Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 31
Sandgerðingurinn og fimléikadrottningin Hilma Sigurðardóttir hyggst feta í fótspor frænku sinnar Huldu Lár- usdóttur og sækja verðlaun á Islandsmótið í þolfimi sem fer fram í íþróttahúsinu í Digranesi fimmtudaginn 13. apríl nk. Hilma er átján ára nemi á nátt- úrufræðibraut Fjölbrautar- skóla Suðumesja og fyrruni fimleikastjama en hún æfði og keppti í fimleikum í 11 ár, frá 6 ára aldri til sautján. ,.Eg komst fljótt að því að ég gat ekki setið auðum liöndum og fór þvf að æfa hjá Stúdeo Huldu eftir hálfsársfrí frá fim- leikunum. Hulda er eini Suð- umesjamaðurinn sem unnið hefur til verðlauna í þolfim- inni en hún fékk bronsverð- laun 1993 og ákváð ég reyna að slá henni við. Við Hulda erum ekki bara frænkur heldur líka fæddar með dagsmillibili í Vatnsberamerkinu." sagði Hilrna í yfirheyrslu VF. „Und- irbúningurinn er búinn að vera skemmtilegur og Hulda verið mér innan handar á öllum stigum hans. Nú tekur spenn- an við og hlakka ég mikið til keppninnar." L J UNDANURSLIT REYKJA- NESMÓTSINS í KVÖLD Víðismenn taka á móti Njarð- víkingum í undanúrslituni Reykjanesmótsins í knatt- spvrnu í kvöld kl. 19. Grind- víkingar mæta Reynismönn- um í hinum undanúrslita- leiknum nk. mánudagskvöld, í Grindavík. Garðbúar og Grindvíkingar komust upp úr riðlakeppninni með fullt hús stiga og verða að teljast líkleg- astir til að komast í úrslita- leikinn. Þróttur úr Vogum og Knattspyrnudeild Golfklúbbs Grindavíkur kljást um botns- sætið. Keflvíkingar og Grind- víkingar úr leik Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík voru slegin út í 16 liða úrslitum Deildarbikar- keppninnar í knattspyrnu. Grindvíkingar áttu við sterkt lið KR-inga að eiga og töpuðu 4-1. Lið grindvískra á við mikil meiðsl að stríða. Grétar Hjartarson skoraði mark þeir- ra. Keflvíkingar öttu kappi við Þrótt Reykjavík, sem leikur í 1. deild, og þurfti að bfta í það súra epli að tapa 1-0 en Þrótt- arar skoruðu úr vítaspyrnu. Keflvíkingar voru tvímæla- laust sterkari aðilinn í leiknum en var, eins og oft áður, gjör- samlega fyrirmunað að koma knettinum í netið. Grindavík - Ohio Landsbankinn áfram hjá Gnindavík! Knattspyrnudeild Grinda- víkur og Landsbanki Is- lands hafa undirritað samn- ing um samstarf. Lands- bankinn hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar og hefur nú verið undirritaður nýr samningur til tveggja ára. Landsbankinn auglýsir á upphitunargöllum liðsins og á ýmsum öðrum stöðum og ákveðnir viðskiptaklúbb- ar bankans fá ókeypis eða ódýrari aðgang að heima- leikjum Grindvíkinga í sumar. Þá eru í samningn- uni bónusgreiðslur til leik- nianna meistaraflokks auk þess sem útnefndir verða í vertíðarlok „Landsbanka- leikmenn ársins“ í meistara- flokki og 2-4. flokki. Knattspyrnulífið í Grindavík verður með alþjóðlegum blæ í sumar. Kvennalið Grindvíkinga á von á þremur bandarískum yngismeyjum til að styrkja leik- mannahóp liðsins. Stúlkurnar sem heita Shauna Cottrell, Elisa Donovan og Sara Davidson eru leikmenn háskólaliðs Toledo í Ohio. Shauna var valin ein af 30 bestu leikmönnunum í há- skólaboltanum á síðasta tímabili og hefur verið valin í landsliðs- hóp Kanadíska landsliðsins fyr- ir HM kvenna í sumar. Jákvœðninámskeið fyrir áhorfendur