Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 29.04.1999, Side 22

Víkurfréttir - 29.04.1999, Side 22
Sandkassaslagur í bœjarstjóm Fundur bœjarstjórnar þriðjudaginn 20. apríl feerði bœinn ósköp lítið fram á við og líkari skœtingi ungbarna í leikskóla- sandkassa. Minnihlutinn barðist gegn sandkastalabyggingu meirihlutans. Sandi var kastað svo einliverjum sveið í augu sem svaraði í sömu mynt þar til allir höfðu sandinn bragðað og stígvél sumra full. Minnihlutinn gróf stríðsexi, sagðist í samstarfi við leikskólakennar- ana og einn úr þeirra hópi sagði hluta sandhrúgunnar stolinn úr öðrum sand- kassa og varaði meirihlutann við, sagði val á skóflum til byggingar kastalans svindl, hinir leikskólarnir liefðu ekki fengið að vera með. Meirihlutinn varði sinn liluta sandkassans og var stoltur af því að hafa verið fyrstur til að gera sandkastala, sandi liejði verið reddað til að auðvelda skóflukostnaðinn, sand- kassareglur virtar. Hann sagði minni- lilutann hafa vœlt öllu í leikskólakenn- arana og spurði hvort öllum fyndist ekki höllin flott en að lokum þegar Ijóst varð að slagurinn varð ekki sigraður með sandkasti einu saman þá stóð einn upp og sagði bara... ananana, þið ráðið engu því þið entð fœrri. Að loknum þessum lágkúrulega sand- kassaslag, sem stóð í eina klst. og 45 mínútur, voru fundargerðir barnavernd- arnefndar, fjölskyldu- og félagsmála- ráðs, framkvcemda- og tœkniráðs, markaðs- og atvinnuráðs, menningar- og safnaráðs, skipulags- og byggingar- nefndar, skóla- og frœðsluráðs, sögu- nefndar Hafna, sögunefndar Keflavíkur, Brunavarna Suðurnesja, Dvalarheimil- is aldraðra á Suðurnesjum, Hitaveitu Suðurnesja og Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja samþykktar á næstu 13 mín- útum - ellefu núll á öllum vígstöðvum. jak. ■ Ólafur Björnsson útgerðarmaður á Sandvíkingi GK: 7 7 FER EKKIA GRA- SLEPPUVEIÐAR í ÁR ikiö hefur verið rætt uni grá- sleppuvertíðina þetta árið eftir afar treglega sölu á síöasta ári og lág verð. Veiðin hefur geng- ið vonuni framar, það sem af er, þó vafi sé á uin markaði. VF ræddu við Olaf Björnsson, útgerðarmann og skipstjóra á Sandvíkingur GK 312, um stöðu grásleppuveiðanna og framtíð grásleppuhrognasölu. „Eg hef aðeins verið í þessu í 5 ár svo varla get ég talist alfróður um grásleppu- hrognasölu. Heimsmarkaður er ekki flók- inn, hann þolir aðeins um 35 þúsund tunnur á ári. Síðan er þetta einfaldlega spurning um framboð, eftirspurn og birgðastöðu á hverju ári. 1996 var grá- sleppan u.þ.b. 25% af ársveltunni hjá mér og verð á tunnu milli 76 þúsund krónur en í ár ætla ég einfaldlega að pakka sam- an veiðarfærunum og bíða breytts ástands enda viðmiðunarverð Landssambandsins aðeins 41 þúsund og tölum eins og 35 þúsund per tunnu kastað fram manna í millum. Þetta er áhættusöm útgerð og alltaf hætta á því að tapa lagningunni því lagt er svo nærri landi. Grásleppuleyfi sem ég greiddi hartnær hálfa milljón fyrir 1994 gæti ég í líklegast ekki gefið í dag.“ Er þetta tapaður atvinnuvegur fyrir okk- ur Islendinga? „Ekki segi ég það nú. Markaðurinn virð- ist þó hrynja reglulega, liggja síðan niðri í nokkur ár og rísa svo upp að nýju. Nú eru nýjar fiskveiði- þjóðir að koma inn, Grænlend- ingar í fyrra og Rússar eru að koma inn núna. Ef þessar þjóðir eru tilbúnar að sætta sig við lægra verð en við, til frambúðar, hverfum við ein- faldlega af mark- aðnum í einhvem tíma.