Víkurfréttir - 02.09.1999, Side 22
Stórhættulegt
þríeyki í Grindavík
Grétar búinn að skora 10 mörk
Framherjar Grindvíkinga, Grét-
ar Hjartarson og Scott Ramsey,
og miðjumaðurinn Sinisa Kekic
eru án efa skemmtilegasta og
hættulegasta sóknarþríeyki sem
Grindvíkingar hafa teflt fram í
knattspymu. Sandgerðingurinn
Grétar gæti orðið fyrsti Suður-
nesjamaðurinn til að eignast
gullskóinn síðan Keflvíkingur-
inn Steinar Jóhannsson 1971 en
hann skoraði 12 mörk í 14 leikj-
um. Markakóngstitlar Suður-
nesjamanna em allir í einni fjöl-
skyldu því Jón Jóhannsson,
bróðir Steinars, á hinn titilinn
sem Suðurnesjamenn hafa
fengið, skoraði 8 mörk í tíu
leikjum það herrans ár 1966.
Grétar er nú markahæstur í
Landssímadeildinni en hann
hefurskorað lOmörk.
VF spurði Steinar hvemig hon-
um litist á Grétar. „Eg hef ekki
séð nema einn heilan leik, gegn
Keflavík í síðustu viku. Mér
fannst hann mjög skemmtileg-
ur, hreyfanlegur og skilaði bolt-
anum hratt og vel frá sér. Hann
sýndi líka að hann er með góðar
tímasetningar, var á réttum stað
á réttum tíma“ sagði Steinar.
Thermo Plus
Europe á Islandi hf.
Rafvirkjar - vélfræðingar
- blikksmiðir - verkafólk
Thermo Plus Europe á Islandi hf.
óskar eftir ad ráda til starfa rafvirkja,
vélfrædinga á kælitæknisvidi, blikk-
smidi og verkafólk í
samsetningarvinnu í verksmidju
sína í Reykjanesbæ. I boði eru mjög
áhugaverð störf fyrir metnaðarfulla
einstaklinga. Thermo Plus Europe á
Islandi hf. mun bjóða upp á
samkeppnishæf kjör.
Starfsþjálfun verður í boði fyrir
viðkomandi starfsmenn.
Ef þú ert reiðubúinn til að takast á
við krefjandi starf og vega nýtt
fyrirtæki til árangurs og bjartrar
framtíðar, sendu þá umsókn til
Thermo Plus Europe á Islandi hf.,
Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ, eða á
netfangið tomas@thermoplus.is
Sundæfingar
Innritun í alla hópa
Sunddeildar U.M.F.N verður,
fimmtudaginn 2. september
kl. 16-l9og
föstudaginn 3. september
kl. 16-18.30
í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Sunddeild U.M.F.N.
Timamotasigur Grindvikinga
Grindvíkingar skelltu Keflvíkingum í fyrsta
sinn í Keflavík 3-2 og léttu á fallskýjunum
sem grúft höfðu sig yfir útgerðarbæinn
undanfamar vikur. Keflvíkingar misstu aft-
ur á móti endanlega af möguleikanum á Evrópu-
sæti. Keflvíkingar virtust sterkari en þó verður að
segja eins og er að sóknartilburðir Grindvíkinga
voru það eina sem fékk hjartað til að slá örar.
Sóknir þeirra vom hraðar og stöðug hætta í kring-
um þá Grétar Hjartarson, Scott Ramsey og Sinisa
Kekic. Þrátt fyrir sóknarsnilli þessara pilta var það
serbinn Stevo Vorkapic sem var bestur allra á
vellinum, lék nær óaðfinnanlega í hjarta Grinda-
víkurvamarinnar.
Mörkin: Grindavík - Grétar Hjartarson (4. og
73 nn'n.), Scott Ramsey (63. mín) Keflavík -
Evsteiim Hauksson (41. mín), Kristján Ilrooks
(67. mín. vsp.).
Unglingaþolfimi
og Kripalu jóga
Studeó Huldu hefur raðið til sín
nýja leiðbeinendur og mun í
kjölfarið auka við fjölbreytni
þeirrar þjónustu sem í boði er.
Hilma Sigurðardóttir, fimleika-
drotming sem varð í 2. sæti í Is-
landsmótinu í þolfuni í ár, mun
kenna unglingaþolfimi fyrir
pilta og stúlkur frá 12-16 ára
„Þetta verður góð líkamsrækt
þar sem líkaminn er þjálfaður
frá toppi til táar og það er gam-
an að koma með nýjar íþróttir í
boltabæinn, hrista upp í einfald-
leikanum" sagði Hilma. Matt-
hildur Gunnarsdóttir, jógakenn-
ari, mun bjóða viðskiptavinum
upp á Kripalu- og Ashtanga
jóga. Matthildur lauk kennara-
réttindanámi frá Kripalu Center
í Lennox, MA. í Bandaríkjun-
um 1993 og lærði Ashtanga
jóga, oftast nefnt Power jóga,
hjá David Svenson, þekktum
bandarískum jógakennara, sem
m.a. birtist íslenskum sjón-
varpsáhorfendum fyrir
nokkmm ámm og gefið hefur út
fjölda kennslumyndbanda. Þá
mun Afríkumaðurinn Akeem
kenna Afro-Kickbox, blöndu af
afh'skum dansi og Kickbox æf-
ingum þar sem lögð er áhersla á
einbeitta hreyfmgu.
Oli tryggði stigið
með glæsiskoti
Varamaðurinn Ólafur Ingólfs-
son tryggði Grindvíkingum dýr-
mætt stig í botnbaráttunni með
glæsiskoti á 88. mínútu. Alveg
eins og gegn Víkingum, fyrir
skömmu, unnu Grindvíkingar
upp tveggja marka forskot og
vom líklegri á lokasekúndunum
til að næla í öll þrjú stigin. Inn-
koma þeirra Hjálmar Hall-
grímssonar, Ólafs Ingólfssonar
og Sveins Ara Guðjónssonar á
61 mín. virkaði eins og vítamín-
j sprauta á heimamenn og Stevo
Vorkapic minnkaði muninn á
67 mín. eftir að mark hatði leg-
ið í loftinu í nokkra stund. Bæði
lið fengu ágætis færi m.a. átti
Kekic tvo góða skalla sem röt-
uðu ekki á rammann áður en
Ólafur setti boltann af löngu
færi yfir Ólaf Þór Gunnarsson,
markvörð IA, og tryggði þeim
skiptan hlut með sínu fyrsta
marki í sumar.
Golfklúbbur Suðurnesja
Op'in firmakeppni
Laugardaginn 4. september á
Hólmsvelli í Leiru. Leikfyrirkomulag:
Tveir í sveit - betri bolti með fullri
forgjöf eins og hún er í opnum
mótum. Verðlaun verða veitt fyrir 10
fyrstu sætin, m.a. flugfarseðlar
í millilandaflugi fyrir 1. sæti.
Þátttökugjald fyrir hvert firma er
kr. 15.000,- Innifalið eru góðar
veitingar fyrir og eftir leik.
Ræst verður frá kl. 08:00. Skráning
er hafin í síma 421-4100.
Félagar eru minntir á að
skrá sig til leiks.
22
Víkurfréttir