Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 18
Fyrirspurnir á síðasta kjörtímabili: Innheimta gjalds fyrír endur- tektarpróf til menntmrh. Störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til utanrrh. Lausaganga búfjár til dómsmrh. Áhrif af afnámi línutvöföldunar til sjútvrh. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og stóríðju til umhvrh. Vegtenging frá Stafnesi til Hafna, Ósabotnavegur til samgrh. Takmarkanir á notkun nagladekkja til dómsmrh. Sjálfvirkur sleppibúnaður á skipum til samgrh. Eftirlit með almennri heilsu tiltekinna aldurshópa til heilbrrh. Förgun mómoldar og húsdýraáburðar til umhvrh. Reiðvegir fyrir hestafólk til samgrh. Losun koldíoxíðs í andrúmsloft til umhvrh. Kaup á kvikmyndum Óskars Gíslasonar til menntmrh. Breytingar á skattalögum til fjmrh. Starfsumhverfi og framtíðar- möguleikar fiskvinnslunnar til sjútvrh. Heilsugæsla i skólum til heilbrrh. Útboð á hafrannsóknaskipi til sjútvrh. Gjaldþrot einstaklinga að kröfu hins opinbera til fjmrh. Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri til menntmrh. Prófun á vímuefnaneyslu nemenda í skólum til dómsmrh. Tengsl umferðarslysa og neyslu ávana- og fíkniefna til dómsmrh. Eignir og skuldir heimila til viðskrh. Aðgerðir vegna starfsþjálfunar til forsrh. Flutningur nemenda grunnskóla milli bekkja eða skóla til menntmrh. Tekjur ríkissjóðs af slökkvi- og björgunarbúnaði til fjmrh. Fjöldi slysa á helstu ferða- mannastöðum til samgrh. Samanburður á launakjörum iðnaðarmanna til iðnrh. Akstur lögreglu-, sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsbifreiða til dómsmrh. Flutningur ríkisstofnana út á land til forsrh. Löndun undirmálsfisks til sjútvrh. Sjóvarnargaróar í Hafnarfirði til samgrh. Flutningur höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja til dómsmrh. Rekstrarskilyrði smáfyrírtækja til viðskrh. Varnir gegn landbroti til samgrh. Ferjuflug um Keflavíkur- flugvöll til samgrh. Stofnun sérskóla á vegum rikisins til menntmrh. Skoðun ökutækja til dómsmrh. Kærur vegna iðnlagabrota til dómsmrh. Afnám vísitölubindingar lána til viðskrh. Flutningur ríkisstofnana út á land til forsrh. Hjálmar er annar höfunda tillögu, sem samþykkt var á Alþingi, þess efnis að komið verði upp lands- liði hestamanna við móttöku á erlendum tignar- gestum sem og fyrir skrautreið á sumrin niður Almannagjá fyrir erlent ferðafólk. í landsliðinu á að sýna hvernig íslenski hesturinn getur þjónað fólki á öllum aldri. Aðstoð við fyrirtæki og einstaklinga Fjöldi fólks og fulltrúa fyrirtækja hefur leitað til Hjálmars á kjörtímabilinu og notið liðsinnis hans. Undri - vistvænt hreinsiefni Sigurður Hólm í Reykjanesbæ stofnaði fyrirtæki um bylt- ingakennda hugmynd með vistvænt hreinsiefni - unnið úr íslenskri tólg. Efnið er í mikilli sókn og virðist ætla að valda straumhvörfum á þessu sviði. Hjálmar hefur lagt mikla vinnu í að hjálpa Sigurði við að koma fyrirtækinu á legg. Stöðugildi til forvarna í lögreglu Hjálmar beitti sér fyrir því að veitt var sérstök fjárhæð til sýslumannsins í Reykjanesbæ til að ráða sérstaklega í stöðu lögreglumanns til að vinna að förvörnum og gegn fíkniefnum á Suðurnesjum. Almannavarnir - nýr bíll Fyrir nokkrum dögum fengu Almannavarnir fjarskiptabíl til ráðstöfunar. Hjálmar hafði milli- göngu um það mál. Þetta eykur öryggi á svæðinu til muna. Háskólanám á Suðurnesjum Fyrir tilstuðlan Hjálmars og annarra var nýlega gengið frá samningi milli Háskólans á Akureyri og MOA um fjarnám í hjúkrun, rekstarfræðum, sjáv- arútvegi o.fl. Kennsla fer fram um netið frá Akureyri en nemendur stunda námið hér suðurfrá. Þetta er bylting i menntamálum Suðurnesja. ©l Blái herinn Tómas Knútsson og hópur kafara hófu átak Bláa hersins sem miðar að þvi að hreinsa hafið við bryggjur landsins og breyta hugafari fólks hvað varðar mengun hafsins, Hjálmar er verndari þessa verkefnis. Aaætu Síðustu fjögur ár hef ég reynt að vinna af bestu getu að málefnum Suðurnesja og þjóðarinnar. Ég vona að þið kunnið að meta verk mín. Ég tel mig eiga ýmislegt óunnið og leita því eftir ykkar stuðningi. Tvö þingsæti af Suðumesjum virðast örugg samkvæmt skoðanakönnun. Mitt sæti er hins vegar í mikilli hættu. Mér þætti vænt um ykkar stuðning þannig að þrír þingmenn af Suðumesjum verði áfram á næsta kjörtímabili. Með vinsemd Hjálmar Arnason.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.