Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 16
Ástríður Helga Sigurðardóttir lýkur guðfræðinámi í sumar. Hún hefur ekki farið auðveldustu leiðina í gegnum háskólanámeið: Námið hálmstra i har Æföi mig að tóna bakvið hús Ásta segir að það hafi e.t.v. blundað lengi í henni að verða prestur og séra Bjartmar Krist- jánsson, sem var prestur á Mælifelli á árunum 1947-68, hafði sín áhrif á að hún fór í guðfræðinámið. „Bjartmar var stórmerkilegur karl. Mér fannst hann alltaf vera svona prestur Astnður Helga Sigurðardott- ir er Skagfirðingur en hefur búið í Keflavík í 25 ár. For- eldrar hennar eru Sigurður Ginarsson og Helga Stein- dórsdóttir en þau bjuggu á bænum Fitjum í Lýtings- staðahreppi þar sem Ásta, eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin. Ásta hefur iöngurn farið ótroðnar slóðir í lífinu. Hún er með próf á vörubfl og rútu og fór í frani- haldsnánt á fuliorðinsaldri. Hún greindist með krabba- mein rétt rúmlega fertug, skagfirsk þrjóska hefur fleytt henni í gegnum erfiðleikana og nú er hún að ljúka fimm ára guðfræðinámi. Silja Dögg Gunnarsdóttir heimsótti Ástu á heimili hennar og ræddi við hana unt Iflið og tilveruna. Kom suður a vertið sem stendur enn „Mamma og pabbi eignuðust sjö böm saman og pabbi átti tvö böm fyrir. Þau eignuðust e.t.v. meira af bömum og skuldum heldur en búfé. Þegar ég var þriggja mánaða fór pabbi því suður á Keflavíkurflugvöll að vinna til að grynnka á skuldum. Hann ætlaði að vera í eitt ár en árin urðu tíu. Hann kom heim þegar ég var tíu ára og dó þegar ég var 15 ára. Eg kynntist pabba því frekar lítið. Mamma var aðalbondinn a heimnmu“, segir Ástav Flest systkinin fluttu suður og Ásta segir að þau hafi upphaflega komið vegna þess að faðir þeirra var hérna. Á tímabili voru þau fimm fyrir sunnan en nú em þær tvær eftir systurnar, Ásta og Anna. „Eg kom hingað árið 1974 þá 21 árs gömul. Eg fór á vertíð og ver- tíðin stendur enn“, segir Ásta og hlær. Hún giftist Bjarka Leifssyni en þau skildu eftir 10 ára hjónaband. Saman eignuð- ust þau tvö börn, Ásgerði Bjarklind og Einar Birgi. Auk þeirra skipar tfkin Tekla heið- urssess á heimilinu. Meiraprófið nytsamlegra en saumadótið Ásta hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina. Lengst af vann hún á skrifstofunni hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Hún viðurkennir að hafa ekki alltaf farið hefðbundnar leiðir. „Kunningjakona mín bað mig einu sinni uni að koma í saunta- klúbb. ég harðneitaði og fór í meiraprófið. Það fannst henni fáránlegt og sagði að ég myndi aldrei koma til með að nota meiraprófið. Ég sagði henni að ég væri viss um að ég myndi nota það meira en þetta sauma- dót. Það kom á daginn að ég hafði rétt fyrir mér því ég hef keyrt rútur af og til gegnum árin ýmist með annarri vinnu eða sem aðalstarf." Einstæð móðir í skóla og tull- ri vinnu Framhaldsskólaganga Ástu hófst árið 1976 þegar hún gekk með fyrra bam sitt, en þá fór hún í öldungadeild F.S. Hún segir að hún hafi ekki verið búin að ákveða að fara í skóla, hvað þá að hefja langskólanám á þessum tíma, en alltaf þegar hún heyrði auglýsingar í út- varpinu á haustin að skólamir væru að byrja fékk hún fiðring í magann. „Kunningjakona mín bað ntig að koma með sér í Námsflokkana. Ég fór með henni og tók líka eitt fag í öld- ungadeildinni. Hún hætti en ég hélt áfram.