Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 21.10.1999, Side 2

Víkurfréttir - 21.10.1999, Side 2
Nýr valkostur! NÝTT HELGARBLAÐ VÍKURFRÉTTA í NÆSTU VIKU. LÁTTU OKKUR VITA UM GOTT EFNI! - Tvö jb/öð á viku! Jón Gunnarsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 - 230 Keflavík símar 421 1420 og 421 4288 - fax 421 1593 Netfang: fasteign-asberg@simnet.is si r tí„ JL n3 Austurgata 18, Kellavík. 80m3 neðri hæð í tvíbýli með 2 svenh. Ibúð mikið endur- nýjuð að innan. 4.800.000.- Ásabraut 1, Keflavík. Mjög góð 3ja herb. íbúð á efri hæð sem er mikið endurnýjuð. 4.900.000,- Þuríöarbraut 9. Itolungav. 138m; einbýli með 4 svefnh. og 62nr bílskúr. Mjög góð eign á góðum stað. Tilboö. Suöurgata 1. Sandgerði. 83m! n.h. í tvíbýli með sér- inngangi. Eign í góðu ástandi. Skipti á bíl koma til greina. Tilboð. Eyjavellir 1, Kellavík. I25m’ raðhús með 50m; bíl- skúr ásamt 18m2 sólhúsi og sólpalli sem er nýlegur. Hús í góðu ástandi. 10.500.000.- Austurgata 26, Keflavík. 3ja herb. neðri hæð í tvíbýli í góðu ástandi. Laus fljótlega. 4.500.000.- Silfurtún 12, Garði. 92m! efri hæð með 3 svefnh. Eign í góðu ástandi, skipti á eign í Garði. 7.200.000,- Heiðarból 6, Keflavík. 78m: íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Ibúð í góðu ástandi og getur losnað fljótlega. 5.700.000.- Borgarvegur 52, Njarðvík. 130m; einbýli með 4 svefnh, og 28m; bílskúr. Eign í góðu ástandi og góðum stað. Sk. á minni eign. 11.200.000.- Starmói 4, Njarðvík. 143m; einbýli með 56m; bíl- skúr. 5 svefnherbergi. Eign í mjög góðu ástandi og góðum stað. 14.7004)00,- Munu bæjanbúan niðungneiða tíma í Reykjaneshöllinni fynin utanbæjanfólk? -bæjarfulltrúar ósammála um kostnaö og verðlagningu Bæjarfulltrúar deildu hart um verðlagningu á tímum og kostnað við rekstur Reykja- neshallarinnnar á bæjarstjóm- arfundi s.l. þriðjudag. Minni- hlutinn mótmælti niður- greiðslunr á tímum í Reykja- neshöllinni og sagði að full- trúar meirihlutans væru þar með að nota útsvar bæjarbúa til að borga leigu fyrir utan- bæjarfólk. Þeir mótmæltu ein- nig kostnaði við byggingu og rekstur „Hallarinnar”, sem þeir segja vera bruðl á al- mannafé. Meirihlutinn mót- mælti þessum málflutningi og sagði kostnað við Reykjanes- höllina vera sambærilegan við önnur íþróttahús í bæjarfélag- inu. Þeir neituðu því jafnframt að hafa sýnt ábyrgðaleysi í þessu umdeilda máli. Sólundun á fé skattgreiðenda í bókun, sem fulltrúar J-listans lögðu fyrir fundinn, kom fram að miðað við fulla nýtingu á húsinu mun tíminn þurfa að kosta 21.700 kr. til að hægt verði að standa undir kostnaði á rekstri Reykjaneshallarinnar. Miðað við tillögu markaðs- ráðs á tíminn að kosta 9000 kr. sem þýðir að Reykjanes- bær mun þurfa að niðurgreiða hvern tíma í húsinu um 11.000 kr. í bókuninni segir orðrétt: „Nú þegar hafa knattspymufélög á Reykjavíkursvæðinu falast eftir tímum í knattspymuhús- inu þegar það opnar. Sú hug- mynd að Reykjanesbær niður- greiði starfsemi íþróttafélaga og fleiri í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum okk- ar um kr. 11-13 þúsund krónur á hverja klukkustund er með öllu ábyrgðarlaus og sólundun á fé skattgreiðenda hér í bæ.” Baggi á bæj'arfélaginu Bæjarfulltrúar minnihlutans bentu einnig á að sú niðurfell- ing sem bærinn hyggst gera á fasteignagjöldum Reykjanes- hallarinnar, muni nema um 6 milljónum króna á ári. Leiga Reykjanesbæjar til Verkalls er 27 milljónir á ári og annar rekstarkostnaður u.