Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 45
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 TÓNLIST Einn áhrifamesti trymbill þungarokk- sögunnar, Dave Lombardo, situr ekki auðum höndum enda þótt hann hafi yfirgefið málmkóngana í Slayer öðru sinni fyrir fáeinum misserum vegna ágreinings um launamál. Hann hefur ekki bara nýlokið við gerð plötu ásamt sveit sinni Dead Cross heldur hafa gömlu jað- arþrassbrýnin í Suicidal Tendencies gefið í skyn að kappinn sé á leið með þeim í hljóðver að taka upp nýja plötu. Lombardo hefur túrað með Suicidal Tendencies á þessu ári og svo virðist sem báðum aðilum líki sam- starfið svo vel að hugur þeirra standi til að innsigla það í hljóðverinu. Auk Lombardos skipa Suicidal Tendencies í dag söngvarinn Mike Muir, gítarleikarinn Dean Pleas- ants og bassaleikarinn Ra Díaz. Lombardo ekki ráðalaus Dave gamli Lombardo. TÓNLIST Sveitasöngvarinn Guy Clark, sem kallaður hefur verið „kóngurinn frá Nash- ville“ og „guðfaðir“ söngvaskáldanna frá Nashville lést í vikunni, 74 ára að aldri. Hann hafði átt við fjölþætta vanheilsu að stríða. Clark var þekktur fyrir lög eins og LA Freeway og Desperados Waiting for a Train en hann var jafnvígur á laga- og textasmíðar. Meðal sveitasöngvara sem hljóðrituðu lög hans voru Johnny Cash, Emmylou Harris og Willie Nelson. Guy Clark gekk að eiga söng- konuna Susanna Clark snemma á áttunda áratugnum og unnu þau mikið saman. Hún sálaðist fyrir fjórum árum. Kóngurinn frá Nashville fallinn frá Sveitasöngvarinn Guy Clark var 74 ára að aldri. AFP Rauðhærðum leikurum vex nú fiskur um hrygg í sjónvarpi. Taka að sér aðalhlutverk í hverjum þættinum af öðrum. Lengi vel voru Gillian Anderson og David Caruso þau einu. Hún greiddi úr yfirskilvitlegum flækjum í The X- Files – og gerir enn – og hann handsamaði harðsvíraða bófa með sólgleraugun ein að vopni í CSI: Miami. Fjölmargir hafa síðan bæst í hópinn; nægir þar að nefna Marciu Cross í Aðþrengdum eiginkonum, Jesse Tyler Ferguson í Modern Fa- mily, Alyson Hannigan í How I Met Your Mother, Cameron Mo- naghan í Shameless og Damian Lewis í Homeland og Billions. Ef við lítum okkur nær má auðvitað bæta við Jóni Gnarr í Vaktaseríun- um vinsælu. Nýjasta stjarnan í þessum föngulega hópi er Mireille Enos sem sló í gegn sem hin graf- alvarlega lögreglukona Sarah Linden í bandarísku útgáfunni af Forbrydelsen, sem kallaðist ein- faldlega The Killing. Svo alvarleg var Linden að hún tognaði gerði hún tilraun til þess að brosa. Tók raunar aldrei sénsinn á því. Bálskotinn í hrappnum The Killing gekk í þrjú ár, frá 2011 til 2014, og Enos þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta aðal- hlutverki, í The Catch, sem hóf göngu sína fyrr á þessu ári og SkjárEinn hefur tekið til sýninga. Enn fæst Enos við rannsóknir; leik- ur einkaspæjarann Alice Vaughan sem eltist við alræmdan svika- hrapp. Það flækir málið til muna að hún er bálskotin í hrappnum. The Catch hefur mælst prýðilega fyrir og þegar hefur verið ákveðið að ráðast í seríu númer tvö. All- nokkru léttara er yfir Enos í þess- um nýja þætti. Enos er fertug að aldri. Fædd í Kansas City en ólst að mestu upp í Houston. Móðir hennar er frönsk en faðirinn bandarískur af skosku bergi brotinn. Þaðan