“ Ásta eignað- ist sitt annað barn 1979 og tók sér þá hlé frá námi en byrjaði svo aftur af f u 1 1 u m k r a f t i 19 8 6. Hún út- skrifað- ist sent stúdent 19 9 2 af fé- lags- fræði- og hagfræðibraut og þriggja ára tölvufræðibraut og tveggja ára viðskiptafræðibraut. Allan tím- ann var hún í fullri vinnu og aukavinnu og sá urn heimili og tvö börn. „Hjá mér er aldrei neitt sem heitir í ökkla, það er alltaf upp að eyra“, segir Ásta og brosir. Ætlar að verða prestur Þegar Ásta var komin með stúdentspróf langaði hana til að læra eitthvað rneira. En það kostar peninga svo hún vann eins mikið og hún orkaði til að eiga fyrir náminu. „Mér fannst vera mgl að halda ekki áfram í skóla þegar ég var búin með stúdentinn. Stúdentspróf er í raun bara áfangi til að halda áfram í skóla, það gefur engin réttindi eitt og sér“, segir Ásta. Hún hóf guðfræði- nám í Háskóla Is- lands 1995 en þá var hún orðin 42 ára. „Ég sá að ég var að bren- na út á tíma ef ég ætlaði að vinna við mitt fag í nokkur ár. Það tók m i g I n o k k u r n tíma að finna út hvað ég vildi læra. Ég var löngu læknuð af því að fara í við- skiptafræði eða hagfræði, ég hef alltaf haft meiri áhuga á því mann- lega. Guðfræði kom því sterklega til greina", segir Ásta. eins og prestar eiga að vera. Ég veit að prestar eru bara venju- legir menn en þegar ég horfði á hann í hempunni og hlustaði á hann tóna blessunarorðin, þá fannst mér sem hann væri sá næsti við guð. Hann var svo tignarlegur og gerði þetta svo vel. Mér fannst hann vera stór- kostlegur. Þegar heim kom eftir messu fór ég alein út fyrir hús þar sem var öruggt að enginn heyrði í ntér því það var ekki árennilegt að láta bræður sína heyra í sér. Þeir höfðu það fyrir sið að lumbra á mér ef ég var ekki eins og þeir vildu að ég væri. Ég æfði mig að tóna bak við hús og hætti ekki fyrr en mér fannst ég hafa náð séra Bjartmari alveg fullkomlega. Kannski var þetta byrjunin", segir Ásta og yppir öxlurn. Hún segir að messur í þá daga hafi haft önnur áhrif en í dag. „Þá vom engin bíó og ekkert sjón- varp og þetta var okkar helsta skemmtun. Maður horfði bara á prestinn og fylgdist með og enginn dottaði. Þá voru allir stilltir í messu“, segir Ásta og glottir. Óskemmtilegir skemmtistaðir Aðspurð segir Ásta að henni finnist það ekki vera óþægileg tilhugsun að verða prestur og þurfa þar með að sýna gott for- dæmi. Hún segist alltaf hafa reynt að vera góð fyrirmynd fyrir bömin síh og hún hafi t.d. alitáf verið heima um helgar. „Ég vann á skemmtistöðum um tíma og sú reynsla læknaði mig af því að vilja fara út að skemmta mér. Ég sá þá hve margir voru í raun ekki að skemmta sér. Undir það síðasta þurfti ég að taka á honum stóra mínum til að fara í vinnuna, standa þar á bak við borðið og hella ólyfjan í glös fyrir fólk sem maður vissi að hafði þörf fyrir eitthvað allt annað", segir Ásta alvarleg í bragði. Fann ber í brjóstinu Rétt áður en jólaprófin í H.I. hófust veturinn 1995, fann Ásta ber í brjóstinu og fór strax í skoðun til Konráðs læknis. „Ég

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.