Víkurfréttir - 02.09.1999, Page 12
atvmnulíf
Olsen Olsen
í Jacksonville
Þau hjónin Ævar Olsen og
Edda Gunnarsdóttir
verða ekki lengi án Olsen
Olsen því fyrirhugaö er að
opna sams konar stað í
Avenue verslunarmiðstöð-
inni í Jacksonville,
Florida, og það ekki síðar
en fyrstu vikuna í október.
„Vifl förum út |)ann 7.
september næstkomandi
og ef allt gengur upp þá
opnun við staðinn fyrstu
vikuna í október" sagði
Ævar Olsen. „Við höföum
gert ráð fyrir að opna í
september á næsta ári en
síöustu daga hefur allt
gengið eins og í ævintýri
og Olsen Olsen í Ameríku
að verða að veruleika. Við
erum nú að söðla um eftir
5 ár á Hafnargötunni og
viljum endilega koma á
framfæri |>akklæti til allra
Suðurnesjamanna fyrir
þennan tíma og óskum á
sama tíma Gunnari góðs
gengis með barnið okkar,
Olsen Olsen og Ég.‘‘
Auglýsingasíminn
er 421 4717
Störf skólaliða
Grunnskólinn í Sandgerdi auglýsir
eftir skólaliðum veturinn 1999-2000.
Nánari upplýsingar eru veittar á
bæjarskrifstofu Sandgerðis og í
Grunnskólanum í Sandgerði.
Umsóknareyðublöð fást á
bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar.
Umsóknir berist á bæjarskrifstofu
Sandgerðis. Umsóknarfrestur
ertil 10. september.
Skólastjóri
Olsen Olsen Diner skiptir um eigendur:
Gunnar Friðriksson
nýr eigandi að Olsen
Veitingastaðurinn vinsæli Olsen Olsen, að
Hafnargötu 17, hefur eignast nýjan eig-
anda og miðvikudaginn 1. september
færist reksturinn í hendur veitinga-
mannsins góðkunna Gunnars Friðrikssonar.
Æg er búinn að vera rúmlega tvö ár utan veit-
ingabransans og er mjög ánægður að vera
mættur í slaginn aftur, ég hreinlega væri ekki í
þessu öðruvísi. Þetta er afar vinsæll staður á
mjög góðum stað og ég bjartsýnn á að rekstur-
inn muni ganga vel. Það verður engu breytt, að
minnsta kosti ekki til að byrja með. Ég erifi eitt-
hvað af starfsfólki þeirra Ævars og Eddu en
kem jafnframt til með að leita eftir fleira starfs-
fólki.“
Hvert er kaupverðið?
„Ég og Ævar höfum komist að samkomulagi
um að kaupverðið verði ekki gefið upp en ég er
að taka við fyrirtæki sem þau hjónin, Ævar og
Edda skila frá sér á traustum grunni.“
McDonalds auglýsip eftin
starfsfólki á Suðurnesjum
McDolnald’s auglýsti í síðasta tölublaði VF og aftur núna eftir
starfsfólki á veitingastaði sfna í Reykjavík. Meðal annars er
auglýst eftir fólki á nýjan veitingastað sem opnar von bráðar í
Kringlunni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem veitingahús á
höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir starfsfólki hér í
Víkurfréttum. Ekki tókst að hafa upp á upplýsingum um það
hvort Suðumesjafólk hafi sótt í vinnu hjá þessum þekkta veit-
ingastað í Reykjanvík.
Blaðið hafði samband við ónefnt veitingahús í Keflavík og þar
fengust þær upplýsingai' að erfitt væri orðið að fá starfsfólk hér
syðra og oft stoppaði fólk stutt við, enda mikil atvinna í boði.
I--------------
! NÝTT FYRIF
Mikill uppgangur
hefur verið í stofn-
un fyrirtækja hér á
Suðurnesjum
I undanfariö. Eitt þessara
nýju fvrirtækja er Barna-
■ gantan að Iðavöllum 3 í
I Kefiavík. Eigendur þess eru
| hjónin Gunnar Ingimund-
I arson, járnsmiður, og Linda
I Gústafsdóttir úr Sandgerði.
I_______________________________
Fiskmarkaðupinn hagnast
Á Suðurnesjum og á Isafirði
seldust 20.245 tonn fyrir 2.146
milljónir á fyrstu 6 mánuðum
ársins. Magnið er svipað og á
síðasta ári en verðmætið hefur
aukist um 25%. Verðmæta-
aukninguna má annars vegar
skýra með að meðalverð á
helstu tegundum, einkum
þorski og ýsu. hækkaði veru-
lega og vegna þess að sala á
loðnu og öðrum ódýrum
tegundum minnkaði. Hagnaður
FMS fyrstu 6 mánuði ársins er
16.8 milljónir. Dóttur og
hlutafélög FMS em: Fiskmark-
aðurinn hf. í Hafnarfirði
(100%), Reiknistofa fiskmark-
aða hf.(88%), Fiskmarkaður
Hornafjarðar hf. (78%), Um-
búðamiðlun hf. (35%) og
íslandsmarkaður hf. (28%).
Samkvæmt óendurskoðuðu
uppgjöri er hagnaður dóttur- og
hlutafélaga FMS samtals 22.2
milljónir. Á síðasta ári sam-
einaðist Fiskmarkaðurinn hf. í
Hafnarfirði Fiskmarkaði Suð-
umesja hf. og um leið voru öll
hlutabréf í Faxalóni ehf.keypt.
Þessi tvö félög höfðu verið í
samstarfi áður og breytingin
skapaði meiri hagræðingu en
áður. Ávinningur aðgerðanna
er farinn að sjást og hefur tekist
að snúa rekstrinum í Hafnarfirði
við og er hann nú í góðu horti.
Vonast er til að á seinni hluta
ársins skili hagræðingin sér enn
betur inní rekstur FMS.
Rekstur Umbúðamiðlunar hafði
verulega neikvæð áhrif á rek-
stur FMS á síðasta ári vegna
mikils tapreksturs. Reksturinn
var skorinn upp í desember á
síðasta ári og hefur afkoman
fyrstu 6 rnánuði ársins haft
jákvæð áhrif á FMS. Nokkur
hagnaður hefur verið á sölu hjá
Reiknistofu fiskmarkaða hf.
Samkvæmt óendurskoðuðu
uppgjöri var hagnaður fyrir
skatta á fyrstu 6 mánuðum
ársins 6.8 milljónir en aðeins
5.1 milljónir allt árið í fyrra
fyrir skatta.
12
Víkurfréttir