þ.b.17 milljónir króna. Kostnaður verður þá um 50 milljónir króna á ári. „Knattspymuhús- ið mun vægast sagt verða sveitarfélaginu mjög erfiður baggi næstu 35 árin", segir í bókun minnihlutans. Málefnalegt gjaldþrot J-listans Böðvar Jónsson (D) lagði ein- nig fram bókun og í henni segir liann að bókun fulltrúa J-listans sýni fram á málefna- legt gjaldþrot þeirra. „Rekstur fjölnota íþrótthúss í Reykja- nesbæ ntun kosta bæjarsjóð sambærilega upphæð og kost- ar að reka hvert hinna íþrótta- húsanna sem í bænunt eru. Meirihluti bæjarstjómar hefur ekki og mun ekki sólunda fé bæjarbúa. Allar yfirlýsingar minnihlutans um ábyrgðaleysi og bruðl er því vísað á bug”, segir í bókuninni. Tilboðið stendur í eitt ár Ellert Eiríksson (D), bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, sagði að verð á tíma í Reykjanes- höllinni yrði ekki alltaf 9000 krónur. Hann lýkti þessu við markaðssetningu hjá BT-tölv- um, þ.e. að gjaldið væri lágt til að íþróttafélögin kæmu og kynntu sér aðstöðuna. „Ef verðið væri of hátt þá myndu þau ekki einu sinni athuga málið”. sagði Ellert. Jóhann Geirdal (J) spurði Ell- ert þá hversu lengi þetta tilboð ætti að standa og Ellert svar- aði því til að það yrði í u.þ.b. eitt ár. Jóhann sagði þá að honum fyndist það ekki bera vott um heilbrigða skynsemi að leiguverð væri svo lágt því það væri aðeins brot af rekstr- arkostnaði. „líkki ábyrgur rekstur frú Jónína!” Jóhann Geirdal bætti því við að meirihlutinn hefði mark- visst reynt að fela allar upp- lýsingar unt kostnað og að meirihlutinn hefði ekki reikn- að nákvæmlega út hvað þessi framkvæmd myndi kosta. „Þetta er ekki ábyrgur rekstur frú Jónína”, sagði Jóhann þeg- ar hann beindi orðum til Jón- ínu Sanders bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Rúnni Júll vítaspyrnu- kongurí Reykjanes höllinni Ellert Eiriksson og Rúnar Júlílusson voru í sviðsljósinu þegar Reykjaneshöllin var sýnö bæjarbúum sl. laugardag. Reykjaneshöllin, hið nýja fjölnota íþróttahús Reykja- nesbæjar varð fokhelt sl. laug- ardag og var „opið hús“ af því tilefni með tilheyrandi fjöri. Rúnar Júlíusson, poppari og fyrrverandi knattspymumaður sigraði í fyrstu vítaspyrnu- keppni sem haldin var í hús- inu en keppendur vom Ellert Schram,_ forséti Iþróttasam- bands íslands og Eggert Magnússon frá Knatt- spyrnusambandinu, Gunnar Oddsson, knattspyrnumaður og varabæjarfulltrúi og Ólafur Thordersen, Njarðtaksmaður og bæjarfulltrúi. í markinu var enginn annar en Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. klæddur í „súlubol". Ekki gekk mark- varslan vel í full vöxnu mark- inu en þá tók bæjarstjórinn til sinna ráða og lét setja lítið mark inn í það stóra. Þá gekk mönnum ver að skora nema Rúnari Júlíussyni og hampaði liann sigri eins og fyrr segir og fékk blómvönd að launum. Fjöldi fólks mætti í nýja húsið á laugardaginn og skoðaði þetta gríðarmikla mannvirki sem risið hefur við Krossmóa, í nágrenni Nikkel-svæðisins. Húsið verður tekið í notkun 18. febrúar kl. 14 en starfs- menn Verkafls hf., dót- turfyrirtækis íslenskra aðalverktaka munu nota tímann fram að því til að klára það sem eftir er en það er mest megnis innivinna . Heildarflatarmál byggingarin- nar er 8,344 fermetrar en í því verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð með gervigrasi af fullkomnustu gerð. Gert er ráð fyrir áhorfendastæðum fyrir 1000-1500 manns. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.