Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 16
Brunavarnir
Suðurnesja
Lausar stöður
í slökkviliði
Slökkvilið Brunavarnir Suðurnesja
auglýsir lausar stöður slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna.
Um er að ræða þrjár stöður í fasta-
liði slökkviliðs og 9 stöður
í útkallsliði slökkviliðsins.
Umsækjendur skulu uppfylla eftir-
farandi skilyrði reglugerðar um
menntun, réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna:
Vera á aldrinum 20-28 ára,
reglusamir og háttvísir.
Hafa góða líkamsburði, gott andlegt
og líkamlegt heilbrigði, hafa góða
sjón og heyrn, rétta litaskynjun og
vera ekki haldnir lofthræðslu eða
innilokunarkennd. Hafa aukin
réttindi til að stjórna a) vörubifreið
og b) leigubifreið.
Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi
slökkviliðsmanna eða sambærilega
menntun og reynslu.
Umsækjendur skulu að auki
ofangreindra skilyrða leggja
fram sakavottorð.
Umsækjendur um stöður í fastaliði
slökkviliðs þurfa að geta hafið störf
mánudaginn 4. október 1999.
Umsækjendur í útkallsliði hefja störf
eftir samkomulagi við slökkvi-
liðsstjóra þó ekki seinna
en í janúar 2000.
Áhugasamir athugið að staðfesta
verður eldri umsóknir skriflega.
Umsóknareyðublöð liggja á varð-
stofu slökkviliðs að Hringbraut 125.
Skriflegum umsóknum skal skila
fyrir föstudaginn
17. september 1999 til skrifstofu
slökkviliðsstjóra Brunavarna
Suðurnesja.
Brunavarnir Suðurnesja
Hringbraut 125 230 Keflavík.
Sími:421-4748 - Fax:421-4578
Netfang: bs@simnet.is
HAFNARGÖTU 29 • KEFLAVÍK
Starfskraftur óskast
Óskum eftir starfskrafti
í hlutastarf.
Kostur að vera 30 ára eða
eldri. Upplýsingar
aðeins veittar á staðnum.
McDonald's auglýsir laus störf i
veitingastofum í Kringlunni, Austurstræti
oq Suburlandsbraut.
McDonald's býbur spennandi starf,
starfsþjálfun og möguleika á skjótri
launahækkun fyrir duglegt fólk.
Ekki er krafist sérstakrar menntunar
heldur áhuga oa vilja til þess ab læra
og vera hluti af skemmtilegum starfshóp.
Umsóknareybublöb er hægt ab fá send
eba sækja þau á veitingastabina.
Frekari upplýsingar veita,
Magnús í síma 581 1414
(netfang: magnus@lyst.is),
Vilhelmí síma 551 7400
(netfang vilhelm@lyst.is) eba
Pétur i síma 551 7444
(petur@lyst.is).
McDonald's
Kringlunni (frá 30. sept.)
Austurstræti,
Suðurlandsbraut
Atvinna
Subway óskar eftir fólki til starfa.
Höfum í boði heilsdags- og
hlutastörf. Umsóknareyðublöð liggja
frammi á Subway, Vatnsnesvegi 12
.SUBUJflV*
Fjölbreytt
dagskrá
Dagur símenntunar var haldinn
um land allt laugardaginn 28.
ágúst sl. Tilgangurinn var að
vekja athygli á menntun sem
æviverki og sem Ijárfestingu til
framtíðar sem getur bætt af-
komu einstaklinga, fyrirtækja
og samfélagsins í heild.
Miðstöð sfmenntunar á
Suðurnesjum. MSS, sá um
dagskrá hér á svæðinu sem
hófst á landsvísu með fjarfundi
í Verslunarháskólanum í
Reykjavík. Dagur símenntunar
var svo haldinn með lifandi
dagskrá í Reykjanesbæ,
Sandgerði, Grindavík og hjá
Hitaveitunni og í Bláa Lóninu
frá kl 13 til 17. Að sögn Skúla
Thoroddsens, forstöðumanns
MSS sem sá um framkvæmd
dagsins hér Suðumesjum „tókst
Dagur símenntunar vel en
aðsókn hefði rnátt vera meiri á
öllum stöðunum. Sérstakelga
var það ánægjulegt að Hita-
veitan, Bláa Lónið og Samkaup
skyldu hafa haft eigin dagskrá”.
I Kjama var lifandi tónlist sem
léttsveit Tónlistaskólans sá um.
Þar var ljúffengt ávaxtaborð á
boðstólnum og kynning á
nýjum heilsusamlegum ávaxta-
drykkjum á vegum Samkaupa.
Auk þess gátu gestir rætt
símenntun og sumir notuðu
tækifærið til að skrá sig á
námskeið hj MSS og Tölvu-
skólanum eða kíktu á Intemetið
og litu við á Bókasafninu.
Munum
eftir
börnum
á leið í
skólann!
Nú í byrjun september hefst
skólastarf at' krafti í grunn-
skólum bæjarins og því er rétt
að minna ökumenn á þær hættur
sem geta skapast þegar mikill
fjöldi bama er á leið í skólann.
Sérstaklega þarf að hafa varann
á sér við biðskýli og varast að
fara fram úr strætisvagni þegar
hann er kyrrstæður. Lítil börn
eiga það til að hlaupa fyrirvara-
laust fram eða aftur fyrir
vagninn og það skapar mikla
slysahættu ef ökumenn reyna að
smeygja sér framhjá. Lögreglan
mun gera átak í að fylgjast með
umferðinni á morgnana og um
eftirmiðdaginn. Bílstjórar eru
beðnir um að sýna ungum veg-
farendum nærgætni og strætis-
vagnabtlstjórum þolinntæði,
þannig að allir komist heilu og
höldnu á áfangastað.
16
Víkurfréttir