kemur lík- lega rauða hárið. Hún nam leiklist og lauk BA- prófi árið 1997. Lítið fór þó fyrir Enos fyrstu árin en hún reyndi fyr- ir sér í smærri hlutverkum í kvik- myndum og sjónvarpi og á sviði. Árið 2005 var hún tilnefnd til Tony-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf? á Broadway. Fyrsta fasta hlutverk Enos í sjónvarpi var í Big Love sem fjallaði um ástir og örlög mor- móna í Utah. Lék hún þar tvíbura- systur nokkrar á árunum 2007-10. En það var The Killing sem opn- aði allar flóðgáttir fyrir Enos enda hlaut hún einróma lof gagnrýn- enda fyrir túlkun sína á Sarah Linden. „Ég man ekki í annan tíma eftir bandarískri persónu sem líkist henni,“ sagði Tim Goodman, sjónvarpsgagnrýnandi The Hollywood Reporter. Kvikmyndatilboðum hefur rignt yfir Enos eftir The Killing. Hún lék meðal annars á móti Brad Pitt í World War Z og á móti Ryan Rey- nolds í The Captive. Hún verður í þremur myndum sem frumsýndar verða síðar á þessu ári. Ísinn er sannarlega brotinn. Aðdáendur The Killing kannast pottþétt ekki við þennan svip á Mireille Enos. MIREILLE ENOS ENN EINN RAUÐHÆRÐI LEIKARINN Rauður þráður David Caruso sem erkitöffarinn Horatio Caine í CSI: Miami. „Mig langar að vekja athygli á því að Finnland býr lík- lega að flestum málmböndum í heimi miðað við höfðatölu og skorar líka hátt í góðum stjórn- arháttum. Ætli sé eitthvert samband þarna á milli?“ Þessi orð Baracks Obama á fundi hans með forsætisráðherrum Norður- landanna á dögunum hafa vakið mikla athygli og ekki síður ljósmynd af Bandaríkjaforseta að sveifla djöfla- hornunum, vörumerki tónlist- arstefnunnar, í ræðustól í Hvíta húsinu. Því skal þó til haga haldið að átt hefur verið við þá mynd; Obama gerði þetta ekki í raun og veru. Þá hefði líklega allt farið á hvolf í „Biblíubeltinu“. Eins hefur verið átt við mynd, sem margir hafa mögulega séð á samskiptamiðlum, þar sem Obama virðist vera klár í slag- inn í miðjum „pittinum“ á málmtónleikum. Hvað sem því líður hefur finnskt þungarokk ekki í annan tíma fengið viðlíka kynningu. Norðurlöndin eru fræg fyrir ást sína á þungu rokki, ekki síst Finnland en samkvæmt Encyclopaedia Metallum eru 53 málmbönd á hverja 100.000 íbúa þar um slóð- ir. Svíar eru með 37 málmbönd á hverja 100.000 íbúa og Norðmenn 27. Ekki liggur fyrir hversu mörg málmbönd við Íslendingar eigum en til að skáka Finnum þyrftu þau sennilega að vera í kringum 180 í það heila. Obama mærði Norðurlöndin fyrir margt fleira á fundinum með ráðherrunum, svo sem Spotify, Skype, Minecraft, Angry Birds, Candy Crush, Lego og IKEA. Sem kunnugt er hefur Sigurður Ingi Jó- hannsson forsætisráðherra boðið Obama í opinbera heimsókn til Íslands. Eins gott að Skálmöld verði þá á landinu. „Málmurinn er svona stór á Norðurlöndunum.“ Bar- ack Obama forseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. AFP OBAMA BANDARÍKJAFORSETI Mærði málm frá Finnlandi Floor Jansen, söng- kona finnska málm- bandsins Nightwish. AFP Morgunblaðið gefur út glæsilegt sumarblað um Tísku & förðun föstudaginn 3. júní. Fjallað verður um tískuna sumarið 2016 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 30.maí NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is -Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.