Á leik Keflavíkur og Þróttar i Deildarbikamum vakti athygli lítill hópur áhorfenda, margir hverjir mjög tengdir knatt- spyrnudeild Keflavíkur, sem kepptist við að gera dómara og línuvörðum leiksins lífið leitt. Fúkyrðunum rigndi yfir þessa starfsmenn vallarins sem eins og aðrir á vellinum gerðu mis- tök á báða bóga. Skiljanlegt er að vorbragur sé á áhoifend- um sem leikmönnum og dómurum en þvílíka skítadreifara, sem þessa, ber að nota á auða grasbletti. Börn okkar bœjar- búa þutfa á öðrum fyrirmyndum að halda en þessum og vel vert að athuga hvort ekki er hœgt að korna kjaftbullum þess- um á jákvœðninámskeið,Jyrir upphaf Islandsmóts. Fjónir Keflvíkingar í kvennalandsliðinu Kvennalandsliðið í körfuknatt- leik er einnig á leið á alþjóðlegt mót í Luxembourg og hefur Oskar Kristjánsson, landsliðs- þjálfari, valin 12 stúlkur til far- arinnar. Liðið skipa: Guðbjörg Norfjörð, Linda Stefánsdóttir, Helga Þorvaldsdóttir og Kristín Jónsdóttir KR-ingar. Keflvík- ingamir eru fjórir, Anna María Sveinsdóttir, Kristín Blöndal, Bima Valgarðsdóttir og Marín Sigurðardóttir. Aðrir leikmenn eru Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir frá Stúd- ínum og Gréta M. Grétarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir úr IR. Aðstoðarþjálfari liðsins er til- vonandi þjálfari meistaraflokks KR, Ingi Þór Steinþórsson. Nhi Suöupnesjamenn í karlalandsliðinu Landsliðsþjálfarinn í körfuknattleik, Jón Kr. Gíslason, hefur valið 12 manna leikmanna- hóp til keppni á alþjóðlegu móti í Luxem- bourg 7.-9. maí nk. Níu Suðurnesjamenn eru í hópnum þar af einn tveggja nýliða, Gunnar Einarsson úr Keflavík. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið: Falur Harðarson, Hjörtur Harðarson. Birgir Orn Birgisson og Gunnar Einarsson úr Keflavík. Friðrik Ragnarsson, Friðrik Stef- ánsson og Páll Kristinsson úr Njarðvík. Páll Vilbergsson, Helgi Jónas Guðfinnsson og Herbert Amarsson úr Grindavík. Aðrir leik- menn em Eiríkur Önundarson KR-ingur og hinn nýliðinn í hópnum. Dagur Þórisson Skagamaður. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með landsliðssætið. Ég held að bættan árangur minn í vetur megi skrifa á markvissari æf- ingar. Ég lyfti vel síðasta sumar, eins og oft áður, og hélt því svo áfram í allan vetur með æfingunum en það hef ég aldrei haldið út áður.“ sagði Gunnar er VF hafði samband og óskaði honum til hamingju með lands- liðssætið. Aðstoðarþjálfari liðsins er Friðrik Ingi Rúnarsson, Njarðvíkingur. Ekkijleiri Bandaríkjamenn! Á ársþingi KKI í Hveragerði 1. og 2. maí var borinn upp tillaga um Ijölgun banda- rískra leikmanna úreinum í tvo. Fyrirfram var búist við hörðum slag um tillöguna og því mjög óvænt hve at- kvæðagreiðslan var afger- andi 65-20 gegn fjölgun Bandaríkjamannanna. Ef- laust helur flestum |x')tl bog- inn spenntur alveg nægilega hátt í sinni heimabyggð.s Fleiri upp, fleiri niður Áfram af ársþingi KKÍ. Samþykkt var að Ijölga |ieim liðum sem skipta um deildir úreinu í tvö. í stað þess að eitt lið falli úr úrvalsdeild ár hvert falla tvö og tvö ný koma inn. Auknar líkureru nú á því að fleiri lið stígi sín fyrstu úrvalsdeildar- skref á næstu árum sem hlýtur að verða körfuboltan- um til framdráttar. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.