Víkurfréttir - 02.09.1999, Síða 14
REYKJANESBÆR
Útivistartími barna
Fjölskyldu og félagsmálastofnun
Reykjanesbæjar vekur athygli
foreldra á að frá 1. september til
7. maí er útivistartími barna
sem hér segir:
Börn, 12 ára og yngri mega ekki
vara á almannafæri eftir klukkan
20 nema í fylgd með fullorðnum.
Börn, sem eru á aldrinum 13 -16 ár
skulu að sama skapi ekki vera á
almannafæri eftir klukkan 22, enda
séu þau ekki á heimferð frá
viðurkenndri skóla-. íþrótta eða
æskulýðssamkomu.
Félagsmálastjóri
hROSKAHJÁLP A SUÐURNESJUM
H/ .............-
Forstöðumaður
óskast
Þroskahjálp á Suðurnesjum í
Reykjanesbæ auglýsir eftir
forstöðumanni í Leikfangasafn.
Óskað er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjál-
fa, leikskólakennara eða starfsman-
ni með aðra uppeldisfræðilega
menntun.
Starfið er laust nú þegar og er
umsóknarfresturtil 15. september n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri á skrifstofu
félagsins, Suðurvöllum 9,
Reykjanesbæ, sími 421 5331
Atvinna
Óskum eftir að ráða starfsmann til
almennra hreinsunarstarfa.
Upplýsingar í síma 421 4143
og 421 2638 á kvöldin
Atvinna
Framtíðarstörf
Bakkavör hf. er leiðandi fyrirtæki á
matvælamarkaði, sem sérhæfir sig
í framleiðslu, sölu og dreifingu á
ferskum, létt rotvörðum og
kældum sjávarafurðum.
Eftirfarandi framtíðarstörf eru
til boða hjá fyrirtækinu:
1. Framleiðslustörf:
Almenn störf við framleiðslu
fyrirtækisins.
Óskað er eftir einstaklingum með
reynslu við framleiðslu á
matvælum.
2. Akstur:
Almennur akstur með vörur
fyrirtækisins.
Einvörðungu einstaklingar með
meirapróf koma til greina.
Bakkavör hf. er með starfsemi á
Islandi, í Svíþjóð, í Frakklandi og á
Bretlandi. Starfsmenn fyrirtækisins
hljóta þjálfun samkvæmt ISO -
9000 vottuðu gæðakerfi félagsins.
Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu
fyrirtækisins að
Brekkustíg 22, 260 Reykjanesbæ.
Bakkavör
Siglingafræði
Námskeið í siglingafræði fyrir 30
tonna próf hefst í Keflavík,
miðvikudaginn 8. september.
Upplýsingar í sfma 421 1609
Starfsmannafélag
Suðurnesjabyggða
Skrifstofa Starfsmannafélags
Suðurnesjabyggða er flutt að
Hafnargötu 15, efri hæð. Skrifstofan
er opin á þriðjudögum og fimm-
tudögum frá 13-17. Sími 421 2390
Stjórnin
Útivistarátakið
hefst á busa-
balli FS í kvöld
Á hverju hausti fer af stað
samvinnuverkefni lögreglu,
útideildar, Fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustu Reykjanesbæjar,
verkefnið Reykjanesbær á
réttu róii og Foreldrafélag
grunnskólanna (foreldrarölt)
j þar sem reynt er eftir megni
að aðstoða foreldra við að
fara að lögum um útivistar-
tíma bama og unglinga. „Það
var ákveðið að Reykjanesbær
myndi ekki setja sérreglur um
útivist barna og ungmenna,
eins og mörg bæjarfélög hafa
gert hér á landi, heldur aðeins
framfylgja þeim lögum sem í
gildi eru“ sagði Stefán
Bjarkason tómstundafulltrúi
Reykjanesbæjar. „Utivistar-
tímatakmörk barna og ung-
linga hefur oft verið ásteyt-
ingarsteinn hjá fjölskyldum
og flestir foreldrar fengið að
heyra að allir fái að vera úti,
nerna börnin þeirra. Þessu
átaki er ætlað að hjálpa for-
eldrum að segja að hr. Allir sé
kominn inn, löngu kominn
inn. Átakið hefst sem sagt á
busaballi Fjölbrautarskóla
Suðumesja og verður athvarf-
inu komið fyrir í íþróttavallar-
húsinu við Vallarbraut í
Njarðvík.
Lúsin mætt á
fyrsta degi
Á hverju hausti verður vart
lúsar í einhverjum grunnskól-
anna á Suðurnesjum og að
sögn Þórunnar Benediktsdótt-
ur, hjúkrunarforstjóri Fleil-
brigðisstofnunar Suðumesja,
sagði í viðtali við VF að nú
þegar hefðu upplýsingar
borist H.S urn lúsatilfelli í
Reykjanesbæ. „Svo virðist
sem lúsin sé fyrr á ferðinni en
vanalega og mikilvægt að for-
eldrar og forráðamenn bregð-
ist rétt við. Því miður eru ekki
komnir skólahjúkrunarfræð-
| ingar í alla skóla en sá vandi
leystist fyrir skömmu og
verða komnir hjúkrunarfræð-
; ingar í alla skóla um miðja
næstu viku. Vil ég hvetja for-
eldra og forráðamenn bama til
að vera vakandi og skoða
böm sín reglulega."
14
Víkurfiéttir