“ Eru ekki einhverj- ir sem hafa sína aðalatvinnu af grásleppunni? „Það er rétt, tjöldi eldri trillueigenda hefur ekki að öðru að snúa og ástandið þeim afar erfitt. Lands- samband smá- bátaeiganda sendi okkur vinsamleg til- mæli um að leggja ekki upp í veiðar nema að hafa vilyrði fyrir afurðakaupum. Sams konar tilmæli hafa borist frá sölu- aðilunum sjálfum." Sérðu enga von fyrir grásleppukarlana í framtíðinni? „Nú þegar hafa 450 bátar leyfi til grá- sleppuveiða og í ár munu maigir þessara báta ekki nýta sér veiðiheimildina. Veiði- þjóðimar em orðnar sex og heimsmark- aðurinn tekur aðeins ákveðið magn. Mér finnst að þegar svona árar ætti að láta þá sem sækja árstekjumar að öllu leyti í grá- sleppuna um veiðina en það eru að mestu eldri menn. Sé það gert er möguleiki að ná því jafnvægi sem þarf á markaðinn. Grásleppuveiði verður alltaf stunduð en menn þurfa að gera sér grein fyrir því að markaðurinn er ekki ótakmarkaður og miklar sveiflur öllum í óhag.“ Nú hefur það heyrst meðal sjómanna að þetta séu aðeins samantekin ráð kaup- enda til að hulda niðri verðinu? „Eg hef ekki trú á því. Það er einfaldlega lögmálið um framboð og eftirspum sem ræður þessu. Verðið sem er gefið upp núna, 41 þúsund, er aðeins viðmiðunar- verð og í raun engin verð í gildi. Stína stöny hét þessi bátur og hefði verið fínn á grásleppu í fjörunum í Darði. Aldrei fékkst grásleppuleyfið og útgerðin lagði upp laupana...! jak. Á móti öllu en með samt Jóhann Geirdal, oddviti minnihlutans, skammtaði sér ekki mínútumar í umræðunni um væntanlegt íþróttahús en eftir að hann hafði svarað beinskeittri fyrirspum Kjart- ans Más Kjartanssonar um hvort minnihlutinn væri al- mennt séð með eða á móti byggingu fjölnota íþróttahúss á þann veg að bygging slíks húss væri sjálfsagt mál, að gefnum réttum forsendum, fékk Böðvar Jónsson orðið og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Sagði hann mein- tan skátasvip Jóhanns óþol- andi, hann væri á móti öllum þáttum ffamkvæmdanna, fjár- mögnuninni, tímasetningunni. staðsetningunni en nú segðist hann vera til í byggingu húss- ins sjálfs. Dómsdagsspá Kristmundar Kristimmdur Asmundsson sagði meirihlutann vera að kasta milljarði út um glugg- ann. Hluti fjármögnunarinnar væri bókhaldsfals og meiri- hlutinn myndi að lokum gjal- da þess að álit lögmanns, í hreinni andstöðu við ákvörð- un meirihlutans, lá fyrir áður en ákvörðun um byggingu hússins var tekin. Endurtók hann í sífellu „Það var búið að vara ykkur við“ og beið blm. þess að dmngaleg tónlist bær- ist unt sali og ganga bæjar- skrifstofuhallarinnar, svona til að undirstrika stemninguna. Minnihlutinn eða Biskupsstofa Olafi Thordersen fannst ílialdsmenn í meira lagi við- kvæntir fyrir gagnrýni og væri minnihlutinn ekki ábyrg- ur fyrir réðust þeir að starfs- mönnum Biskupsstofu. Eins og kunnugt er kvartaði Davíð Oddsson sáran yfir smásögu um sölu Esjunnar sem starfs- maður biskupsstofu skrifaði. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.