Víkurfréttir - 02.09.1999, Síða 6
Njarðvíkurskóli:
Njarðvíkurskóli verður
ekki einsetinn fyrr en
haustið 2000. Einsetning
annarra skóla í Reykja-
nesbæ og tilkoma Heiðarskóla
hefur þó haft nokkur áhrif á
starfsemi Njarðvíkurskóla. „I
haust hefja 442 nemendur nám,
segir Gylfi Guðntundsson
skólastjóri, en í fyrra voru hér
523 nemendur. Skýringin er sú
að nú skiptist nemendafjöldi á
fjóra skóla í stað þriggja.”
Hafa verið einhverjar stór-
frantkvæmdir við skólann í
sumar?
„Ekki nema eðlilegt viðhald og
svo fengurn við glæsilegt
skólaeldhús með öllum tækjum
og tólunt. Þar rnunu þrjár konur
sjá um að laga mat fyrir nent-
endur. Krakkarnir geta keypt
heita máltíð eða súpu og brauð
fyrir 200 krónur. Nýbyggingin
verður hins vegar ekki tilbúin
fyrr en haustið 2000, þá verður
skólinn einsetinn.”
Hvernig líst þér á einsetn-
inguna?
„Mér líst afar vel á hana. Hún
gæti reyndar komið illa út fyrir
suma kennara því þeir fá ekki
eins mikla vinnu og áður.
Yfirvinna hjá kennurum yngri
Heiðarskóli:
464 nemendup
Framkvæmdir við Heiðar-
skóla ganga vel og Ámý Inga
Pálsdóttir, skólastjóri, segir að
verið sé að leggja lokttltönd á
verkið og að því verði að
mestu lokið þegar kennsla
hefst.
„Komandi vetur verður mikill
reynslutími fyrir okkur og ég
býst við að einhverjar breyt-
ingar verði gerðar eftir að
reynsla er kontin á starfið í
skólanum.”
Hvað eru margir nemendur
skráðir í skólann?
„Nú eru um 464 nemendur
skráðir en það er ekki endan-
leg tala. Fólk gleymir að
afskrá bömin |tegar það flytur
í burtu og eins er fólk enn að
skrá böm í skólann."
Hvernig hefur gengið að
ráða kennara?
„Það er búið að fullmanna
allar stöður en ráðning smíða-
kennara er enn ófrágengin.
Ég er mjög ánægð hversu vel
hefur tekist með ráðningar
því þetta er nýr skóli og hér
verða 35 kennarar við vinnu.
Flestir eru réttindakennarar.
Ég hef aðeins 5-6 leiðbein-
endur og þeir eru allir mjög
vel menntaðir og með reynslu
af kennslu.”
Hvernig líst þér á starfsárið
seni framundan er?
„Mér líst vel á það. Ég er með
mjög góðan starfsmannahóp
og vinnuaðstaðan fyrir okkur
er mjög góð. Ég hlakka til að
sjá nemendur og eiga gott
samstarf við þá og foreldra
þeirra.”
Stóru-Vogaskóli:
Aðstoö við heimanám
Nú lítur út fyrir að um 135
börn verði við nám í
Stóru-Vogaskóla.
Snæbjörn Reynisson
skólastjóri, segir |retta vera ör-
litla fjölgun og að hana megi
rekja til tíðra að- og brottflutn-
inga fólks.
Hafa einhverjar skipulags-
breytingar verið gerðar?
„ Já, mjög miklar. Skólinn er
ekki einsetinn en við höfum
samt þjappað skóladeginum á
styttri tíma til að ná samfelld-
um skóladegi. Áður var kennt
frá klukkan 8-17 en nú frá 8-15.
Við höfum einnig ákveðið að
bjóða uppá aðstoð við
heimanám milli kl. 15-16:30.
