Víkurfréttir - 04.03.1999, Side 16
VIÐSKIPTI & ATVIIMNULIF
Eignamiðlun með
fasteignir á netinu
Eignamiðlun Suðurnesja hef'ur fyrst fasteignasala á
Suðurnesjum komiö upp fasteignavef á alnetinu.
Sigurður Ragnarsson, eigandi E.S., sagði hug-
myndina hafa fæðst fyrir rúmlega ári. Vefurinn
hefði verið settur upp á netinu í júlí-ágúst á síðasta ári
en ekki verið haldið hátt á lofti á meðan verið var að
þrúa hann, berjast við ýmsa hnökra og safna myndum.
Sigurður sagði að í dag væru á vefnum myndir af flest-
um þeim eignum setn skráðar væru hjá fvrirtækinu og
hvatti viðskiptavini til að nýta sér þessa nýju þjónustu
en vægi hennar ætti eftir að stóraukast í framtíðinni.
Veffang Eignamiðlunar Suðurnesja er: www.es.is
Besta afkoma Spari-
sjóðsins síðan 1982
Á
rið 1998 var eitt það
besta í sögu Spari-
sjóðsins í Keflavík.
Hagnaður Sparisjóðs-
ins nam 111,2 milljón króna
fyrir skatta á síðasta ári. Að
teknu tilliti til skatta var
hagnaðurinn 80,3 milljónir
króna. Reiknaður tekju-
skattur var 28,5 milljónir kr.
og eignaskattur 2,4 milljónir
kr. Til samanburðar má
nefna að tap var á rekstri
fvrirtækisins árið 1997 sem
nam 77,1 milljón króna
fvrir skatta og 55,2 ntilljón
kr. eftir reiknaða skatta.
Kætta afkoniu má fyrst of
frenist rekja til hagræðingar
í rekstri og skipulagsntálum
auk ntinna framlags í
afskriftareiknings útlána.
Arðsemi eigin fjár var 16%
og hefur ekki mælst svo há
síðan 1982. í rek-
straráætlun fyrirárið 1999
er gert ráð fvrir góðri rek-
strarafkomu. Þetta kentur
fram í frétt frá Spari-
sjóðnunt í Keflavík.
Vaxtatekjur Sparisjóðsins
námu á árinu 871.1 milljónum
króna og vaxtagjöld Spari-
sjóðsins urðu 500,1 milljón
króna á árinu. Hreinar vaxta-
tekjur námu því á árinu 371,0
milljónum króna samanborið
við 333,7 milljónum króna
Hitaveita
Suðurnesja
Brekkustíg 36 - Sími 422 5200
ÚTBOÐ
árið 1997. Vaxtamunur. þ.e.
hreinar vaxtatekjur í hlutfalli
af meðalstöðufjármagns var
4,18%. Aðrar rekstrartekjur
voru 215,1 milljón króna á
árinu og önnur rekstrargjöld
422,7 milljónir króna. Stærstu
liðir annatra rekstrargjalda eru
laun og launatengd gjöld sem
námu 197,9 milljónum króna
og annar almennur rekstr-
arkostnaður sem nam 208,5
milljónum króna. Afskriftir
varanlegra rekstrarfjármuna
námu 14,7 milljónum króna.
Framlag í afskriftareikning
útlána var 52,3 milljónir
króna en var 185,7 milljónir
króna á síðasta ári. Sem hlut-
fall af niðurstöðu efnahags-
reiknings var framlagið
0,56% en var 2,20% árið áður.
Heildarinnlán í Sparisjóðnum
í árslok 1998 ásamt lántöku
námu um síðustu áramót 7,9
milljarði króna. Þannig jukust
innlán um 753,8 milljónir
króna eða um 10,5% frá árinu
1997.
Útlán Sparisjóðsins ásamt
markaðsskuldabréfum námu
7,6 milljörðum króna í árslok
1998 og höfðu aukist um
990,4 milljónir króna frá árinu
áðureðaum 14,9%. Breyting
varð á fullnustueignum frá
árinu á undan. Sá liður lækk-
aði um 30,4% og nam
verðgildi þeirra 121,5 mill-
jónum króna. Þessi liður hefur
farið stiglækkandi undanfarin
ár.
I árslok var niðurstöðutala
efnahagsreiknings 9,3 mill-
jarðar króna og hafði hún
hækkað á árinu um 898,8
milljónireða 10,6%. Eigið fé
Sparisjóðsins í árslok nain
603,9 milljónum króna.
Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins
samkvæmt CAD-reglum er
9,71% en var 8,82% árið áður.
Sparisjóðurinn í Keflavík er
alhliða fjármálafyrirtæki sem
hefur starfað á í rúm 90 ár.
Sparisjóðurinn var stofnaður
1907 og byggir á traustum
grunni. Sparisjóðurinn rekur
fjórar afgreiðslur sem starf-
ræktar eru í Keflavík. Njarð-
vík, Garði og Grindavík en
höfuðstöðvar Sparisjóðsins
em í Keflavík. Starfssemi
Sparisjóðsins er fjölbreytt og
hann býður uppá mismunandi
vömr og þjónustu sem henta
breiðum hópi viðskiptavina
hans.
Hjá fyrirtækinu starfa um 75
starfsmenn. Sparisjóðsstjóri er
Geirmundur Kristinsson.
Aðalfundur Sparisjóðsins í
Keflavík verður haldinn föstu-
daginn 12. niars n.k.
Hitaveita Sudurnesja óskar eftir tilbodum í verkið
„Stofnæð að Innri-Njarðvík HS 98001". Verkid felst
í lagningu stofnædar frá Fitjum að dælustöð
í Innri- Njarðvík.
Helstu magntölur: Lengd hitaveitulagna í plastkápu;
pípustærð 300mm um 1640m,
pípustærð 250mm um 350m
pípustærð 200mm um lOOm
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, gegn W.OOO kr.
skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað
kl. 11, fimmtudaginn 25. mars 1999.
Hitaveita Suðurnesja
A tvinna
Duglegt starfsfólk vantar í
Hagkaup Njardvík
Vinnutími frá 10-18 eda 20
Umsóknareydublöð
á staðnum.
Ekki yngri en 18 ára.
HAGKAUP
• Njarðvík • • Njarðvík •
16
Víkurfréttir