot og varð að metsölubók. Metsöluminningarbrot ÓVÆNT ÚTGÁFA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.