Sú aðstoð er í boði fyrir alla
aldurshópa. 1 samvinnu við
tómstundafulltrúa höfum við
skipulagt tómstundadagskrá
fyrir nemendur og þeim gefst
líka kostur á að kaupa sér létta
máltíð í hádeginu. Foreldrar
verða reyndar að borga fyrir
þessa auknu þjónustu, þ.e.a.s.
matinn og námsaðstoðina, en
gjaldtaka verður í algjöru lág-
marki svo fólk geti nýtt sér
þetta.”
Hvernig gekk að ráða kenn-
ara?
„Lítil viðbrögð fengust þegar
við auglýstum eftir kennurunt
en þetta hafðist að lokum. Við
erunt nú með 10 réttinda-
kennara og tvær leiðbein-
endastöður, sem er svipað og
áður. Við þurftum að bæta við
tveimur kennarastöðum vegna
breytinganna sem ég nefndi hér
áðan.”
Hvernig líst þér á veturinn?
„ Veturinn leggst ágætlega í
mig. Hér hafa miklar breytingar
verið gerðar en ég er bjart-
sýnn.”
bekkja hverfur og þeir fá bara
að kenna hálfan daginn.”
Ern fleiri breytingar í bígerð?
„Ég hef rnikinn áhuga á að setja
upp heimanámskerfi sem
myndi örugglega bæta sam-
skiptamynstur fjölskyldunnar.
Þegar krakkamir koma heim úr
skóla og foreldrarnir heim úr
vinnu þá væru allir búnir með
sína vinnu og fjölskyldan gæti
eytt meiri tíma saman.”
Hvernig gekk að ráða starfs-
fólk?
„I vor hélt ég að ég væri með of
mikið af fólki og vísaði því
fólki frá. í sumar gerist það að
ég missi kennara sem ég var
búin að ráða og allt í einu vant-
aði mig fólk. Ég hef fengið
ágætt fólk til starfa, kennara og
nokkra vel menntaða leið-
beinendur. Skólaskrifstofan
hefur staðið sig vel í að útvega
stuðningsfulltrúa, ég er að
ganga frá þeim málum núna.”
Einhver lokaorð til Reykja-
nesbæinga?
„Ég er bjartsýnn á veturinn. Hér
er gott fólk og ég trúi því að jtað
skili sér í starfi okkar í vetur.
Allar upplýsingar um skólastarf
er að finna á heimasíðu skólans.
Slóðin er http://www.njardvik.is
Innan tíðar verður opnað vef-
borð á heimasíðunni þar sem
foreldrar fá tækifæri á að koma
að athugasemdum.”
Sandgerðisslcóli:
llantar kennslustofur
Sandgerðisskóli tekur við
28 bömun í fyrsta bekk
og eru þá nemendur sam-
tals 280. Enn vantar 4
kennslustofur til að hægt verði
að einsetja skólanns sem núna
er fullnýttur frá kl. 08-14:20
dag hvem.
„Fyrirhuguð er úttekt á húsnæði
og búnaði skólans til að bregð-
ast við skólastofufjörfinni. Hins
vegar má til þess líta að bekkja-
deildir eru almenn fámennar,
þær fjölmennustu skipa líkleg-
ast 24 nemendur, 17 í bóklegri
kennslu" sagði Guðjón Þ. Krist-
jánsson skólastjóri. Síðasti
kennarinn var ráðinn um síð-
Myllubakkaslcóli:
ustu helgi og eru nýir kennarar
þrír, Bergný Jóna Sævarsdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir og Gunn-
ar Guðntundsson en að auki var
ráðinn inn einn leiðbeinandi,
Einar Júlíusson." Guðjón var
bjartsýnn á veturinn og sagðist
skynja jákvætt viðhorf til skóla-
mála í bæjarkerfinu. „Niður-
stöður samræntdu prófana síð-
asta vor voru mörgum von-
brigði og hef ég fundið fyrir
einlægum vilja bæjaryfirvalda
til áfranthaldandi jákvæðrar
uppbyggingar skólastarfsins. Er
ég sannfærður að við eruni á
réttri leið.“
a næsta ar
yllubakkaskóli verður
síðastur grunnskóla
Reykjanesbæjar til að
ná einsetningu. Við-
bygging skólans er nú fokheld
og verður, að sögn Vilhjálms
Ketilssonar skólastjóra, afhent í
september 2000.
