Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 23
Ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Starfsfólk óskast til ræstinga í Flugstöd Leifs Eiríkssonar. Vaktavinna. Ekki yngri en 18 ára. Umsóknum skal skila á skrifstofu Víkurfrétta 12. maí merkt „ Ræsting í flugstöd ". Fagræsting sf. Auglýst eftir nýjum forstjóra KefMurverktaka hf. Auglýst hefur verið eftir nýjum forstjóra Keflavíkur- verktaka hf. Gert er ráð fyrir að hann taki við starfinu með haustinu að sögn Björn Herberts Guð- björnssonar eins af fram- kvæmdastjórum fvrirtæk- isins. Jón H. Jónsson hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins og hefur hann ákveðið að láta af störfum um næstu áramót en hann mun starfa með nýjum forstjóra þar til hann hættir. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við undirbúning sam- einingar fyrirtækja Kefla- víkurverktaka í eitt og mun hún eiga sér stað 1. júlí í sumar. Sameiningin mun þó ekki verða staðfest fyrr en á hluthafafundum í október í | haust. Aðspurður um hvort ráðinn yrði utanaðkomandi maður, þ.e. utan fyrirtækisins sagði Bjöm ekkert ákveðið í þeim efnum en með auglýsingunni væri verið að gefa öllum tæki- færi. Atvinna - sumarafleysingar - Afgreiðslufólk óskast á bensínstöðina Olis-Básinn. Umsóknareyðublöð á staðnum. Einnig vantar bifreiðastjóra með meirapróf í Olís, Njarðvík. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu Olís, Hafnarbraut 6. BÁSINN TILRÆÐIVIÐ FRAM- TÍÐ ÞJÓÐARINNAR Allir hugsandi menn vita að haldi núverandi ríkisstjórn velli mun hún festa endanlega í sessi það ótrúlega ranglæti sem felst í ómálefnalegri mis- munun þegnanna til nýtingar sameiginlegrar eignar, fiski- miða landsins. Þá verða for- réttindi sægreifaaðalsins end- anlega tryggð, sem jafngildir 300 - 400 milljarða króna þjófnaði frá þjóðinni með samsvarandi skatti á sjávarút- veg framtíðarinnar þegar sæ- greifarnir hafa selt þýfið, kvótann sinn. Þjóðin verður þá að kaupa aftur fiskimiðinn með gengislækkunum og styrkjum til sjávarútvegsins. Nokkrir sægreifar hafa þegar selt kvótann “sinn” og farið með milljarða króna á fjár- magnsmarkað erlendis. Sam- eign þjóðarinnar hefur farið í gegnum hendur sægreifanna til að byggja upp atvinnulíf annarra landa. Gjafaféð veitir einnig sægreifunum ósann- gjama forgjöf í samkeppninni hvort sem jreir kjósa að halda sig áfram í sjávarútvegi eða að fara inn ný svið atvinnulífsins. Daglega kveðja sér hljóðs málsmetandi menn til að lýsa því að núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi sé „að óbreyttu óhafandi og beinlínis stór- hættulegt fyrir útgerðina sem atvinnugrein og þar með þjóð- arhag” svo að vitnað sé orðrétt í einn þeirra eða „tilræði við framtíð þjóðarinnar” eins og Markús Möller hagfræðingur sagði í prófkjörsslag Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi. Forstumenn Sjáífstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins liafa ákveðið að verja sægreifaveldið. Forrétt- indum þeirra verður ekki haggað nema með kosningar- sigri Frjálslynda flokksins, F- listans, nú á laugardaginn því j að hugmyndir vinstri manna eru í besta falli óljósar. Valdimar Jóhannesson Maðitr d lista Frjálslynda Jlokksins á Reykjnesi. REYKJANESBÆR Sumarvinna 1999 SÍDASTA ÚTKALLU Reykjanesbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir fólk á aldrinum 17 til 25 ára. Laun skv. kjarasamningum VSFK og Reykjanesbæjar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 og Hafnargötu 57 (Kjarna). Umsóknarfrestur rennur út á morgun 7. maí 1999 og skal umsóknum skilað til Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Hafnargötu 57, sem gefur allar nánari upplýsingar. Starfsmannastjóri. ROin BAR’RESTAURANMAFFÉ A tvinna Óskum eftir að ráða matreiðslu- mann og fólk í framreiðslu. Upplýsingar gefur Vifill í síma 421-4601. Sumartilboð Acrylneglur á 3500 kr. Tilboðið gildir frá 10. maí til 20. maí. SNYRTISTOFA LINDU, sími 421-4068. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.