Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 2
Ófundinn Mercedes Brotist var inn á vélaverkstæði Hitaveitu Suðumesja í Svarts- engi aðfararnótt 3. maí sl. Innan dyra var verkfæraskápur skemmdur og blárri, 2 dyra, Mercedes Benz bifreið stolið og er hún ófundin enn. Ekki óalgengt að reynt sé að stela Mercedes eðalvögnum en þjófnaður þessi þó óvenjulegur vegna þeinar staðreyndar að þama var um að ræða númerslaust og hurðalaust eintak, árgerð '79, án ljósabúnaðar. Ný sorpeyðingarstöð í gagnið fyrir árslok 2001 Ánægðir lögreglumenn í Grindavík Lögreglan í Grindavík hefur staðið í umferðarátaki undanfama daga og mælt hraða bifreiða í gríð og erg. Árangurinn vekur stolt með grindvískum lögregluþjónum því enginn hefur enn gerst sekur um hraðakstur og telja menn þar á bæ þetta merki um skynsemi heimamanna. Fasteimasalan HAFNARGÖTV 21 ■ KEFLAVÍK (3 SÍMAR 4211420 OG 4214288 Birkiteigur 11, Keflavík. 120m; einb. á 2 hæðum með 40nf bílskúr. Skipti á minna kemur til greina. 9.200.000.- Tjarnargata 2Sa, Keflavík. 130m: einbýli nteð 50m: bílskúr. Eign í góðu ástandi. 10.700.000,- Suðurgarður 20, Kellavík. 186m: raðhús á 2 hæðum með bflskúr. Eign á vinsælum stað, skipti á minna. Tilboð. Freyjuvellir 14, Keflavík. 126m: einbýli. með 36m: bíl- skúr. 4 svefnh. glæsileg eign. Skipti möguleg á íbúð, laust í júlí 1999. Tilboð. Borgarvegur 28, Njarðvík. 165m: einb. með 28m: bílsk. Góð eign sem gefur mikla niögul. Laus fljótl. Tilboð. Kirkjuvegur 10, Keflavík. 83m: íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Ibúð í góð ástandi, bein sala. Tilboð. Skagabraut 22, Garði. 163m: einbýli með4 svefnh. og 68m: bflskúr. Stórt og fallegt hús. ll^OO.Otii).- Melbraut 23, Garði. 138m: einbýli með 42m: bílskúr. Skipti á íbúð í Keflavík eða Njarðvík koma til greina. Tilboð. Lyngholt 6, Keflavík. 242m: á 2 hæðum. 5 svefnh. Skipti á minni og ódýrari fasteign. Hægt að leigja út hluta af neðri hæð Tilboð. Fífumói 5c, Njarðvík. 3ja herb. 73m: íbúð í fjölbýli á 2. hæð. Glæsileg eign. Ýmsir greiðslumöguleikar koma til greina. Tilboð. - Áætlaður kostnaður tæpur hálfur milljarður króna Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja sf. hefur samið við varnarliðið á Mið- nesheiði um þátt þeirra í kostnaði við upp- bvggingu nvrrar flokkunar- stöðvar og sorpbrennslu og um kaup á þjónustu í nýrri stöð. Aætlaður heildar- kostnaður við uppbygging- una er áætlaður á bilinu 440-480 milljónir og greiðir varnarliðið 41% þess kostn- aðar. Gert er ráð fyrir að nýja stöðin hefji starfssemi fyrir árslok 2001. Gert er ráð fyrir að í nýrri móttöku- stöð verði stóraukin flokkun og endurvinnsla auk þess sem sorp varnarliðsins verði brennt áfram, lögum sam- kvæmt. Ætlunin er að beita bestu fáanlegri tækni og að Suðurnesin verði í farar- broddi umhverfisvænnar sorpevðingar í landinu. Starfsleyfi núverandi stöðv- ar rennur út um árslok 2000 og ekki svarar kostnaði aö breyta henni í samræmi við hertar mengunarkröfur. Suðurnesjagrafa á bólakafi! Ein fiottasta beltagrafa landsins, 32 tonna grafa í eigu Reis ehf. í Njarðvík, festist í Arn- arnesvogi í Garðabæ sl. föstudag. Gröfustjórinn festi vélina í kviksyndi. Þeg- ar Ijóst var að ekki tókst að losa gröfuna áður en flæddi að henni var lögreglan í Hafnarfiröi kölluö til sem síöan kallaði út neyðarsveit Slökkviliðs Reykjavíkur til að bjarga gröfustjóranum. Gröfustjórinn komst þurrum fótum í land eftir að hann hafði verið sóttur á slöngu- báti. Grafan fór hins vegar á bólakaf í Amamesvoginn og er verið að meta skemmdir. Grafan var árgerð 1998 og gengið um hana eins og glæsivagn. T.a.m. var aldrei farið inn í hana á útiskóm. Hvort marhnútar og kross- fiskar Arnarnessvogar liafi virt það er ekki vitað. Myndina tók Ijósmyndari VF í ferð sinni til höfuðborgar- innar sl. föstudag. | Heitt símtóiið hjaj i Brunavörnum i I Mánudagurinn var annasamur hjá | I Brunavörnum Suðurnesja og út- | I köllin alls 11 þegar upp var staðið. I I Dagurinn hófst með brunanum á I j Hafnargötu 82 og lauk með sinu- bruna í Garði. Níu útköll voru [ I vegna sjúkraflutninga og á einum | I stað var vatni ofaukið og leitað að- | I stoðar B.S til að þurrka upp. I I______________________I Munið fyrírlesturinn um LÍFSGLEÐI í Holtaskóla þriðjudaginn 11. maí kl. 20:30 Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Sólstöðuhópurinn. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.