„Miklar framkvæmdir hafa ein-
kennt sumarið. Það er búið að
malbika suðuitúnið og bifreiða-
stæði verða útbúin við Norður-
tún. Þá er verið að vinna í
gervigrasvellinum. Samkvæmt
síðustu tölum verða nemendur
skólans 405, þar af 45 í fyrsta
bekk. Á þessum vetri verður
einn 10. bekkur, þrískiptar
bekkjadeildir í fyrsta og sjötta
bekk og aðrir bekkir tvískiptir.
Búið er að manna allar kenn-
arastöður og eru allir almennir
bekkjakennarar kennaramennt-
aðir. Einn nýr leiðbeinandi hef-
ur hafið störf, Særún Ástþórs-
dóttir, og verður hann aðstoðar-
kennari í öðrum bekk sem er
mjög fjölmennur. Nýbúið er að
taka ákvörðun um að tölvu-
kennsla verði á vegum skólans
og eftir að ráða aðila til að til að
sjá um hana.“
Hvemig lýst skólastjóranum á í
upphafi skólaársins?
„Heilmiklar breytingar eru að
eiga sér stað á skólakerfi Kefl-
víkinga. Við, hér í Myllubakka-
skóla, erum t.d. að taka inn eldri
nemendur(7-10. bekk), t' fyrsta
sinn síðan 1954, og gaman
verður að sjá hvemig til tekst.
Annars finnst mér jákvætt hug-
arfar einkenna þá þróun sem á
sér stað í skólamáium bæjarins.
Fólk verður þó að vera þolin-
mótt og umburðarlynt á þessum
fyrstu skrefum einsemingarinn-
ar.“
Gerðaskóli:
Tölvukennsla í öllum bekkjum
Einar Valgeir Arason, skólastjóri í Gerða-
skóla, segir að nú séu um 230 nemendur
skráðir í skólann og að nýnemar verði um
25 sem er svipað og veriö hefur. „Við emm
ekki að einsetja skólann en erum þó með ýmsar
aðrar breytingar í burðarliðnum. Verið er að
innleiða nýju aðalnámskrána sem helur í för
með sér fjölgun kennslustunda og kennslu í
Lífsleikni. Lokið vttr við að byggja við skólann
í fyrra sem var mikil breyting til batnaðar."
Hvernig hefur gengið að manna stöður?
„Það hefur tekist vel. Við emm bara með einn
nýjan kennara. Svotil allir eru nteð kenn-
araréttindi og aðeins einn leiðbeinandi. Þetta er
með því besta sem gerist hjá okkur. Þttð er
reyndar ekki búið að ráða stuðningsfulltrúa
ennþá.”
Er tnikil yfirvinna á fólki?
„Já. nokkrir eru með töluverða yfirvinnu.”
Hvernig er aðstaðan í skólanum?
Við höfum gert ýmsar smávægilegar breytingar
til að bæta andrúmsloftið og vinnuaðstöðuna. I
fyrra fengum við nýtt tölvukerfi og nú er kennt
á tölvur í öllum bekkjum. í hverri einustu
kennslustofu er líka nettengd tölva sem er til
mikilla þæginda. Tölvumar í skólanum hafa
reyndar ekki fengið að vera í friði fyrir þjófum
en nú er komið mjög gott öryggiskerfi í skólann
sent á að halda þeirn í burtu.”
Hvernig leggst veturinn í þig?
„ Hann leggst vel í mig. Hér er góður andi og
fólk er tilbúið að takast á við skólaárið.”
6
V íkuifréttir